„Hún hefur örugglega elskað þessa athygli“ Atli Arason skrifar 11. júlí 2022 19:00 Berglind og Sólveig féllust í faðma eftir leikslok í gær. Vilhelm Sólveig Anna Gunnarsdóttir, móðir Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur, fagnaði sextugs afmæli sínu í gær á sama tíma og Ísland og Belgía mættust í fyrsta leik liðanna á EM í Englandi. Stuðningsmannahópur Íslands söng afmælissönginn fyrir Sólveigu á stuðningsmannasvæðinu í Manchester fyrir leik. Það fór ekki framhjá Berglindi. „Já ég var búinn að sjá einhver myndbönd af því, alveg geggjað. Hún hefur örugglega elskað þessa athygli,“ sagði Berglind og hló. Sólveig gat varla fengið betri afmælisgjöf þegar hún fylgdist með dóttur sinni skora snemma í síðari hálfleik, fyrsta mark Íslands á Evrópumótinu þetta árið. „Ég hélt að hjartað ætlaði að springa og svo komu tárin og allt saman. Þetta var geggjað,“ sagði Sólveig þegar hún var spurð út í tilfinningar sínar er hún sá boltann í netinu. Berglind sagði sjálf að mamma hennar hafi sett smá pressu á hana að skora mark á afmælisdeginum hennar. „Hún setti pínu pressu og hún fékk það [markið]. Ég hefði viljað gefa henni sigur en það gerist bara í næsta leik,“ sagði Berglind. Ísland fékk vítaspyrnu eftir hálftíma leik sem Berglind tók. Sólveig vorkenndi dóttur sinni sem var vissulega undir gífurlegri pressu á punktinum og sagðist ekki geta ekki horft á spyrnuna sem Berglind klikkaði á. Berglind hefur ekki klikkað á mörgum vítaspyrnum til þessa. „Ég ætlaði að skora. Ég er búinn að vera að æfa vítaspyrnur alla vikuna og ég man ekki einu sinni eftir því að hafa klúðrað vítaspyrnu áður þannig þetta var alveg týpískt en þetta gerist og það er bara áfram gakk,“ svaraði Berglind, aðspurð að því hvað fór í gegnum hausinn á henni þegar hún tók spyrnuna. Viðtölin við Berglindi og Sólveigu sem og innslag Svövu Kristínar frá gærdeginum má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hún hefur örugglega elska þessa athygli EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sjá meira
Stuðningsmannahópur Íslands söng afmælissönginn fyrir Sólveigu á stuðningsmannasvæðinu í Manchester fyrir leik. Það fór ekki framhjá Berglindi. „Já ég var búinn að sjá einhver myndbönd af því, alveg geggjað. Hún hefur örugglega elskað þessa athygli,“ sagði Berglind og hló. Sólveig gat varla fengið betri afmælisgjöf þegar hún fylgdist með dóttur sinni skora snemma í síðari hálfleik, fyrsta mark Íslands á Evrópumótinu þetta árið. „Ég hélt að hjartað ætlaði að springa og svo komu tárin og allt saman. Þetta var geggjað,“ sagði Sólveig þegar hún var spurð út í tilfinningar sínar er hún sá boltann í netinu. Berglind sagði sjálf að mamma hennar hafi sett smá pressu á hana að skora mark á afmælisdeginum hennar. „Hún setti pínu pressu og hún fékk það [markið]. Ég hefði viljað gefa henni sigur en það gerist bara í næsta leik,“ sagði Berglind. Ísland fékk vítaspyrnu eftir hálftíma leik sem Berglind tók. Sólveig vorkenndi dóttur sinni sem var vissulega undir gífurlegri pressu á punktinum og sagðist ekki geta ekki horft á spyrnuna sem Berglind klikkaði á. Berglind hefur ekki klikkað á mörgum vítaspyrnum til þessa. „Ég ætlaði að skora. Ég er búinn að vera að æfa vítaspyrnur alla vikuna og ég man ekki einu sinni eftir því að hafa klúðrað vítaspyrnu áður þannig þetta var alveg týpískt en þetta gerist og það er bara áfram gakk,“ svaraði Berglind, aðspurð að því hvað fór í gegnum hausinn á henni þegar hún tók spyrnuna. Viðtölin við Berglindi og Sólveigu sem og innslag Svövu Kristínar frá gærdeginum má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Hún hefur örugglega elska þessa athygli
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki