Mo Farah var seldur í mansal sem barn Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júlí 2022 23:52 Mo Farah er margfaldur heims-, Evrópu- og Ólympíumeistari í fimm og tíu þúsund metra hlaupi. Getty/Nathan Stirk Langhlauparinn Sir Mo Farah var seldur í mansal sem barn en hann kom til Bretlands frá Sómalíu þegar hann var einungis níu ára gamall. Hann var látinn gera húsverk hjá fjölskyldu í Bretlandi og fékk ekki að fara í skóla fyrstu þrjú árin. Farah er fæddur og uppalinn í Sómalíu en var tekinn af heimili sínu þegar hann var níu ára gamall. Honum var sagt að hann væri að fara að heimsækja ættingja í Djibútí en þegar þangað var komið var hann settur beint í annað flug til Bretlands. Mátti ekki segja neinum hver hann væri Í heimildamynd BBC sem kemur út í heild sinni á miðvikudaginn segir Farah að hann hafi verið mjög spenntur að fara í flugvél en þegar hann kom til Bretlands áttaði sig hann á því að það væri eitthvað skrítið í gangi. Honum var sagt að segja fólki að hann héti Mohamed en upprunalegt nafn hans er Hussein Abdi Kahin. Fólkið sem kom honum til Bretlands fór með hann í íbúð í London og sögðu við hann að ef hann vildi fá að borða þyrfti hann að gera húsverk á heimili hjá annarri fjölskyldu. Hann mætti ekki segja neinum hver hann væri í raun og veru ef hann vildi hitta fjölskyldu sína í Sómalíu aftur. Fyrstu árin í Bretlandi fékk Farah ekki að fara í skóla og dvaldi ávallt á heimili þessarar fjölskyldu sem hann var seldur til. Það var ekki fyrr en hann var tólf ára sem hann fór í skóla. Þróaði gott samband með kennara sínum Hann átti það erfitt í skólanum en íþróttakennarinn hans tók eftir því að hann breyttist allur þegar hann hljóp í tímum hjá sér. Þeir urðu góðir vinir og að lokum sagði Farah kennaranum frá því hvernig hann hefði komið til Bretlands. Kennarinn hafði samband við yfirvöld og var hann settur í fóstur hjá sómalískri fjölskyldu í London. Farah fékk breskan ríkisborgararétt árið 2000 þegar hann var sautján ára gamall og hefur ávallt keppt á frjálsíþróttamótum undir fána Bretlands. Hann er margfaldur Ólympíumeistari í fimm og tíu þúsund metra hlaupi ásamt því að hafa unnið til fjölda verðlauna á heims- og Evrópumeistaramótum í sömu greinum. Bretland Sómalía Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu heimsmet í kvöld Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu bæði heimsmet á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í kvöld. 4. september 2020 23:30 Mest lesið Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Farah er fæddur og uppalinn í Sómalíu en var tekinn af heimili sínu þegar hann var níu ára gamall. Honum var sagt að hann væri að fara að heimsækja ættingja í Djibútí en þegar þangað var komið var hann settur beint í annað flug til Bretlands. Mátti ekki segja neinum hver hann væri Í heimildamynd BBC sem kemur út í heild sinni á miðvikudaginn segir Farah að hann hafi verið mjög spenntur að fara í flugvél en þegar hann kom til Bretlands áttaði sig hann á því að það væri eitthvað skrítið í gangi. Honum var sagt að segja fólki að hann héti Mohamed en upprunalegt nafn hans er Hussein Abdi Kahin. Fólkið sem kom honum til Bretlands fór með hann í íbúð í London og sögðu við hann að ef hann vildi fá að borða þyrfti hann að gera húsverk á heimili hjá annarri fjölskyldu. Hann mætti ekki segja neinum hver hann væri í raun og veru ef hann vildi hitta fjölskyldu sína í Sómalíu aftur. Fyrstu árin í Bretlandi fékk Farah ekki að fara í skóla og dvaldi ávallt á heimili þessarar fjölskyldu sem hann var seldur til. Það var ekki fyrr en hann var tólf ára sem hann fór í skóla. Þróaði gott samband með kennara sínum Hann átti það erfitt í skólanum en íþróttakennarinn hans tók eftir því að hann breyttist allur þegar hann hljóp í tímum hjá sér. Þeir urðu góðir vinir og að lokum sagði Farah kennaranum frá því hvernig hann hefði komið til Bretlands. Kennarinn hafði samband við yfirvöld og var hann settur í fóstur hjá sómalískri fjölskyldu í London. Farah fékk breskan ríkisborgararétt árið 2000 þegar hann var sautján ára gamall og hefur ávallt keppt á frjálsíþróttamótum undir fána Bretlands. Hann er margfaldur Ólympíumeistari í fimm og tíu þúsund metra hlaupi ásamt því að hafa unnið til fjölda verðlauna á heims- og Evrópumeistaramótum í sömu greinum.
Bretland Sómalía Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu heimsmet í kvöld Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu bæði heimsmet á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í kvöld. 4. september 2020 23:30 Mest lesið Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu heimsmet í kvöld Sir Mo Farah og Sifan Hassan settu bæði heimsmet á Demantsmóti í frjálsum íþróttum í kvöld. 4. september 2020 23:30