Ótrúlega hamingjusamur fyrir hennar hönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2022 17:30 Sandra Sigurðardóttir gengur inn á völlinn fyrir sinn fyrsta leik á Evrópumóti. Við hlið hennar er fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir sem var fara að spila sinn ellefta leik. Vísir/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið spilaði sinn ellefta leik í sögu úrslitakeppni Evrópumóts kvenna á móti Belgíu og Sandra Sigurðardóttir hafði verið á bekknum í þeim öllum. Nú fékk hún aftur á móti að standa í markinu í fyrsta sinn. Sandra átti mjög góðan leik, varði vel, greip vel inn í og hélt yfirvegun allan tímann sem var mikilvægt. Hún gat lítið gert við jöfnunarmarkinu sem var skorað úr vítaspyrnu. Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari landsliðsins, ræddi við fjölmiðlamenn á æfingunni daginn eftir leik og fór meðal annars yfir leikinn og frammistöðu Söndru. „Við erum búnir að skoða niðurstöðu leiksins og við vorum vel yfir á langflestum sviðum. Það er því svekkjandi að hafa ekki náð að klára leikinn,“ sagði Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska liðsins. „Við erum bara bjartsýn. Þetta er í okkar höndum, liðið er gott og í góðu standi. Það er skemmtilegur mórall og mikil gleði. Vonandi náum við að eiga góðan leik á fimmtudaginn og vinna Ítalina,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræðir hér við yngri markmenn íslenska landsliðsins þær Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving og Telmu Ívarsdóttur.Vísir/Vilhelm Sandra er nú orðin 35 ára gömul en hún var bara 22 ára þegar hún fór á sitt fyrsta Evrópumót í Finnlandi sumarið 2009. „Ég er ótrúlega hamingjusamur fyrir hennar hönd að hafa loksins fengið leik. Fjórða mótið og að spila sínar fyrstu mínútur og gerði það vel sem er bera áframhald á hennar spilamennsku. Hún er búin að spila virkilega vel fyrir okkur síðustu árin. Þetta er bara geggjað,“ sagði Ólafur en hvað gerði Sandra vel í þessum leik. „Hún varði vel þegar hún þurfti á því að halda, greip inn í og var róleg. Það er það sem skiptir máli. Hún er hægt og sígandi búin að bæta sig enda æfir hún vel og hugsar vel um sig eins og allir markverðirnir gera. Það er að skila sér,“ sagði Ólafur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sjá meira
Sandra átti mjög góðan leik, varði vel, greip vel inn í og hélt yfirvegun allan tímann sem var mikilvægt. Hún gat lítið gert við jöfnunarmarkinu sem var skorað úr vítaspyrnu. Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari landsliðsins, ræddi við fjölmiðlamenn á æfingunni daginn eftir leik og fór meðal annars yfir leikinn og frammistöðu Söndru. „Við erum búnir að skoða niðurstöðu leiksins og við vorum vel yfir á langflestum sviðum. Það er því svekkjandi að hafa ekki náð að klára leikinn,“ sagði Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska liðsins. „Við erum bara bjartsýn. Þetta er í okkar höndum, liðið er gott og í góðu standi. Það er skemmtilegur mórall og mikil gleði. Vonandi náum við að eiga góðan leik á fimmtudaginn og vinna Ítalina,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræðir hér við yngri markmenn íslenska landsliðsins þær Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving og Telmu Ívarsdóttur.Vísir/Vilhelm Sandra er nú orðin 35 ára gömul en hún var bara 22 ára þegar hún fór á sitt fyrsta Evrópumót í Finnlandi sumarið 2009. „Ég er ótrúlega hamingjusamur fyrir hennar hönd að hafa loksins fengið leik. Fjórða mótið og að spila sínar fyrstu mínútur og gerði það vel sem er bera áframhald á hennar spilamennsku. Hún er búin að spila virkilega vel fyrir okkur síðustu árin. Þetta er bara geggjað,“ sagði Ólafur en hvað gerði Sandra vel í þessum leik. „Hún varði vel þegar hún þurfti á því að halda, greip inn í og var róleg. Það er það sem skiptir máli. Hún er hægt og sígandi búin að bæta sig enda æfir hún vel og hugsar vel um sig eins og allir markverðirnir gera. Það er að skila sér,“ sagði Ólafur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki