Valur fær sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar: „Hefði verið galið að sleppa þessu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júlí 2022 12:44 Valsmenn fara beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Valur hefur fengið úthlutað sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta og mun því ekki þurfa að leika í undankeppni um laust sæti í riðlakeppninni. Frá þessu var greint á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins, EHF, í dag. Alls eru 12 lið sem fengu úthlutað sæti í riðlakeppninni og 12 til viðbótar munu vinna sér inn sæti í gegnum undankeppnina. 𝐄𝐇𝐅 𝐄𝐮𝐫𝐨𝐩𝐞𝐚𝐧 𝐋𝐞𝐚𝐠𝐮𝐞 𝐌𝐞𝐧 𝟐𝟎𝟐𝟐/𝟐𝟑 🏆 Overview of the next edition of the #ehfel 🤩 Which team do you see winning it this season = ___________? 💬Read more: https://t.co/2gN8Rx59ax pic.twitter.com/PWGKdOSGsp— EHF European League (@ehfel_official) July 12, 2022 Valsmenn tóku þátt í sömu keppni í fyrra, en þá þurfti liðið að fara í gegnum unandkeppni. Íslandsmeistararnir féllu að lokum úr leik gegn þýska stórliðinu Lemgo eftir harða baráttu, en þá var Lemgo ríkjandi bikarmeistari í Þýskalandi. Valsmenn hafa undanfarin tvö ár sankað að sér öllum þeim titlum sem í boði eru í íslenskum handbolta. Liðið er ríkjandi Íslands-, bikar- og deildarmeistari og því má segja að þetta sé enn ein rósin í hnappagatið fyrir þá rauðklæddu. „Fáum að reyna okkur á stóra sviðinu“ Jón Halldórsson situr í stjórn handknattleiksdeildar Vals, en hann segir þetta gríðarlegt tækifæri fyrir félagið og íslenskan handbolta í heild. „Þetta er risastórt fyrir íslenskan handbolta, félagið okkar og okkar leikmenn,“ sagði Jón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í morgun. „Þetta er ótrúlega spennandi verkefni fyrir okkur. Við erum búnir að vinna allt sem í boði er síðastliðin tvö ár og það hefði verið galið að sleppa þessu.“ Jón viðurkennir þó að nú fari af stað mikil vinna þar sem þátttaka í Evrópukeppni í handbolta sé ekki beint ókeypis. „Þetta er auðvitað mjög kostnaðarsamt og framundan er ótrúleg vinna. Þetta er ekki eins og í fótboltanum, heldur þurfum við að sjá um kostnaðinn sjálfir. Þetta eru tíu leikir, fimm heima og fimm úti, þannig að það verður mikið leikjaálag. En þetta gefur okkur vítamínsprautu og við fáum að reyna okkur á stóra sviðinu.“ „Við stóðum auðvitað í Lemgo í fyrra. Þá var Róbert Aron [Hostert] ekki einu sinni með og Björgvin [Páll Gústavsson] fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Má [Elísson]. Þannig að það var allt á móti okkur, en samt ekki.“ „Við erum með góða blöndu af ungum og reynslumeiri leikmönnum. Þannig að þetta er bara gríðarlega spennandi,“ sagði Jón að lokum. Handbolti Valur Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
Frá þessu var greint á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins, EHF, í dag. Alls eru 12 lið sem fengu úthlutað sæti í riðlakeppninni og 12 til viðbótar munu vinna sér inn sæti í gegnum undankeppnina. 𝐄𝐇𝐅 𝐄𝐮𝐫𝐨𝐩𝐞𝐚𝐧 𝐋𝐞𝐚𝐠𝐮𝐞 𝐌𝐞𝐧 𝟐𝟎𝟐𝟐/𝟐𝟑 🏆 Overview of the next edition of the #ehfel 🤩 Which team do you see winning it this season = ___________? 💬Read more: https://t.co/2gN8Rx59ax pic.twitter.com/PWGKdOSGsp— EHF European League (@ehfel_official) July 12, 2022 Valsmenn tóku þátt í sömu keppni í fyrra, en þá þurfti liðið að fara í gegnum unandkeppni. Íslandsmeistararnir féllu að lokum úr leik gegn þýska stórliðinu Lemgo eftir harða baráttu, en þá var Lemgo ríkjandi bikarmeistari í Þýskalandi. Valsmenn hafa undanfarin tvö ár sankað að sér öllum þeim titlum sem í boði eru í íslenskum handbolta. Liðið er ríkjandi Íslands-, bikar- og deildarmeistari og því má segja að þetta sé enn ein rósin í hnappagatið fyrir þá rauðklæddu. „Fáum að reyna okkur á stóra sviðinu“ Jón Halldórsson situr í stjórn handknattleiksdeildar Vals, en hann segir þetta gríðarlegt tækifæri fyrir félagið og íslenskan handbolta í heild. „Þetta er risastórt fyrir íslenskan handbolta, félagið okkar og okkar leikmenn,“ sagði Jón þegar blaðamaður Vísis náði tali af honum í morgun. „Þetta er ótrúlega spennandi verkefni fyrir okkur. Við erum búnir að vinna allt sem í boði er síðastliðin tvö ár og það hefði verið galið að sleppa þessu.“ Jón viðurkennir þó að nú fari af stað mikil vinna þar sem þátttaka í Evrópukeppni í handbolta sé ekki beint ókeypis. „Þetta er auðvitað mjög kostnaðarsamt og framundan er ótrúleg vinna. Þetta er ekki eins og í fótboltanum, heldur þurfum við að sjá um kostnaðinn sjálfir. Þetta eru tíu leikir, fimm heima og fimm úti, þannig að það verður mikið leikjaálag. En þetta gefur okkur vítamínsprautu og við fáum að reyna okkur á stóra sviðinu.“ „Við stóðum auðvitað í Lemgo í fyrra. Þá var Róbert Aron [Hostert] ekki einu sinni með og Björgvin [Páll Gústavsson] fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Má [Elísson]. Þannig að það var allt á móti okkur, en samt ekki.“ „Við erum með góða blöndu af ungum og reynslumeiri leikmönnum. Þannig að þetta er bara gríðarlega spennandi,“ sagði Jón að lokum.
Handbolti Valur Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira