Listaverkaspæjari segir frá því hvernig hann endurheimti blóð Krists Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2022 12:46 Þýfið verður afhent lögreglu í dag. Arthur Brand Mikil sorg greip um sig meðal kaþólikka þegar gullnum kistli sem er sagður innihalda tvo dropa af blóði Jesú Krists var stolið úr skrúðhúsinu í Fécamp-klausturkirkjunni í Normandy. Kistillinn er nú kominn aftur í leitirnar, eftir að þjófurinn setti sig í samband við hollenskan listaverkaspæjara. Þjófnaðurinn átti sér stað í júní, aðeins tveimur vikum áður en árleg hátíð átti að fara fram en pílagrímar hafa í þúsund ár lagt leið sína til Fécamp til að tilbiðja hið meinta blóð Krists. „Í sjö til átta prósent tilvika er stolnum listmunum skilað og margir þeirra eru eyðilagðir. Í þessu tilviki held ég að þjófurinn hafi ekki haft hugmynd um hvað þetta var,“ segir Arthur Brand, sem ku vera þekktur fyrir leita uppi og endurheimta stolna dýrgripi. I recovered the legendary Blood of Jesus' of Fécamp ('Précieux Sang ), one of the oldest and holiest relics of the Catholic Church. Said to contain blood drops of Jesus Christ, collected in the Holy Grail from his wounds at the Cross. Stolen on June 2nd 2022 in France. AMEN! pic.twitter.com/YhgK8RaUaf— Arthur Brand (art detective) (@brand_arthur) July 12, 2022 Talið er að þjófurinn hafi verið læstur inni í skrúðhúsinu nóttina sem stuldurinn átti sér stað. Hann tók með sér kistilinn auk fjölda annarra muna. Skömmu síðar barst Brand tölvupóstur þar sem sendandinn sagði að gripirnir hefðu verið geymdir á heimili vinar þjófsins. Þegar vinurinn komst að því hvað um ræddi setti hann sig í samband við tölvupóstsendandann, sem setti sig svo aftur í samband við Brand. Brand stakk upp á því að viðkomandi skildi gripina eftir við útidyrnar hjá sér og hringdi bjöllunni. „Tveimur dögum seinna, um klukkan 22.30, var bjöllunni hringt. Ég leit út af svölunum og sá box í myrkrinu. Ég hljóp niður tröppurnar, hræddur um að einhver myndi taka boxið. Fyrir utan leit ég í kringum mig en það var enginn þarna,“ segir Brand um það hvernig kistlinum var skilað. Brand, sem er kaþólikki, sagðist hafa orðið fyrir trúarupplifun þegar hann opnaði kassann. Hann sagðist myndu afhenda lögreglu kistilinn og hún myndi koma honum aftur í réttar hendur. Þess má til gamans geta að á samfélagsmiðlum eru sumir á því að Brand hafi sjálfur staðið fyrir þjófnaðnum, til að auglýsa sjálfan sig. Frakkland Trúmál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Þjófnaðurinn átti sér stað í júní, aðeins tveimur vikum áður en árleg hátíð átti að fara fram en pílagrímar hafa í þúsund ár lagt leið sína til Fécamp til að tilbiðja hið meinta blóð Krists. „Í sjö til átta prósent tilvika er stolnum listmunum skilað og margir þeirra eru eyðilagðir. Í þessu tilviki held ég að þjófurinn hafi ekki haft hugmynd um hvað þetta var,“ segir Arthur Brand, sem ku vera þekktur fyrir leita uppi og endurheimta stolna dýrgripi. I recovered the legendary Blood of Jesus' of Fécamp ('Précieux Sang ), one of the oldest and holiest relics of the Catholic Church. Said to contain blood drops of Jesus Christ, collected in the Holy Grail from his wounds at the Cross. Stolen on June 2nd 2022 in France. AMEN! pic.twitter.com/YhgK8RaUaf— Arthur Brand (art detective) (@brand_arthur) July 12, 2022 Talið er að þjófurinn hafi verið læstur inni í skrúðhúsinu nóttina sem stuldurinn átti sér stað. Hann tók með sér kistilinn auk fjölda annarra muna. Skömmu síðar barst Brand tölvupóstur þar sem sendandinn sagði að gripirnir hefðu verið geymdir á heimili vinar þjófsins. Þegar vinurinn komst að því hvað um ræddi setti hann sig í samband við tölvupóstsendandann, sem setti sig svo aftur í samband við Brand. Brand stakk upp á því að viðkomandi skildi gripina eftir við útidyrnar hjá sér og hringdi bjöllunni. „Tveimur dögum seinna, um klukkan 22.30, var bjöllunni hringt. Ég leit út af svölunum og sá box í myrkrinu. Ég hljóp niður tröppurnar, hræddur um að einhver myndi taka boxið. Fyrir utan leit ég í kringum mig en það var enginn þarna,“ segir Brand um það hvernig kistlinum var skilað. Brand, sem er kaþólikki, sagðist hafa orðið fyrir trúarupplifun þegar hann opnaði kassann. Hann sagðist myndu afhenda lögreglu kistilinn og hún myndi koma honum aftur í réttar hendur. Þess má til gamans geta að á samfélagsmiðlum eru sumir á því að Brand hafi sjálfur staðið fyrir þjófnaðnum, til að auglýsa sjálfan sig.
Frakkland Trúmál Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira