Kraumandi fordómar gegn hinsegin fólki komnir upp á yfirborðið Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2022 13:58 Íris Ellenberger segir fordóma gegn hinsegin fólki sem áður kraumuðu undir niðri séu nú komna upp á yfirborðið. Bylgjan Íris Ellenberger, dósent í samfélagsgreinum við Háskóla Íslands, segir ákveðið bakslag hafa orðið í réttindum hinsegin fólks. Fjandsamleg orðræða gagnvart hinsegin fólki sé orðin opinberlega viðurkennd. Hún segir að við þurfum sífellt að vera á varðbergi og halda samtalinu virku. Undanfarið hafa borist fréttir af ofbeldi og fordómum gegn hinseginfólki, nú síðast fyrir helgi var gelt á tvo menn fyrir að vera samkynhneigðir. Af því tilefni kom Íris Ellenberger, sagnfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, í Bítið til að ræða um réttindi hinsegin fólks og það bakslag sem hefur orðið nýlega. Hún segir að réttindi og staða hinsegin fólks séu langt frá því að vera komin nægilega langt. Sú vitneskja hafi verið til innan hinsegin samfélagsins í langan tíma en nú væri ýmislegt að komast í fréttir og brjóta sér leið upp á yfirborðið. Kraumandi fordómar komi nú upp á yfirborðið Aðspurð hvaðan núverandi bakslag komi segir Íris að þetta séu tilfinningar og fordómar sem hafi verið kraumandi undir niðri en ekki fundið sér leið upp á yfirborðið. Á Íslandi og víða annars staðar sé hins vegar sveifla í gangi sem sé fjandsamleg minnihlutahópum og þeir eigi nú í vök að verjast. „Við sjáum þetta í Norður Ameríku og í Bretlandi þar sem er hatrömm anti-trans-sveifla þar sem trans fólk verður fyrir miklum fordómum,“ segir Íris Hún segir að við sjáum þetta líka Íslandi þar sem sé verið að tala fjandsamlega um trans fólk á Alþingi og það sé verið að skrifa transfóbískar greinar í fjölmiðlum. Ástæðan fyrir þessu telur Íris tengjast því að trans fólk sé orðið meira áberandi og það sé að hrista upp í hlutum sem fólk hélt að væru viðteknir og ógna valdastrúktúrnum. Ungt fólk endurspegli samfélag sitt Þá hefur Íris áhyggjur af því að fjandsamleg orðræða í garð hinsegin fólks sé orðin viðurkennd. Áður hafi slíkar skoðanir kraumað undir niðri en þá var ekki í boði að segja frá því upphátt. Núna þegar þingmenn séu farnir að viðhafa orðræðu sem er fjandsamleg og fjölmiðlar deila henni þá verði hún samþykkt í samfélaginu. Aðspurð hvar við séum að klikka þegar kemur að unga fólkinu segir Íris að unga fólkið endurspegli samfélagið sitt og núverandi bakslag sé vísbending um að hinsegin fólk standi halloka í samfélaginu almennt. Lengi vel hafi mantran um fordóma fólks verið að það hafi verið línuleg þróun til betri vegar. Rannsóknir sem hafi verið gerðar á þessu í bæði hérlendis og erlendis sýni fram á að það sé ekkert gefið að yngra fólk sé frjálslyndra en kynslóðirnar þar á undan. „Þetta er eitthvað sem gengur í bylgjum og eitthvað sem við þurfum að leggja rækt við. Þetta verður aldrei komið heldur er eitthvað sem við þurfum að vinna stanslaust. Aðspurð hvort þetta sé endilega það skref afturábak enis og margir telja segir Íris að þetta sé skref aftur á bak að því leyti að ýmsir fordómar séu orðnir viðteknari og breiðari farvegur kominn fyrir þá. Þetta sýni okkur að við þurfum að vera á varðbergi og að við þurfum að eiga þetta samtal sem við eigum núna, aftur og aftur og aftur. Hinsegin Tengdar fréttir Sigmundur grafi undan réttindabaráttu með slóttugum aðferðum Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ 4. júlí 2022 10:23 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Undanfarið hafa borist fréttir af ofbeldi og fordómum gegn hinseginfólki, nú síðast fyrir helgi var gelt á tvo menn fyrir að vera samkynhneigðir. Af því tilefni kom Íris Ellenberger, sagnfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, í Bítið til að ræða um réttindi hinsegin fólks og það bakslag sem hefur orðið nýlega. Hún segir að réttindi og staða hinsegin fólks séu langt frá því að vera komin nægilega langt. Sú vitneskja hafi verið til innan hinsegin samfélagsins í langan tíma en nú væri ýmislegt að komast í fréttir og brjóta sér leið upp á yfirborðið. Kraumandi fordómar komi nú upp á yfirborðið Aðspurð hvaðan núverandi bakslag komi segir Íris að þetta séu tilfinningar og fordómar sem hafi verið kraumandi undir niðri en ekki fundið sér leið upp á yfirborðið. Á Íslandi og víða annars staðar sé hins vegar sveifla í gangi sem sé fjandsamleg minnihlutahópum og þeir eigi nú í vök að verjast. „Við sjáum þetta í Norður Ameríku og í Bretlandi þar sem er hatrömm anti-trans-sveifla þar sem trans fólk verður fyrir miklum fordómum,“ segir Íris Hún segir að við sjáum þetta líka Íslandi þar sem sé verið að tala fjandsamlega um trans fólk á Alþingi og það sé verið að skrifa transfóbískar greinar í fjölmiðlum. Ástæðan fyrir þessu telur Íris tengjast því að trans fólk sé orðið meira áberandi og það sé að hrista upp í hlutum sem fólk hélt að væru viðteknir og ógna valdastrúktúrnum. Ungt fólk endurspegli samfélag sitt Þá hefur Íris áhyggjur af því að fjandsamleg orðræða í garð hinsegin fólks sé orðin viðurkennd. Áður hafi slíkar skoðanir kraumað undir niðri en þá var ekki í boði að segja frá því upphátt. Núna þegar þingmenn séu farnir að viðhafa orðræðu sem er fjandsamleg og fjölmiðlar deila henni þá verði hún samþykkt í samfélaginu. Aðspurð hvar við séum að klikka þegar kemur að unga fólkinu segir Íris að unga fólkið endurspegli samfélagið sitt og núverandi bakslag sé vísbending um að hinsegin fólk standi halloka í samfélaginu almennt. Lengi vel hafi mantran um fordóma fólks verið að það hafi verið línuleg þróun til betri vegar. Rannsóknir sem hafi verið gerðar á þessu í bæði hérlendis og erlendis sýni fram á að það sé ekkert gefið að yngra fólk sé frjálslyndra en kynslóðirnar þar á undan. „Þetta er eitthvað sem gengur í bylgjum og eitthvað sem við þurfum að leggja rækt við. Þetta verður aldrei komið heldur er eitthvað sem við þurfum að vinna stanslaust. Aðspurð hvort þetta sé endilega það skref afturábak enis og margir telja segir Íris að þetta sé skref aftur á bak að því leyti að ýmsir fordómar séu orðnir viðteknari og breiðari farvegur kominn fyrir þá. Þetta sýni okkur að við þurfum að vera á varðbergi og að við þurfum að eiga þetta samtal sem við eigum núna, aftur og aftur og aftur.
Hinsegin Tengdar fréttir Sigmundur grafi undan réttindabaráttu með slóttugum aðferðum Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ 4. júlí 2022 10:23 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Sigmundur grafi undan réttindabaráttu með slóttugum aðferðum Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“ 4. júlí 2022 10:23