Ferðamennirnir áfram færri en fyrir faraldur en virðast gera meira úr fríinu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. júlí 2022 20:42 Ferðamenn við Hallgrímskirkju. Vísir/Sigurjón Ferðamönnum hér á landi fjölgar áfram en nær þó ekki sama fjölda og árin fyrir faraldur. Sérfræðingur hjá Ferðamálastofu segir að horfa þurfi til þess að ferðavenjur hafi breyst. Kortavelta hafi til að mynda aldrei verið meiri og fólk dvelji lengur hér á landi. Brottförum erlendra farþega frá Íslandi hefur fjölgað hratt undanfarna mánuði eftir kórónuveirufaraldurinn en alls hafa tæplega 636 þúsund farþegar farið frá Keflavíkurflugvelli það sem af er ári. Það er meira en allt árið 2020, þegar tæplega 480 þúsund fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll, og nánast jafn mikið og allt árið 2021, þegar tæplega 690 þúsund fóru þar í gegn. „Við erum náttúrulega að bera þetta saman við afleit ár, sem sagt þessi Covid ár. Það sem er búið að gerast á síðustu mánuðum, við höfum verið að sjá stöðuga fjölgun erlendra farþega til landsins og ef við ætlum að bera þetta saman við einhver ár aftur í tímann, þá má segja að við séum svona á pari við 2016,“ segir Oddný Þóra Óladóttir, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu. Oddný Þóra Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu.Vísir/Sigurjón Brottfarir á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru þó færri en þær voru árið 2019, síðasta eðlilega árið fyrir faraldurinn. Í síðasta mánuði voru til að mynda ríflega 176 þúsund farþegar, samanborið við tæplega 195 þúsund í júnímánuði 2019. Nokkuð er því í að brottfarir nái sömu hæðum en engu að síður má gera ráð fyrir stóru sumri. „Ef við gerum ráð fyrir að við höldum bara sama dampi og hefur verið síðustu tvo mánuði, þá má ætla að það komi hér allt að eða yfir fjögur hundruð þúsund erlendir gestir næstu tvo mánuði og þá erum við að tala um að við séum kannski að ná svona 75 prósent af því sem best var árið 2018,“ segir Oddný. Gera meira úr ferðinni nú en áður Hún telur ólíklegt að brottfarir verði svipaðar og árið 2018, þegar yfir tvær milljónir erlendra gesta voru á landinu, og á frekar von á að tölurnar verði í kringum 1,5 milljónir til 1,8 milljónir fyrir allt árið 2022. Þó þurfi að líta til fleiri þátta en aðeins fjölda. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti í morgun yfirlit yfir kortaveltu erlendra ferðamanna en hún nam 28,3 milljörðum króna í júní og jókst um hátt í 49 prósent milli mánaða. Veltan hefur ekki mælst hærri í júnímánuði frá upphafi mælinga en áður mældist hún hæst árið 2018. Þannig hafa færri ferðamenn ekki komið að sök. „Ferðamenn eru að dvelja lengur eftir covid. Fólk er sem sagt að fara þessa einu ferð og það dvelur lengur, gerir vel við sig, eyðir meiru. Þetta er svona þróun sem við sjáum bara á alþjóðavísu,“ segir Oddný. „Ég held að menn séu orðnir svolítið meðvitaðri um að það þurfi, þá í tengslum við bara almenna þróun í heiminum, að draga úr ferðalögum og kannski leggja meiri áherslu á fólk fari kannski eina ferð og dvelji þá lengur, geri meira úr fríinu sínu, heldur en þessar endalausu hoppferðir milli landa,“ segir hún enn fremur. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bandaríkjamenn bera af í brottförum Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust. 11. júlí 2022 18:31 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Brottförum erlendra farþega frá Íslandi hefur fjölgað hratt undanfarna mánuði eftir kórónuveirufaraldurinn en alls hafa tæplega 636 þúsund farþegar farið frá Keflavíkurflugvelli það sem af er ári. Það er meira en allt árið 2020, þegar tæplega 480 þúsund fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll, og nánast jafn mikið og allt árið 2021, þegar tæplega 690 þúsund fóru þar í gegn. „Við erum náttúrulega að bera þetta saman við afleit ár, sem sagt þessi Covid ár. Það sem er búið að gerast á síðustu mánuðum, við höfum verið að sjá stöðuga fjölgun erlendra farþega til landsins og ef við ætlum að bera þetta saman við einhver ár aftur í tímann, þá má segja að við séum svona á pari við 2016,“ segir Oddný Þóra Óladóttir, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu. Oddný Þóra Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu.Vísir/Sigurjón Brottfarir á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru þó færri en þær voru árið 2019, síðasta eðlilega árið fyrir faraldurinn. Í síðasta mánuði voru til að mynda ríflega 176 þúsund farþegar, samanborið við tæplega 195 þúsund í júnímánuði 2019. Nokkuð er því í að brottfarir nái sömu hæðum en engu að síður má gera ráð fyrir stóru sumri. „Ef við gerum ráð fyrir að við höldum bara sama dampi og hefur verið síðustu tvo mánuði, þá má ætla að það komi hér allt að eða yfir fjögur hundruð þúsund erlendir gestir næstu tvo mánuði og þá erum við að tala um að við séum kannski að ná svona 75 prósent af því sem best var árið 2018,“ segir Oddný. Gera meira úr ferðinni nú en áður Hún telur ólíklegt að brottfarir verði svipaðar og árið 2018, þegar yfir tvær milljónir erlendra gesta voru á landinu, og á frekar von á að tölurnar verði í kringum 1,5 milljónir til 1,8 milljónir fyrir allt árið 2022. Þó þurfi að líta til fleiri þátta en aðeins fjölda. Rannsóknarsetur verslunarinnar birti í morgun yfirlit yfir kortaveltu erlendra ferðamanna en hún nam 28,3 milljörðum króna í júní og jókst um hátt í 49 prósent milli mánaða. Veltan hefur ekki mælst hærri í júnímánuði frá upphafi mælinga en áður mældist hún hæst árið 2018. Þannig hafa færri ferðamenn ekki komið að sök. „Ferðamenn eru að dvelja lengur eftir covid. Fólk er sem sagt að fara þessa einu ferð og það dvelur lengur, gerir vel við sig, eyðir meiru. Þetta er svona þróun sem við sjáum bara á alþjóðavísu,“ segir Oddný. „Ég held að menn séu orðnir svolítið meðvitaðri um að það þurfi, þá í tengslum við bara almenna þróun í heiminum, að draga úr ferðalögum og kannski leggja meiri áherslu á fólk fari kannski eina ferð og dvelji þá lengur, geri meira úr fríinu sínu, heldur en þessar endalausu hoppferðir milli landa,“ segir hún enn fremur.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bandaríkjamenn bera af í brottförum Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust. 11. júlí 2022 18:31 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Bandaríkjamenn bera af í brottförum Alls voru brottfarir erlendra farþega frá landinu í gegnum Keflavíkurflugvöll 176 þúsund talsins í júní. Aðeins fjórum sinnum hefur meiri fjöldi ferðamanna farið í gegnum flugvöllinn í júnímánuði síðan mælingar hófust. 11. júlí 2022 18:31