Svekkjandi að ná alla vega ekki að skora úr einu horni af tíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 17:30 Belgar bægja hættunni frá eftir horn íslenska liðsins en þarna má sjá báða miðverðina, þær Guðrúnu Arnardóttur og Glódísi Perlu Viggósdóttur. Vísir/Vilhelm Ólafur Pétursson er ekki bara markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta heldur hefur hann ábyrgðarmikið hlutverk þegar kemur að föstu leikatriðunum. Íslenska liðinu tókst ekki að skora úr föstu leikatriði í leiknum á móti Belgíu og ekki heldur í eina æfingarleiknum á móti Póllandi. Ólafur hitti fjölmiðlamenn fyrir æfingu liðsins og þar var gott tækifæri til að forvitnast aðeins betur um hans starf í liðinu. „Ég sé um markverðina og daginn fyrir leik fer ég alltaf yfir föst leikatriði í vörn og sókn. Hvernig þær stilla upp og hverjar eru þeirra hættulegustu leikmenn. Hverjar við þurfum að passa og hverjar þeirra veikleikar eru í hornum. Við förum yfir það á fundi og við þjálfarateymið ákveðum síðan hvernig við viljum hafa hornin og þá sérstaklega sóknarlega,“ sagði Ólafur. Þarf hann ekki að taka hornin betur fyrir á æfingunum fyrir Ítalíuleikinn? „Það var svekkjandi að ná alla vega ekki að skora úr einu horni. Við fáum tíu hornspyrnur. Þetta er bara jafn leikur og Belgarnir eru líka sterkir í föstum leikatriðum. Þetta var bara skák þar. Vonandi setjum við þá bara tvö á móti Ítölunum,“ sagði Ólafur. Það var enginn Belgi að fara að gleyma Dagnýju Brynjarsdóttur í hornum íslenska liðsins. „Ég geri ráð fyrir því að þeir undirbúi sig eins og við. Við vitum alltaf hverjar sterkustu leikmennirnir eru. Við fengum tvo, þrjú ágætis horn í gær sem hefðu með heppni getað farið inn. Það er stutt á milli í þessu,“ sagði Ólafur. Dagný Brynjarsdóttir gnæfir yfir aðra leikmenn í einu af hornunum tíu á móti Belgíu.Vísir/Vilhelm EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sjá meira
Íslenska liðinu tókst ekki að skora úr föstu leikatriði í leiknum á móti Belgíu og ekki heldur í eina æfingarleiknum á móti Póllandi. Ólafur hitti fjölmiðlamenn fyrir æfingu liðsins og þar var gott tækifæri til að forvitnast aðeins betur um hans starf í liðinu. „Ég sé um markverðina og daginn fyrir leik fer ég alltaf yfir föst leikatriði í vörn og sókn. Hvernig þær stilla upp og hverjar eru þeirra hættulegustu leikmenn. Hverjar við þurfum að passa og hverjar þeirra veikleikar eru í hornum. Við förum yfir það á fundi og við þjálfarateymið ákveðum síðan hvernig við viljum hafa hornin og þá sérstaklega sóknarlega,“ sagði Ólafur. Þarf hann ekki að taka hornin betur fyrir á æfingunum fyrir Ítalíuleikinn? „Það var svekkjandi að ná alla vega ekki að skora úr einu horni. Við fáum tíu hornspyrnur. Þetta er bara jafn leikur og Belgarnir eru líka sterkir í föstum leikatriðum. Þetta var bara skák þar. Vonandi setjum við þá bara tvö á móti Ítölunum,“ sagði Ólafur. Það var enginn Belgi að fara að gleyma Dagnýju Brynjarsdóttur í hornum íslenska liðsins. „Ég geri ráð fyrir því að þeir undirbúi sig eins og við. Við vitum alltaf hverjar sterkustu leikmennirnir eru. Við fengum tvo, þrjú ágætis horn í gær sem hefðu með heppni getað farið inn. Það er stutt á milli í þessu,“ sagði Ólafur. Dagný Brynjarsdóttir gnæfir yfir aðra leikmenn í einu af hornunum tíu á móti Belgíu.Vísir/Vilhelm
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sjá meira