„Hún er virkilega klár og hlý persóna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 14:00 Fólkið sem mættir á leiki Íslands á EM í Englandi með átján á búningunum sínum. Frá vinstri: Kári Jónsson, Jónas Jónmundsson, Dýrfinna Arnardóttir og Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Vísir/Vilhelm Foreldrar miðvarðarins Guðrúnar Arnardóttur eru mætt til Englands til að styðja við bakið á sinni konu eins og þau eru vörn að gera. Vísir hitti þau Jónas Jónmundsson og Ingibjörg María Guðmundsdóttir á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester. Þau voru í góðum gír með fleiri úr þeirra hópi og gleðin og spennan fyrir mótinu mikil og augljóst. „Ég er stjúppabbi og hún er mamma hennar,“ sagði Jónas Jónmundsson. „Það er æðislegt að vera komin hingað og þetta er alveg geggjað. Frábær stemmning,“ sagði Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Það koma aldrei annað til greina en að mæta á mótið. Treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel „Um leið og við vissum hvar þetta yrði haldið þá bókuðum við. Við bara treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir er búin að taka mörg stór skref á síðustu árum en núna spilar hún með sænsku meisturunum í Rosengård. „Já virkilega. Hún er búin að standa ótrúlega vel,“ sagði Jónas. „Ég hef ekkert auga fyrir fótbolta en ég vissi að hún myndi ná langt í því sem hún myndi ákveða sig alveg sama hvort það væri fótboltinn eða eitthvað annað. Ég var alveg viss um að hún myndi ná langt en það voru aðrar sem sögðu mér að hún væri góð í fótbolta,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir fyiri utan hótel íslenska landsliðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm Það fer ekkert fram hjá fjölmiðlamönnum sem ræða við Guðrúnu að þar fer klár kona og inn á vellinum er líka erfitt að finna skynsamari leikmann í íslenska liðinu. „Hún er virkilega klár og virkilega hlý persóna,“ sagði Ingibjörg. „Hún fer alla leið sem hún vill,“ skaut Jónas inn í. Hún er stabíl alveg í gegn Guðrún spilar í vörninni og varnarmennirnir fá ekki alltaf hrósið. „Nákvæmlega en þeir eru mikilvægir,“ sagði Jónas og þar þarf að halda haus. „Ég held að hún sé fín þar. Auðvitað er þetta alveg rétt staða fyrir hana út af því að hún er svo stabíl. Hún er stabíl alveg í gegn. Hún er spretthörð líka sem hún þarf að vera þar. Hún er líka köggull,“ sagði Ingibjörg. „Hún hefur farið hægt og rólega upp á við og er að ná toppnum,“ sagði Jónas. „Það lýsir henni líka því hún gefst ekkert upp og heldur alltaf sínu striki. Það sem er gaman hjá Guðrúnu er að hún leggur alltaf svo mikla áherslu að hafa gaman af lífinu líka ekki bara vera að hugsa um eitthvað í framtíðinni heldur að njóta dagsins í dag. Ég held að það komi henni langt ef eitthvað gengur ekki þá er hún í núinu,“ sagði Ingibjörg. Eru 27 eða 28 mætt á EM Hópurinn á bak við Guðrúnu á Evrópumótinu er ekki lítill. „Við vorum að telja það í gær og við erum 27 eða 28,“ sagði Jónas. „Þetta er mjög góður hópur,“ sagði Ingibjörg en setur þetta pressu á hana en lítur hún á þetta bara sem stuðning. „Stuðning klárlega. Við höfum alltaf talað um það að þetta er bara stuðningur. Við verðum þarna og hvetjum þig í stúkunni. Við veifum þér þegar leikurinn er búinn og hittum þig þegar við megum hitta þig. Það er engin pressa,“ sagði Ingibjörg. Hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni „Hún er líka orðin vön þessu því þetta er hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni,“ sagði Jónas. Með þeim var líka Dýrfinna Arnardóttir, systir Guðrúnar og kærasti hennar sem er Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta og nýkrýndur Íslandsmeistari með Valsmönnum. Dýrfinna var líka öflug körfuboltakona og spilaði með yngri landsliðinu. Hún varð hins vegar að hætta í körfunni vegna höfuðmeiðsla. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Vísir hitti þau Jónas Jónmundsson og Ingibjörg María Guðmundsdóttir á stuðningsmannasvæðinu í miðborg Manchester. Þau voru í góðum gír með fleiri úr þeirra hópi og gleðin og spennan fyrir mótinu mikil og augljóst. „Ég er stjúppabbi og hún er mamma hennar,“ sagði Jónas Jónmundsson. „Það er æðislegt að vera komin hingað og þetta er alveg geggjað. Frábær stemmning,“ sagði Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Það koma aldrei annað til greina en að mæta á mótið. Treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel „Um leið og við vissum hvar þetta yrði haldið þá bókuðum við. Við bara treystum á það að hún myndi halda áfram að standa sig vel,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir er búin að taka mörg stór skref á síðustu árum en núna spilar hún með sænsku meisturunum í Rosengård. „Já virkilega. Hún er búin að standa ótrúlega vel,“ sagði Jónas. „Ég hef ekkert auga fyrir fótbolta en ég vissi að hún myndi ná langt í því sem hún myndi ákveða sig alveg sama hvort það væri fótboltinn eða eitthvað annað. Ég var alveg viss um að hún myndi ná langt en það voru aðrar sem sögðu mér að hún væri góð í fótbolta,“ sagði Ingibjörg. Guðrún Arnardóttir fyiri utan hótel íslenska landsliðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm Það fer ekkert fram hjá fjölmiðlamönnum sem ræða við Guðrúnu að þar fer klár kona og inn á vellinum er líka erfitt að finna skynsamari leikmann í íslenska liðinu. „Hún er virkilega klár og virkilega hlý persóna,“ sagði Ingibjörg. „Hún fer alla leið sem hún vill,“ skaut Jónas inn í. Hún er stabíl alveg í gegn Guðrún spilar í vörninni og varnarmennirnir fá ekki alltaf hrósið. „Nákvæmlega en þeir eru mikilvægir,“ sagði Jónas og þar þarf að halda haus. „Ég held að hún sé fín þar. Auðvitað er þetta alveg rétt staða fyrir hana út af því að hún er svo stabíl. Hún er stabíl alveg í gegn. Hún er spretthörð líka sem hún þarf að vera þar. Hún er líka köggull,“ sagði Ingibjörg. „Hún hefur farið hægt og rólega upp á við og er að ná toppnum,“ sagði Jónas. „Það lýsir henni líka því hún gefst ekkert upp og heldur alltaf sínu striki. Það sem er gaman hjá Guðrúnu er að hún leggur alltaf svo mikla áherslu að hafa gaman af lífinu líka ekki bara vera að hugsa um eitthvað í framtíðinni heldur að njóta dagsins í dag. Ég held að það komi henni langt ef eitthvað gengur ekki þá er hún í núinu,“ sagði Ingibjörg. Eru 27 eða 28 mætt á EM Hópurinn á bak við Guðrúnu á Evrópumótinu er ekki lítill. „Við vorum að telja það í gær og við erum 27 eða 28,“ sagði Jónas. „Þetta er mjög góður hópur,“ sagði Ingibjörg en setur þetta pressu á hana en lítur hún á þetta bara sem stuðning. „Stuðning klárlega. Við höfum alltaf talað um það að þetta er bara stuðningur. Við verðum þarna og hvetjum þig í stúkunni. Við veifum þér þegar leikurinn er búinn og hittum þig þegar við megum hitta þig. Það er engin pressa,“ sagði Ingibjörg. Hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni „Hún er líka orðin vön þessu því þetta er hópurinn sem er alltaf í stúkunni hjá henni,“ sagði Jónas. Með þeim var líka Dýrfinna Arnardóttir, systir Guðrúnar og kærasti hennar sem er Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta og nýkrýndur Íslandsmeistari með Valsmönnum. Dýrfinna var líka öflug körfuboltakona og spilaði með yngri landsliðinu. Hún varð hins vegar að hætta í körfunni vegna höfuðmeiðsla.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira