Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Það er þakklætið sem gerir okkur hamingjusöm“ Elísabet Hanna skrifar 17. júlí 2022 20:01 Erla mælir með dagbókaskrifum. Aðsend Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. Í sumar deilir hún einföldum og skemmtilegum verkefnum með lesendum Vísis sem miða að því að auka vellíðan í sumarfríinu. Gefum henni orðið: Dagbókarskrif er verkfæri sem ég nota daglega og er partur af minni sjálfsrækt. Þau skrif sem hafa orðið að daglegri venju hjá mér eru þakklætisskrif. Þakklæti hefur verið töluvert rannsakað innan jákvæðrar sálfræði. Sú nálgun sálfræðinnar einblínir á þá þætti sem hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og hópa og hvað fær þá til að blómstra. Þakklætið gerir okkur hamingjusöm Þegar við lítum á lífið í heild sinni, bæði hæðir og lægðir, þá hvetur þakklætið okkur til að líta á það sem gengur vel í lífinu. Talað er um að því þakklátari sem við erum því meira höfum við til að vera þakklát fyrir. Í sálfræðirannsóknum hefur komið í ljós að þakklæti hefur mest áhrif á hamingju einstaklinga. „Það er ekki hamingjan sem gerir okkur þakklát, það er þakklætið sem gerir okkur hamingjusöm“(Robert Steindl Rast). Gott að gera sér góða stund á meðan farið er yfir allt það fallega í lífinu.Aðsend Lífið er nú þegar fullt af gjöfum Sá fræðimaður innan jákvæðrar sálfræði sem hefur rannsakað þakklæti hvað mest er Dr. Robert A. Emmons. Í einni rannsókn kom í ljós að skrif í þakklætisdagbók jók hamingju þátttakenda um 25% ásamt því að hafa fleiri góð áhrif í för með sér eins og betri svefn og minni streitu. Það er því til mikils að vinna og um að gera að taka fram dagbókina strax í dag og byrja að skrifa hvað þú getur þakkað fyrir í lífinu. Líf þitt er nú þegar fullt af gjöfum, þú þarft bara stundum aðstoð við það að koma auga á þær. View this post on Instagram A post shared by Erla Súsanna Þórisdóttir (@tofrakistan) Ráð í þakklætisskrifum Hér koma 10 ráð fyrir þakklætisskrifin: Taktu ákvörðun um að þú ætlir að skrifa í þakklætisbók nokkrum sinnum í viku. Ákveddu hvenær þú ætlar að skrifa. Best er að skrifa alltaf á sama tíma t.d. á kvöldin fyrir svefninn eða á morgnanna þegar þú færð þér fyrsta kaffibollann. Búðu þér til notalegan griðarstað fyrir skrifin t.d. í einu horni heimilisins eða við hlið rúmsins. Notaðu þakklætiskveikjur t.d. tónlist, ilmkjarnaolíur eða kertaljós en það getur ýtt undir skrifin. Þú getur líka sett áminningu í símann þinn eða skreytt heimilið með fallegri þakklætistilvitnun og haft á fjölförnum stað til að minna þig á. Skrifaðu um allar blessanir þínar, stórar sem smáar. Ef þig skortir hugmyndir þá getur verið nóg að líta í kringum þig og þakka fyrir allt sem augað fangar. Reyndu að auka fjölbreytnina dag frá degi og skrifaðu eitthvað nýtt í hvert skipti. Gott getur verið að líta yfir farinn veg og skoða það sem þú hefur skrifað til að minna þig á allt það góða sem er í lífi þínu. Deildu þakklætinu með öðrum og notaðu hvert tækifæri til að sýna þakklæti í orði og verki. Þú finnur fróðleik, innblástur og fleira skemmtilegt inn á miðlinum Töfrakistan á Instagram. Farðu vel með þig og hlúðu að þér í sumarfríinu. Geðheilbrigði Heilsa Jóga Tengdar fréttir Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Fólk er mjög gjarnt á að forgangsraða ekki sjálfsumhyggju“ Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. 6. júlí 2022 15:31 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Í sumar deilir hún einföldum og skemmtilegum verkefnum með lesendum Vísis sem miða að því að auka vellíðan í sumarfríinu. Gefum henni orðið: Dagbókarskrif er verkfæri sem ég nota daglega og er partur af minni sjálfsrækt. Þau skrif sem hafa orðið að daglegri venju hjá mér eru þakklætisskrif. Þakklæti hefur verið töluvert rannsakað innan jákvæðrar sálfræði. Sú nálgun sálfræðinnar einblínir á þá þætti sem hafa jákvæð áhrif á einstaklinga og hópa og hvað fær þá til að blómstra. Þakklætið gerir okkur hamingjusöm Þegar við lítum á lífið í heild sinni, bæði hæðir og lægðir, þá hvetur þakklætið okkur til að líta á það sem gengur vel í lífinu. Talað er um að því þakklátari sem við erum því meira höfum við til að vera þakklát fyrir. Í sálfræðirannsóknum hefur komið í ljós að þakklæti hefur mest áhrif á hamingju einstaklinga. „Það er ekki hamingjan sem gerir okkur þakklát, það er þakklætið sem gerir okkur hamingjusöm“(Robert Steindl Rast). Gott að gera sér góða stund á meðan farið er yfir allt það fallega í lífinu.Aðsend Lífið er nú þegar fullt af gjöfum Sá fræðimaður innan jákvæðrar sálfræði sem hefur rannsakað þakklæti hvað mest er Dr. Robert A. Emmons. Í einni rannsókn kom í ljós að skrif í þakklætisdagbók jók hamingju þátttakenda um 25% ásamt því að hafa fleiri góð áhrif í för með sér eins og betri svefn og minni streitu. Það er því til mikils að vinna og um að gera að taka fram dagbókina strax í dag og byrja að skrifa hvað þú getur þakkað fyrir í lífinu. Líf þitt er nú þegar fullt af gjöfum, þú þarft bara stundum aðstoð við það að koma auga á þær. View this post on Instagram A post shared by Erla Súsanna Þórisdóttir (@tofrakistan) Ráð í þakklætisskrifum Hér koma 10 ráð fyrir þakklætisskrifin: Taktu ákvörðun um að þú ætlir að skrifa í þakklætisbók nokkrum sinnum í viku. Ákveddu hvenær þú ætlar að skrifa. Best er að skrifa alltaf á sama tíma t.d. á kvöldin fyrir svefninn eða á morgnanna þegar þú færð þér fyrsta kaffibollann. Búðu þér til notalegan griðarstað fyrir skrifin t.d. í einu horni heimilisins eða við hlið rúmsins. Notaðu þakklætiskveikjur t.d. tónlist, ilmkjarnaolíur eða kertaljós en það getur ýtt undir skrifin. Þú getur líka sett áminningu í símann þinn eða skreytt heimilið með fallegri þakklætistilvitnun og haft á fjölförnum stað til að minna þig á. Skrifaðu um allar blessanir þínar, stórar sem smáar. Ef þig skortir hugmyndir þá getur verið nóg að líta í kringum þig og þakka fyrir allt sem augað fangar. Reyndu að auka fjölbreytnina dag frá degi og skrifaðu eitthvað nýtt í hvert skipti. Gott getur verið að líta yfir farinn veg og skoða það sem þú hefur skrifað til að minna þig á allt það góða sem er í lífi þínu. Deildu þakklætinu með öðrum og notaðu hvert tækifæri til að sýna þakklæti í orði og verki. Þú finnur fróðleik, innblástur og fleira skemmtilegt inn á miðlinum Töfrakistan á Instagram. Farðu vel með þig og hlúðu að þér í sumarfríinu.
Geðheilbrigði Heilsa Jóga Tengdar fréttir Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Fólk er mjög gjarnt á að forgangsraða ekki sjálfsumhyggju“ Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. 6. júlí 2022 15:31 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Sjálfsrækt í sumarfríinu: „Fólk er mjög gjarnt á að forgangsraða ekki sjálfsumhyggju“ Jóga- og hugleiðslukennarinn Erla Súsanna Þórisdóttir nýtur þess að iðka sjálfsumhyggju á hverjum degi. Það gerir hún meðal annars með hugleiðslu, öndun, jóga, dagbókarskrifum, skógarböðum og dansi. Hún heldur úti miðlinum Töfrakistan þar sem hún gefur innsýn í lífið sitt og deilir góðum ráðum. 6. júlí 2022 15:31