Mamma Gunnhildar Yrsu hrædd um að brenna á skallanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 11:30 Gunnhildur Yrsa Jónsdótir á sitt fólk í stúkunni. Hér eru frá vinstri: Jón Sæmundsson, Elfur Fríða Jónsdóttir, Ýr Sigurðardóttir og Ilmur Jónsdóttir þegar þau hittu ljósmyndara á stuðningsmannasvæðinu í Manchester. Vísir/Vilhelm Það fer ekki fram hjá neinum þegar Ýr Sigurðardóttir læknir, móðir landsliðskonunnar Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, mætir á svæðið á þessu Evrópumóti. Ýr er með mjög sérstaka og áberandi klippingu og klippingu sem var sérvalin í tilefni af Evrópumótinu í Englandi. Ýr segist ekki fá mikinn frítíma, enda í mjög krefjandi starfi og hún er því mætt til Englands til að njóta frísins og sjá dóttur sína hjálpa íslenska landsliðinu á ná sem lengst á mótinu. Já ég vek aðeins athygli „Já ég vek aðeins athygli enda er þetta til þess gert,“ sagði Ýr Sigurðardóttir létt. „Við komum reyndar bara frá Íslandi og vorum bara í Manchester vélinni. Þetta er bara frábært,“ sagði Ýr en hún vinnur líka mikið í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm „Ég er svona fram og til baka. Ég er talsvert á Íslandi og er líka á barnaspítalanum,“ sagði Ýr. Stemmningin í Englandi hefur verið frábær. „Mér finnst hún alveg ótrúlega flott og það er gaman að fylgjast með liðinu og unga fólkinu. Þetta er bara æðislegt,“ sagði Ýr. Það kom fljótt í ljós að hún var búin að eignast fótboltastelpu. „Við fluttum til Ameríku og hún byrjaði í boltanum. Það var mjög fljótlega farið að velja hana í úrvalslið í barnaboltanum í Ameríku. Maður vissi að hún væri mjög efnileg,“ sagði Ýr um dóttur sína Gunnhildi. Gunnhildur Yrsa var fyrirliði liðsins í forföllum Söru Bjarka Gunnarsdóttur. „Einhver var að taka við,“ sagði Ýr en rétt fyrir EM sneri Sara Björk til baka og Gunnhildur horfði eftir fyrirliðabandinu til hennar. „Ég held að það hafi í rauninni ekki verið tekið af henni. Ég held að þetta hafi bara verið eðlilegt. Sara þurfti bara að bregða sér frá í annað,“ sagði Ýr brosandi. Leiðtogi alveg sama hvar hún er „Hún er öllu vön og ég held að hún sé leiðtogi alveg sama hvar hún er. Hún er líka leiðtogi fyrir systkinin sín og á hún nú nokkuð mörg. Ég held að þetta hafi ekki skipt hana nokkru máli,“ sagði Ýr. Gunnhildur spilar í bandarísku deildinni með Orlando Pride og það kann mamma hennar vel að meta. „Hún er í Orlando og við erum þar líka. Ég sagði það við hana þegar hún fór til Utah að hún ætti að vera í Orlando frekar. Ég var mjög glöð þegar hún flutti sig um set,“ sagði Ýr. Hún hefur áður verið á Evrópumóti kvenna. „Við fórum á EM síðast. Ég fór ekki á HM en var í Ameríku og gerði hárið á mér fyrir HM þegar karlalið Íslands fór á HM. Þá var ég í Ameríku með hárið svona,“ sagði Ýr. Meira mál að fá svona klippingu á Íslandi „Það var ekkert mál að láta klippa mig svona í Bandaríkjunum en ekki heima á Íslandi þegar ég bað einhvern um að gera þetta eins. Þá þurfti ég að finna Ómar hárgreiðslunema á Greiðunni. Hann loksins sagði: Ég gerði það. Hann gerði þetta fríhendis,“ sagði Ýr. Það er smá áhætta tekin með slíkri klippingu á sólríkum dögum eins og hafa verið hér í Englandi. „Ég er ansi hrædd um að brenna á skallanum en það eru margir búnir að taka mynd,“ sagði Ýr. „Ég var reyndar búin að safna hári í fjögur ár en það ferlega eitthvað lufsulegt þannig að það var gott að það fór,“ sagði Ýr og hún hefur trú á íslenska liðinu á mótinu. „Þetta er æðislegt og ég er loksins komin í frí. Ég vinn mjög mikið og ætla svo að njóta tímans hér,“ sagði Ýr að lokum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Ýr er með mjög sérstaka og áberandi klippingu og klippingu sem var sérvalin í tilefni af Evrópumótinu í Englandi. Ýr segist ekki fá mikinn frítíma, enda í mjög krefjandi starfi og hún er því mætt til Englands til að njóta frísins og sjá dóttur sína hjálpa íslenska landsliðinu á ná sem lengst á mótinu. Já ég vek aðeins athygli „Já ég vek aðeins athygli enda er þetta til þess gert,“ sagði Ýr Sigurðardóttir létt. „Við komum reyndar bara frá Íslandi og vorum bara í Manchester vélinni. Þetta er bara frábært,“ sagði Ýr en hún vinnur líka mikið í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm „Ég er svona fram og til baka. Ég er talsvert á Íslandi og er líka á barnaspítalanum,“ sagði Ýr. Stemmningin í Englandi hefur verið frábær. „Mér finnst hún alveg ótrúlega flott og það er gaman að fylgjast með liðinu og unga fólkinu. Þetta er bara æðislegt,“ sagði Ýr. Það kom fljótt í ljós að hún var búin að eignast fótboltastelpu. „Við fluttum til Ameríku og hún byrjaði í boltanum. Það var mjög fljótlega farið að velja hana í úrvalslið í barnaboltanum í Ameríku. Maður vissi að hún væri mjög efnileg,“ sagði Ýr um dóttur sína Gunnhildi. Gunnhildur Yrsa var fyrirliði liðsins í forföllum Söru Bjarka Gunnarsdóttur. „Einhver var að taka við,“ sagði Ýr en rétt fyrir EM sneri Sara Björk til baka og Gunnhildur horfði eftir fyrirliðabandinu til hennar. „Ég held að það hafi í rauninni ekki verið tekið af henni. Ég held að þetta hafi bara verið eðlilegt. Sara þurfti bara að bregða sér frá í annað,“ sagði Ýr brosandi. Leiðtogi alveg sama hvar hún er „Hún er öllu vön og ég held að hún sé leiðtogi alveg sama hvar hún er. Hún er líka leiðtogi fyrir systkinin sín og á hún nú nokkuð mörg. Ég held að þetta hafi ekki skipt hana nokkru máli,“ sagði Ýr. Gunnhildur spilar í bandarísku deildinni með Orlando Pride og það kann mamma hennar vel að meta. „Hún er í Orlando og við erum þar líka. Ég sagði það við hana þegar hún fór til Utah að hún ætti að vera í Orlando frekar. Ég var mjög glöð þegar hún flutti sig um set,“ sagði Ýr. Hún hefur áður verið á Evrópumóti kvenna. „Við fórum á EM síðast. Ég fór ekki á HM en var í Ameríku og gerði hárið á mér fyrir HM þegar karlalið Íslands fór á HM. Þá var ég í Ameríku með hárið svona,“ sagði Ýr. Meira mál að fá svona klippingu á Íslandi „Það var ekkert mál að láta klippa mig svona í Bandaríkjunum en ekki heima á Íslandi þegar ég bað einhvern um að gera þetta eins. Þá þurfti ég að finna Ómar hárgreiðslunema á Greiðunni. Hann loksins sagði: Ég gerði það. Hann gerði þetta fríhendis,“ sagði Ýr. Það er smá áhætta tekin með slíkri klippingu á sólríkum dögum eins og hafa verið hér í Englandi. „Ég er ansi hrædd um að brenna á skallanum en það eru margir búnir að taka mynd,“ sagði Ýr. „Ég var reyndar búin að safna hári í fjögur ár en það ferlega eitthvað lufsulegt þannig að það var gott að það fór,“ sagði Ýr og hún hefur trú á íslenska liðinu á mótinu. „Þetta er æðislegt og ég er loksins komin í frí. Ég vinn mjög mikið og ætla svo að njóta tímans hér,“ sagði Ýr að lokum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira