Vill Landspítalann af fjárlögum og fá greitt fyrir veitta þjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2022 06:39 Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Karolinska Það þarf að einfalda stjórnskipulag Landspítalans og breyta því hvernig hann er fjármagnaður, segir Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans og forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð. Í viðtali við Morgunblaðið segir Björn meðal annars að á Landspítalanum starfi nú of margt fólk sem sé ekki að vinna við það að þjónusta sjúklinga. Fækka þurfi stjórnlögum og einfalda hlutina. „Á ákveðnu árabili voru ráðnir fimm starfsmenn á skrifstofu eða í stjórnendastörf hjá Landspítalanum fyrir hvern einn klínískan starfsmann. Það gengur ekki til lengri tíma og reynir verulega á þolrif þess fjármagns sem sjúkrahúsið hefur.“ Björn segir umræðuna um það hvort spítalinn sé nógu vel fjármagnaður hafa staðið yfir lengi en sama umræða eigi sér stað erlendis. Í grunninn snúist málið um það hvort sjúkrahús fái greitt fyrir þá þjónustu sem þau veita. „Ég hef talað fyrir þessu áður. Það er búið að taka allt of langan tíma að koma á slíku skipulagi hér á landi og við verðum líklega með síðustu þjóðum í hinum vestræna heimi sem taka upp það fyrirkomulag í stað þess að hafa sjúkrahúsið á föstum fjárlögum,“ segir Björn. Björn segist ósammála því að það sé ómögulegt að koma Landspítalanum á réttan kjöl fjárhagslega en mesta áskorunin sé að viðhalda stöðugleika. Hvað varðar mögulegar uppsagnir segir hann óhjákvæmilegt að spyrja að því hvort millistjórnendur séu of margir en eins megi skoða hvernig verkaskiptingu sé háttað. Þar horfir hann meðal annars til Finnlands. „Þeirra þekktasta dæmi er að þegar hjúkrunarfræðingur er ráðinn þá er hann ráðinn á spítalann, ekki bara ákveðna deild. Við þurfum að hafa sveigjanleika þannig að hjúkrunarfræðingur hafi þekkingu til að sinna störfum á einstaka deildum en geti líka unnið á milli deilda. Mér sýnist að við getum lært mikið af Finnum hvað þetta varðar. Þeir hafa lengi haft minna fjármagn á milli handanna og hafa því þurft að skoða þessi mál.“ Björn segir einnig að endurskoða þurfi hvernig staðið er að menntun heilbrigðisstarfsmanna en það skjóti skökku við að vera með kvóta á fjölda nemenda í greinum þar sem þörf er á vinnuafli. „Sumir segja að spítalinn geti ekki menntað fleiri en ég er ekki sammála því. Við þurfum að hugsa út fyrir boxið til að leysa þessi mál, það er hægt að mennta fólk á öllum tíma sólarhringsins en ekki bara á skrifstofutíma yfir veturinn. Þá má líka velta upp þáttum eins og því að við þurfum ekki að sérhæfa okkur í öllu. Við eigum að geta sent sjúklinga út í flóknari aðgerðir eða flutt sérfræðinga til landsins hlut úr ári til að gera þær aðgerðir.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Í viðtali við Morgunblaðið segir Björn meðal annars að á Landspítalanum starfi nú of margt fólk sem sé ekki að vinna við það að þjónusta sjúklinga. Fækka þurfi stjórnlögum og einfalda hlutina. „Á ákveðnu árabili voru ráðnir fimm starfsmenn á skrifstofu eða í stjórnendastörf hjá Landspítalanum fyrir hvern einn klínískan starfsmann. Það gengur ekki til lengri tíma og reynir verulega á þolrif þess fjármagns sem sjúkrahúsið hefur.“ Björn segir umræðuna um það hvort spítalinn sé nógu vel fjármagnaður hafa staðið yfir lengi en sama umræða eigi sér stað erlendis. Í grunninn snúist málið um það hvort sjúkrahús fái greitt fyrir þá þjónustu sem þau veita. „Ég hef talað fyrir þessu áður. Það er búið að taka allt of langan tíma að koma á slíku skipulagi hér á landi og við verðum líklega með síðustu þjóðum í hinum vestræna heimi sem taka upp það fyrirkomulag í stað þess að hafa sjúkrahúsið á föstum fjárlögum,“ segir Björn. Björn segist ósammála því að það sé ómögulegt að koma Landspítalanum á réttan kjöl fjárhagslega en mesta áskorunin sé að viðhalda stöðugleika. Hvað varðar mögulegar uppsagnir segir hann óhjákvæmilegt að spyrja að því hvort millistjórnendur séu of margir en eins megi skoða hvernig verkaskiptingu sé háttað. Þar horfir hann meðal annars til Finnlands. „Þeirra þekktasta dæmi er að þegar hjúkrunarfræðingur er ráðinn þá er hann ráðinn á spítalann, ekki bara ákveðna deild. Við þurfum að hafa sveigjanleika þannig að hjúkrunarfræðingur hafi þekkingu til að sinna störfum á einstaka deildum en geti líka unnið á milli deilda. Mér sýnist að við getum lært mikið af Finnum hvað þetta varðar. Þeir hafa lengi haft minna fjármagn á milli handanna og hafa því þurft að skoða þessi mál.“ Björn segir einnig að endurskoða þurfi hvernig staðið er að menntun heilbrigðisstarfsmanna en það skjóti skökku við að vera með kvóta á fjölda nemenda í greinum þar sem þörf er á vinnuafli. „Sumir segja að spítalinn geti ekki menntað fleiri en ég er ekki sammála því. Við þurfum að hugsa út fyrir boxið til að leysa þessi mál, það er hægt að mennta fólk á öllum tíma sólarhringsins en ekki bara á skrifstofutíma yfir veturinn. Þá má líka velta upp þáttum eins og því að við þurfum ekki að sérhæfa okkur í öllu. Við eigum að geta sent sjúklinga út í flóknari aðgerðir eða flutt sérfræðinga til landsins hlut úr ári til að gera þær aðgerðir.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira