Er undanþegin fjölda laga bæði sem drottning og sem Elísabet Windsor Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2022 12:49 Samkvæmt umdeildum lögum má drottningin, eða fulltrúar hennar, krefjast þess að fá afrit af frumvörpum áður en þau eru lögð fyrir þingið. Þetta hefur margoft verið nýtt. Getty/Jane Barlow Persónulegar undanþágur fyrir Elísabetu Bretadrottingu hafa verið ritaðar í meira en 160 lög frá 1967 en lögin varða allt milli himins og jarðar, meðal annars dýravelferð og réttindi starfsmanna. Drottningin nýtur ákveðinnar friðhelgi sem slík en samkvæmt umfjöllun Guardian er hinn almenni borgari Elísabet Windsor einnig undanþegin fjölda laga. Undanþágurnar ná bæði til hennar sem persónu og einnig félaga og eigna sem hún á. Samkvæmt lögum á Bretlandseyjum er Elísabet bæði opinber og prívat persóna, það er að segja; sem Elísabet II Bretadrottning er hún þjóðhöfðingi og á sögulegar eignir á borð við Buckinghamhöll og listasafn konungríkisins, sem ekki er hægt að selja. Hún getur hins vegar sem Elísabet Windsor keypt og selt eignir og fjárfest, líkt og aðrir almennir borgarar. Þá á hún, eða fjölskylda hennar, í raun eignir sem eru oft tengdar við konungsríkið, til að mynda jarðirnar Balmoral og Sandringham. Guardian segir fulltrúa stjórnvalda og Buckinghamhallar hafa neitað að svara spurningum um það hvers vegna og hvernig Elísabet varð undanþegin jafn mörgum lögum og raun ber vitni. Þessar undanþágur munu í flestum tilvikum erfast til sonar hennar Karls, þegar hann tekur við krúnunni. Umdeildustu undaþágurnar sem drottningin nýtur varða lög sem eiga að tryggja réttindi starfsmanna en starfsmenn drottningarinnar geta til að mynda ekki, lögum samkvæmt, sótt mál vegna kynferðisbrota eða mismununar. Þá er drottningin einnig undanþegin lögum um vinnuöryggi. Elísabet er sömuleiðis undanþegin lögum um náttúruvernd og velferð dýra, sem þykir skjóta skökku við þar sem konungsfjölskyldan hefur verið ötull talsmaður umhverfisverndar. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist sem undanþágunum hafi víða verið laumað inn en á furðulegustu stöðum; drottningin er til að mynda undaþegin banni gegn notkun kjarnorkuvopna. Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Drottningin nýtur ákveðinnar friðhelgi sem slík en samkvæmt umfjöllun Guardian er hinn almenni borgari Elísabet Windsor einnig undanþegin fjölda laga. Undanþágurnar ná bæði til hennar sem persónu og einnig félaga og eigna sem hún á. Samkvæmt lögum á Bretlandseyjum er Elísabet bæði opinber og prívat persóna, það er að segja; sem Elísabet II Bretadrottning er hún þjóðhöfðingi og á sögulegar eignir á borð við Buckinghamhöll og listasafn konungríkisins, sem ekki er hægt að selja. Hún getur hins vegar sem Elísabet Windsor keypt og selt eignir og fjárfest, líkt og aðrir almennir borgarar. Þá á hún, eða fjölskylda hennar, í raun eignir sem eru oft tengdar við konungsríkið, til að mynda jarðirnar Balmoral og Sandringham. Guardian segir fulltrúa stjórnvalda og Buckinghamhallar hafa neitað að svara spurningum um það hvers vegna og hvernig Elísabet varð undanþegin jafn mörgum lögum og raun ber vitni. Þessar undanþágur munu í flestum tilvikum erfast til sonar hennar Karls, þegar hann tekur við krúnunni. Umdeildustu undaþágurnar sem drottningin nýtur varða lög sem eiga að tryggja réttindi starfsmanna en starfsmenn drottningarinnar geta til að mynda ekki, lögum samkvæmt, sótt mál vegna kynferðisbrota eða mismununar. Þá er drottningin einnig undanþegin lögum um vinnuöryggi. Elísabet er sömuleiðis undanþegin lögum um náttúruvernd og velferð dýra, sem þykir skjóta skökku við þar sem konungsfjölskyldan hefur verið ötull talsmaður umhverfisverndar. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðist sem undanþágunum hafi víða verið laumað inn en á furðulegustu stöðum; drottningin er til að mynda undaþegin banni gegn notkun kjarnorkuvopna.
Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila