Vonast til að auglýsa stöðu forstjóra Festar innan nokkurra vikna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júlí 2022 19:25 Sigurlína og Guðjón, nýr varaformaður og formaður stjórnar Festar. Vísir/Bjarni Nýkjörin stjórn Festar ráðgerir að auglýsa stöðu forstjóra félagsins á næstu vikum. Mikil ólga hefur verið innan félagsins eftir að eftir að Eggerti Þór Kristóferssyni forstjóra var sagt upp störfum í júní. Kjör í stjórn Festar fór fram í dag eftir að hluthafar kölluðu eftir hluthafafundi vegna mikillar óánægju með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra félagsins. Fundurinn var vel sóttur en um 92 prósent hluthafa voru viðstaddir í höfuðstöðvum Festar í morgun. Festi tilkynti það í júní að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu en síðar var greint frá þvi að stjórnin hafi haft frumkvæði að starfslokum Eggerts. Mikil óánægja hefur ríkt um starfslok hans meðal hluthafa, sem komu saman á fundi í dag til að velja í nýja stjórn. Tveir af fimm sitjandi stjórnarmönnum hlutu endurkjör, þau Guðjón Reynisson stjórnarformaður og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þannig misstu Ástvaldur Jóhannsson viðskiptaþróunarstjóri hjá Controlant hf., Sigrún Hjartardóttir forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Icelandair Group og Þórey G. Guðmundsdóttir stjórnarmaður sæti sitt í stjórn. Magnús Júlíusson aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, Sigurlína Ingvarsdóttir fjárfestir og Hjörleifur Pálsson stjórnarformaður Sýnar voru kjörin ný inn í stjórn í dag. Guðjón hlaut endurkjör sem stjórnarformaður en Sigurlína var kjörin varaformaður í stjórn. Eggert Þór lætur af störfum um næstu mánaðamót og vonast ný stjórn til að geta auglýst starf forstjóra innan nokkurra vikna. „Við erum í ferli að ráða nýjan forstjóra og það verður eitt af fyrstu verkefnum nýrrar stjórnar að gera það á sem faglegastan og bestan hátt. Nú erum við bara að stilla saman strengi og vonumst til að geta hafið það ferli sem allra fyrst. Vonandi bara innan nokkurra vikna,“ segir Sigurlína. „Hann fór bara mjög vel. Það er komin saman ný stjórn og okkur líst afar vel á samsetningu hennar og hlökkum til að vinna saman,“ segir Guðjón. Hann segist ekki halda að órói undanfarinna mánuða muni hafa áhrif á félagið til frambúðar. „Nei, ég held ekki. Ég hlakka bara til að geta farið núna að vinna aftur af fullum krafti að framgangi félagsins og veita okkar viðskiptavinum góða þjónustu.“ Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Guðjón heldur formannsstólnum og Sigurlína er varaformaður Guðjón Karl Reynisson hélt sæti sínu sem stjórnarformaður Festi og Sigurlína Ingvarsdóttir var kosin varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar félagsins. Sigurlína kom ný inn í stjórnina að lokinni kosningu á hluthafafundi í morgun. 14. júlí 2022 15:32 Óeining meðal stærstu hluthafa litar stjórnarkjör hjá smásölurisanum Festi Fjórtán manns sækjast eftir því að komast í stjórn Festi, eins stærsta smásölufyrirtækis landsins, á sérstökum hluthafafundi sem hefur verið boðað til næstkomandi fimmtudag. Slíkur fjöldi framboða til stjórnar fyrirtækis í Kauphöllinni er fáheyrður. 12. júlí 2022 13:46 Boðar til hlutahafafundar til að kjósa nýja stjórn Festar Stjórn Festar hefur boðað til hluthafafundar þann 23. júlí næstkomandi. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins; stjórnarkjör. 17. júní 2022 09:39 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Kjör í stjórn Festar fór fram í dag eftir að hluthafar kölluðu eftir hluthafafundi vegna mikillar óánægju með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra félagsins. Fundurinn var vel sóttur en um 92 prósent hluthafa voru viðstaddir í höfuðstöðvum Festar í morgun. Festi tilkynti það í júní að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu en síðar var greint frá þvi að stjórnin hafi haft frumkvæði að starfslokum Eggerts. Mikil óánægja hefur ríkt um starfslok hans meðal hluthafa, sem komu saman á fundi í dag til að velja í nýja stjórn. Tveir af fimm sitjandi stjórnarmönnum hlutu endurkjör, þau Guðjón Reynisson stjórnarformaður og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þannig misstu Ástvaldur Jóhannsson viðskiptaþróunarstjóri hjá Controlant hf., Sigrún Hjartardóttir forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Icelandair Group og Þórey G. Guðmundsdóttir stjórnarmaður sæti sitt í stjórn. Magnús Júlíusson aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, Sigurlína Ingvarsdóttir fjárfestir og Hjörleifur Pálsson stjórnarformaður Sýnar voru kjörin ný inn í stjórn í dag. Guðjón hlaut endurkjör sem stjórnarformaður en Sigurlína var kjörin varaformaður í stjórn. Eggert Þór lætur af störfum um næstu mánaðamót og vonast ný stjórn til að geta auglýst starf forstjóra innan nokkurra vikna. „Við erum í ferli að ráða nýjan forstjóra og það verður eitt af fyrstu verkefnum nýrrar stjórnar að gera það á sem faglegastan og bestan hátt. Nú erum við bara að stilla saman strengi og vonumst til að geta hafið það ferli sem allra fyrst. Vonandi bara innan nokkurra vikna,“ segir Sigurlína. „Hann fór bara mjög vel. Það er komin saman ný stjórn og okkur líst afar vel á samsetningu hennar og hlökkum til að vinna saman,“ segir Guðjón. Hann segist ekki halda að órói undanfarinna mánuða muni hafa áhrif á félagið til frambúðar. „Nei, ég held ekki. Ég hlakka bara til að geta farið núna að vinna aftur af fullum krafti að framgangi félagsins og veita okkar viðskiptavinum góða þjónustu.“
Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Guðjón heldur formannsstólnum og Sigurlína er varaformaður Guðjón Karl Reynisson hélt sæti sínu sem stjórnarformaður Festi og Sigurlína Ingvarsdóttir var kosin varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar félagsins. Sigurlína kom ný inn í stjórnina að lokinni kosningu á hluthafafundi í morgun. 14. júlí 2022 15:32 Óeining meðal stærstu hluthafa litar stjórnarkjör hjá smásölurisanum Festi Fjórtán manns sækjast eftir því að komast í stjórn Festi, eins stærsta smásölufyrirtækis landsins, á sérstökum hluthafafundi sem hefur verið boðað til næstkomandi fimmtudag. Slíkur fjöldi framboða til stjórnar fyrirtækis í Kauphöllinni er fáheyrður. 12. júlí 2022 13:46 Boðar til hlutahafafundar til að kjósa nýja stjórn Festar Stjórn Festar hefur boðað til hluthafafundar þann 23. júlí næstkomandi. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins; stjórnarkjör. 17. júní 2022 09:39 Mest lesið Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Af og frá að slakað sé á aðhaldi Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Sjá meira
Guðjón heldur formannsstólnum og Sigurlína er varaformaður Guðjón Karl Reynisson hélt sæti sínu sem stjórnarformaður Festi og Sigurlína Ingvarsdóttir var kosin varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar félagsins. Sigurlína kom ný inn í stjórnina að lokinni kosningu á hluthafafundi í morgun. 14. júlí 2022 15:32
Óeining meðal stærstu hluthafa litar stjórnarkjör hjá smásölurisanum Festi Fjórtán manns sækjast eftir því að komast í stjórn Festi, eins stærsta smásölufyrirtækis landsins, á sérstökum hluthafafundi sem hefur verið boðað til næstkomandi fimmtudag. Slíkur fjöldi framboða til stjórnar fyrirtækis í Kauphöllinni er fáheyrður. 12. júlí 2022 13:46
Boðar til hlutahafafundar til að kjósa nýja stjórn Festar Stjórn Festar hefur boðað til hluthafafundar þann 23. júlí næstkomandi. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins; stjórnarkjör. 17. júní 2022 09:39