Kauphöllin

Kauphöllin

Fréttir úr Kauphöllinni á Íslandi og af skráðum félögum á markaði.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Taka tvær Airbus-þotur til á leigu

Icelandair hefur gert nýja leigusamninga við flugvélaleigusalann CALC um tvær glænýjar Airbus A321LR flugvélar. Þetta markar upphaf nýs langtímasamstarfs milli Icelandair og CALC, sem byggir á sameiginlegri framtíðarsýn og langtímasamstarfi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kæmi „veru­lega á ó­vart“ ef fjár­mögnunin hjá Play væri ekki sú síðasta í langan tíma

Play er ekki að fara draga saman seglin frekar en það sem kynnt hefur verið samhliða umbreytingu á viðskiptalíkani félagsins, að sögn forstjórans, sem telur að „mikill“ afkomubati sé í kortunum og það kæmi honum því „verulega á óvart“ ef nýafstaðin fjármögnun væri ekki sú síðasta í langan tíma. Hann viðurkennir að það hefðu verið margir kostir við að afskrá flugfélagið úr Kauphöllinni, eins og meðal annars færri ástæður til að skrifa fréttir um fyrirtækið oft byggðar á „litlum og jafnvel úreltum“ upplýsingum, en hins vegar var skýr krafa meðal lykilfjárfesta að Play yrði áfram á markaði.

Innherji
Fréttamynd

„Ei­lítil von­brigði“ að bætt af­koma sé ekki nýtt til að loka fjár­laga­gatinu

Skuldabréfafjárfestar taka fremur vel í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem sé „skárra“ fyrir verðbréfamarkaðinn en búist var við, þótt sumir hefðu viljað sjá umtalsvert betri afkomu á yfirstandandi ári nýtta til að stefna að afgangi á fjárlögum á árinu 2026. Sjóðstjóri segir markaðsaðila horfa mest til væntrar samsetningar á áformaðri 300 milljarða lántöku en furðar sig á því að horft sé til þess að lengja í endurgreiðsluferlinum með hliðsjón af því að meðallánstími skulda ríkissjóðs sé búinn að rjúka upp að undanförnu.

Innherji
Fréttamynd

Heið­rún Lind kaupir í Sýn

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, stjórnarmaður í Sýn og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, keypti í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu Sýn fyrir tæplega 56 milljónir króna á föstudaginn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pakkarnir séu langt frá því að vera sam­bæri­legir

Sýn segir að niðurstaða úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála um að stytta verulega gildistíma bráðabirgðaákvörðunar Fjarskiptastofu í máli félagsins og Símans mikilvægan áfanga í málinu. Fallist var á kröfu félagsins að hluta og leggur Sýn áherslu á að pakkarnir sem Sýn býður upp á annars vegar og Síminn hins vegar séu langt frá því að vera sambærilegir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síminn má dreifa efni Sýnar

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur gert Sýn skylt að veita áskrifendum Símans aðgang að öllu sínu línulega efni, þar á meðal Enska boltanum. Taka þarf endanlega ákvörðun í málinu fyrir 1. desember.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukið sam­starf opni á fleiri tengimöguleika til vestur­strandar Banda­ríkjanna

Fimmtán ára samstarf Icelandair og Alaska Airlines verður aukið enn frekar þegar viðskiptavinir Alaska Airlines munu geta bókað tengiflug til fjölda áfangastaða Icelandair í Evrópu. Þá mun fjölga þeim áfangastöðum sem viðskiptavinum íslenska flugfélagsins geta bókað í tengiflugi til vesturstrandar Banaríkjanna og annarra áfangastaða Alaska Airlines.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Miðað við arð­semi eru ís­lenskir bankar „á til­boði“ í saman­burði við þá nor­rænu

Verðlagning á íslenskum bönkum, einkum Arion, er nokkuð lág ef litið er til arðsemi þeirra í samanburði við norræna banka og má segja að þeir séu á „tilboði í Kauphöllinni,“ samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu. Gangi boðaður samruni Arion og Kviku eftir gæti hann skilað sér í um sjö milljarða samlegð og þá um leið verulegri hækkun til viðbótar á verðmati Arion banka.

Innherji