Gunnhildur Yrsa: Sandra átti stórkostlegan leik Smári Jökull Jónsson skrifar 14. júlí 2022 19:18 EM Englandi í knattspyrnu kvenna, leikur gegn Ítalíu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir stóð í ströngu á miðju íslenska liðsins í dag. Hún var stolt af liðsfélögum sínum í dag og sagði að þær ætluðu að fara erfiðu leiðina í 8-liða úrslitin. „Auðvitað er þetta svekkjandi, við skorum snemma og vörðumst frábærlega. Ég verð að hrósa stelpunum, þær gáfu allt í varnarleikinn,“ sagði Gunnhildur Yrsa þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spjallaði við hana að leik loknum í kvöld. „Við hleyptum þeim inn í leikinn en Sandra átti stórkostlegan leik, ég skil ekki af hverju hún var ekki maður leiksins. Stelpurnar mega vera stoltar, Ítalía er með sterkt lið og við förum bara erfiðari leiðina og tökum Frakkana,“ bætti Gunnhildur Yrsa við en Ísland mætir Frökkum í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag. Hún sagðist eiga eftir að horfa aftur á leikinn til að átta sig aðeins betur á hvernig hann spilaðist. „Þær eru að vinna seinni boltana sem gerði okkur erfitt að halda boltanum. Svona er fótboltinn, við fáum á okkur þetta mark og það er eriftt að koma til baka. Við spiluðum fyrir fjórum dögum en mér fannst stelpurnar standa sig frábærlega.“ „Ítalía er með mjög sterkt lið og eru fyrir ofan okkur á FIFA listanum. Það er erfitt að taka bara eitt stig, við skorum fyrst og hefðum getað haldið þeim frá markinu. Mér fannst þær ekki skapa sér mikið í fyrri, síðan byrjuðum við að opna fyrir þeim í seinni hálfleik og þær áttu helling af færum.“ Hún sagði að nú þyrfti liðið að ná í íslensku geðveikina. „Við ákváðum að setja pressu á okkur og ná í íslensku geðveikina. Ef það er eitthvað sem við getum er það að finna okkar geðveiki og víkingarnir mæta, við mætum brjálaðar gegn Frökkum. Þessi hópur er geggjaður og gefur allt í alla leiki og við munum gera það gegn Frökkum.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. 14. júlí 2022 19:07 Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum. 14. júlí 2022 19:06 Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. 14. júlí 2022 18:50 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Sjá meira
„Auðvitað er þetta svekkjandi, við skorum snemma og vörðumst frábærlega. Ég verð að hrósa stelpunum, þær gáfu allt í varnarleikinn,“ sagði Gunnhildur Yrsa þegar Svava Kristín Grétarsdóttir spjallaði við hana að leik loknum í kvöld. „Við hleyptum þeim inn í leikinn en Sandra átti stórkostlegan leik, ég skil ekki af hverju hún var ekki maður leiksins. Stelpurnar mega vera stoltar, Ítalía er með sterkt lið og við förum bara erfiðari leiðina og tökum Frakkana,“ bætti Gunnhildur Yrsa við en Ísland mætir Frökkum í lokaleik sínum í riðlinum á mánudag. Hún sagðist eiga eftir að horfa aftur á leikinn til að átta sig aðeins betur á hvernig hann spilaðist. „Þær eru að vinna seinni boltana sem gerði okkur erfitt að halda boltanum. Svona er fótboltinn, við fáum á okkur þetta mark og það er eriftt að koma til baka. Við spiluðum fyrir fjórum dögum en mér fannst stelpurnar standa sig frábærlega.“ „Ítalía er með mjög sterkt lið og eru fyrir ofan okkur á FIFA listanum. Það er erfitt að taka bara eitt stig, við skorum fyrst og hefðum getað haldið þeim frá markinu. Mér fannst þær ekki skapa sér mikið í fyrri, síðan byrjuðum við að opna fyrir þeim í seinni hálfleik og þær áttu helling af færum.“ Hún sagði að nú þyrfti liðið að ná í íslensku geðveikina. „Við ákváðum að setja pressu á okkur og ná í íslensku geðveikina. Ef það er eitthvað sem við getum er það að finna okkar geðveiki og víkingarnir mæta, við mætum brjálaðar gegn Frökkum. Þessi hópur er geggjaður og gefur allt í alla leiki og við munum gera það gegn Frökkum.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. 14. júlí 2022 19:07 Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum. 14. júlí 2022 19:06 Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. 14. júlí 2022 18:50 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Sjá meira
Elísa: Lögðum upp með að taka Ítalina í nefið Elísa Viðarsdóttir kom inn í byrjunarlið Íslands í dag og var að vonum svekkjandi með úrslitin en fann íslenska liðið hafa góða stjórn á leiknum. 14. júlí 2022 19:07
Guðrún: Ætlum að sækja stig og fara áfram Guðrún Arnardóttir átti fínan leik í vörn Íslands í dag í jafnteflinu gegn Ítalíu. Hún var svekkt í leikslok og sagði að íslenska liðið ætlaði sér að sækja stig gegn Frökkum. 14. júlí 2022 19:06
Þorsteinn hálfdapur eftir leik en vill að Frakkar vinni Belga í kvöld Landsliðsþjálfarinn viðurkenndi að íslenska liðið hafi ekki spilað sitt besta leik í jafnteflinu á móti Ítalíu á EM í Englandi í kvöld. 14. júlí 2022 18:50