Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2022 12:10 Valgerður Árnadóttir, formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. Mótmælin hefjast klukkan hálf sex á Austurvelli en að þeim standa Samtök um dýravelferð, Samtök grænkera á Íslandi auk tveggja erlendra dýravelferðarsamtaka. Valgerður Árnadóttir formaður samtaka grænkera segir kröfu mótmælenda skýra. „Það er bara að hvalveiðar verði með öllu bannaðar. Við erum eitt af þremur löndum í heiminum sem leyfum hvalveiðar. Við erum eina landið í heiminum sem er að veiða hvali. Og okkur finnst sorglegt að við Íslendingar verðum síðasta þjóð í heimi til að banna og hætta hvalveiðum,“ segir Valgerður. „Við í Samtökum grænkera skipulögðum mótmæli einmitt 2018 nokkrum sinnum sem vöktu mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Og þetta er okkur hjartans mál og ætti að vera okkur öllum hjartans mál, að láta þetta ekki líðast lengur.“ Skilur erfiða stöðu Svandísar Ræðumenn á mótmælunum verða Edda Elísabet Magnúsdóttir doktor í sjávarlíffræði, Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, og Valgerður sjálf. Hún hefur ekki tölu á því hversu margir dýraverndarsinnar tengdir erlendu samtökunum hafi boðað komu sína. „Það eru aðilar bæði sem búa bara hér á landi og tilheyra þeim og líka sem hafa ferðast hingað og eru að fylgjast með við hvalstöðina og annað.“ Matvælaráðherra boðaði fyrr í mánuðinum umfangsmiklar breytingar á reglum um hvalveiðar; til dæmis að dýravelferðarfulltrúi verði að vera um borð í hvalveiðibátum til að mynda veiðar. Valgerður er ekki bjartsýn á að það hafi áhrif. „Ég skil að Svandís Svavarsdóttir er í erfiðri stöðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þar sem VG er í stefnu sinni á móti hvalveiðum. Ég sé alveg að hún er að reyna að gera eitthvað til að koma til móts við þá eftirspurn að þetta sé bannað en ég hef ekki séð þessa dýraverndarfulltrúa fara út með hval og ég hugsa að Kristjáni Loftssyni takist, eins og í öll þau skipti sem hann er sakaður um að brjóta lög og reglugerðir, þá hefur honum samt tekist að halda áfram.“ Hvalveiðar Reykjavík Tengdar fréttir Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Mótmælin hefjast klukkan hálf sex á Austurvelli en að þeim standa Samtök um dýravelferð, Samtök grænkera á Íslandi auk tveggja erlendra dýravelferðarsamtaka. Valgerður Árnadóttir formaður samtaka grænkera segir kröfu mótmælenda skýra. „Það er bara að hvalveiðar verði með öllu bannaðar. Við erum eitt af þremur löndum í heiminum sem leyfum hvalveiðar. Við erum eina landið í heiminum sem er að veiða hvali. Og okkur finnst sorglegt að við Íslendingar verðum síðasta þjóð í heimi til að banna og hætta hvalveiðum,“ segir Valgerður. „Við í Samtökum grænkera skipulögðum mótmæli einmitt 2018 nokkrum sinnum sem vöktu mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Og þetta er okkur hjartans mál og ætti að vera okkur öllum hjartans mál, að láta þetta ekki líðast lengur.“ Skilur erfiða stöðu Svandísar Ræðumenn á mótmælunum verða Edda Elísabet Magnúsdóttir doktor í sjávarlíffræði, Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður, og Valgerður sjálf. Hún hefur ekki tölu á því hversu margir dýraverndarsinnar tengdir erlendu samtökunum hafi boðað komu sína. „Það eru aðilar bæði sem búa bara hér á landi og tilheyra þeim og líka sem hafa ferðast hingað og eru að fylgjast með við hvalstöðina og annað.“ Matvælaráðherra boðaði fyrr í mánuðinum umfangsmiklar breytingar á reglum um hvalveiðar; til dæmis að dýravelferðarfulltrúi verði að vera um borð í hvalveiðibátum til að mynda veiðar. Valgerður er ekki bjartsýn á að það hafi áhrif. „Ég skil að Svandís Svavarsdóttir er í erfiðri stöðu í þessu ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Þar sem VG er í stefnu sinni á móti hvalveiðum. Ég sé alveg að hún er að reyna að gera eitthvað til að koma til móts við þá eftirspurn að þetta sé bannað en ég hef ekki séð þessa dýraverndarfulltrúa fara út með hval og ég hugsa að Kristjáni Loftssyni takist, eins og í öll þau skipti sem hann er sakaður um að brjóta lög og reglugerðir, þá hefur honum samt tekist að halda áfram.“
Hvalveiðar Reykjavík Tengdar fréttir Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40
Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01
Fjórtán hvalir komnir á land í Hvalfirði og fjórir við skipshlið Fjórtán langreyðar hafa verið dregnar á land til vinnslu í hvalstöðinni í Hvalfirði á þeim tólf dögum sem liðnir er frá því hvalbátarnir tveir héldu til veiða. Auk þeirra eru fjórar langreyðar til viðbótar veiddar, komnar að skipshlið, og á leið til lands. 4. júlí 2022 11:48