Hitinn gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn: „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. júlí 2022 14:02 Fari hitinn yfir 40 gráður verður það í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust. AP/Yui Mok Appelsínugul viðvörun hefur tekið gildi víðs vegar í Bretlandi vegna ofsahita og á morgun eða þriðjudag gæti farið yfir 40 gráður í fyrsta sinn. Veðurfræðingur segir þetta óvanalegt og ljóst að mikilli hættu stafi af. Búast megi við tíðari hitabylgjum á komandi árum og Norðurlandabúar gætu jafnvel þurft að undirbúa sig sérstaklega. Rauð hitaviðvörun hefur verið gefin út í Bretlandi og hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi mánudag og þriðjudag en appelsínugul viðvörun tók gildi í dag. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni, segir þetta óvanaleg hlýindi en um sé að ræða samspil nokkurra þátta. „Að upplagi þá eru þetta miklir hitar sem koma frá norður Afríku, Spáni, og Portúgal, og breiðast þarna norður á bóginn. En þær þvinga líka þarna til norðurs og gera það að verkum að þetta mjög svo hlýja loft það nær óvenjulega norðarlega,“ segir Einar. Breska veðurstofan hefur gefið það út að það séu yfir 50 prósent líkur að hitinn fari yfir 40 gráður á morgun eða hinn í austurhluta landsins, þar á meðal í Lundúnum, Manchester og York. „Það þykir mjög merkilegt ef að svo færi að hitinn næði 40 gráðum í Englandi því það hefur aldrei gerst áður og þó er búið að mæla þar mjög lengi, lengur en annars staðar,“ segir Einar. Hitinn sem muni sjást geti leitt til veikinda og jafnvel dauðsfalla, meira að segja hjá heilbrigðum einstaklingum, og hafa yfirvöld gripið til ýmissa ráða til að bregðast við. Mælst er gegn því að fólk sé á ferðinni að óþörfu og eru fleiri viðbragðsaðilar á vakt. Some exceptionally hot air is heading towards the UK with temperatures more likely than not to top 40 Celsius, 104 Fahrenheit over the coming days However, cooler Atlantic air will arrive from the west late Tuesday with temperatures returning to more normal values pic.twitter.com/bWMzNr16NP— Met Office (@metoffice) July 17, 2022 Einar segir ljóst að mikil hætta sé til staðar, sérstaklega þar sem Bretar eru óvanir svona miklum hita. „En góðu fréttirnar á móti eru þær að þetta stendur ekki lengi, þetta stendur í þrjá daga kannski og svo tekur við þessi hefðbundni Atlantshafssvali sem að íbúar á þessum slóðum þekkja mjög vel, bara um miðja vikuna,“ segir Einar. Menn þurfi að búa sig undir tíðari hitabylgjur Óvanalegan hita og endurteknar hitabylgjur á meginlandi Evrópu, þar á meðal í Portúgal, Frakklandi, og á Spáni, tengi maður ósjálfrátt við tíðræddar loftslagsbreytingar. „Þó svo að það sé sjaldnast hægt að segja það að einn tiltekinn atburður sé afleiðing af slíku, þá eru ákveðin hugrenningartengsl með þessi hlýindi núna í Bretlandi því að hitabylgjur þar verða alltaf tíðari og tíðari,“ segir Einar. „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir, þau svæði norðarlega sem hafa ekki haft staðalútbúnað eins og loftkælingar þurfa nú kannski að fara að huga að því, eins og til dæmis á Bretlandi og jafnvel á Norðurlöndum,“ segir hann enn fremur. Á Íslandi bendi þó ekki til að hitinn verði mikill þetta sumarið, en það geti þó gerst í framtíðinni. „Auðvitað kemur að því einn góðan veðurdag að við fáum yfir okkur einhverja gusu af mjög hlýju lofti, það er bara takturinn í loftslaginu þessi árin og áratugina en við getum bara látið það koma okkur á óvart þegar það gerist,“ segir Einar. Bretland Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geysuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. 17. júlí 2022 09:18 Varað við ofsahita á EM Bretar hafa lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna ofsahita sem verður þar til þriðjudags. Rauð veðurviðvörun er í gildi vegna hita. 17. júlí 2022 12:31 Hundruð meta slegin í hitabylgjunni í Evrópu Hitabylgja sem gekk yfir hluta meginlands Evrópu um helgina gat af sér hundruð hitameta, ekki síst í Frakklandi þar sem hitinn var hve hæst yfir meðaltali. Í Baskalandi var sögulegt hitamet slegið rækilega. 21. júní 2022 13:56 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Rauð hitaviðvörun hefur verið gefin út í Bretlandi og hafa yfirvöld lýst yfir neyðarástandi mánudag og þriðjudag en appelsínugul viðvörun tók gildi í dag. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni, segir þetta óvanaleg hlýindi en um sé að ræða samspil nokkurra þátta. „Að upplagi þá eru þetta miklir hitar sem koma frá norður Afríku, Spáni, og Portúgal, og breiðast þarna norður á bóginn. En þær þvinga líka þarna til norðurs og gera það að verkum að þetta mjög svo hlýja loft það nær óvenjulega norðarlega,“ segir Einar. Breska veðurstofan hefur gefið það út að það séu yfir 50 prósent líkur að hitinn fari yfir 40 gráður á morgun eða hinn í austurhluta landsins, þar á meðal í Lundúnum, Manchester og York. „Það þykir mjög merkilegt ef að svo færi að hitinn næði 40 gráðum í Englandi því það hefur aldrei gerst áður og þó er búið að mæla þar mjög lengi, lengur en annars staðar,“ segir Einar. Hitinn sem muni sjást geti leitt til veikinda og jafnvel dauðsfalla, meira að segja hjá heilbrigðum einstaklingum, og hafa yfirvöld gripið til ýmissa ráða til að bregðast við. Mælst er gegn því að fólk sé á ferðinni að óþörfu og eru fleiri viðbragðsaðilar á vakt. Some exceptionally hot air is heading towards the UK with temperatures more likely than not to top 40 Celsius, 104 Fahrenheit over the coming days However, cooler Atlantic air will arrive from the west late Tuesday with temperatures returning to more normal values pic.twitter.com/bWMzNr16NP— Met Office (@metoffice) July 17, 2022 Einar segir ljóst að mikil hætta sé til staðar, sérstaklega þar sem Bretar eru óvanir svona miklum hita. „En góðu fréttirnar á móti eru þær að þetta stendur ekki lengi, þetta stendur í þrjá daga kannski og svo tekur við þessi hefðbundni Atlantshafssvali sem að íbúar á þessum slóðum þekkja mjög vel, bara um miðja vikuna,“ segir Einar. Menn þurfi að búa sig undir tíðari hitabylgjur Óvanalegan hita og endurteknar hitabylgjur á meginlandi Evrópu, þar á meðal í Portúgal, Frakklandi, og á Spáni, tengi maður ósjálfrátt við tíðræddar loftslagsbreytingar. „Þó svo að það sé sjaldnast hægt að segja það að einn tiltekinn atburður sé afleiðing af slíku, þá eru ákveðin hugrenningartengsl með þessi hlýindi núna í Bretlandi því að hitabylgjur þar verða alltaf tíðari og tíðari,“ segir Einar. „Þetta er eitthvað sem menn verða bara að búa sig undir, þau svæði norðarlega sem hafa ekki haft staðalútbúnað eins og loftkælingar þurfa nú kannski að fara að huga að því, eins og til dæmis á Bretlandi og jafnvel á Norðurlöndum,“ segir hann enn fremur. Á Íslandi bendi þó ekki til að hitinn verði mikill þetta sumarið, en það geti þó gerst í framtíðinni. „Auðvitað kemur að því einn góðan veðurdag að við fáum yfir okkur einhverja gusu af mjög hlýju lofti, það er bara takturinn í loftslaginu þessi árin og áratugina en við getum bara látið það koma okkur á óvart þegar það gerist,“ segir Einar.
Bretland Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geysuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. 17. júlí 2022 09:18 Varað við ofsahita á EM Bretar hafa lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna ofsahita sem verður þar til þriðjudags. Rauð veðurviðvörun er í gildi vegna hita. 17. júlí 2022 12:31 Hundruð meta slegin í hitabylgjunni í Evrópu Hitabylgja sem gekk yfir hluta meginlands Evrópu um helgina gat af sér hundruð hitameta, ekki síst í Frakklandi þar sem hitinn var hve hæst yfir meðaltali. Í Baskalandi var sögulegt hitamet slegið rækilega. 21. júní 2022 13:56 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðurelda Þúsundir manna þurftu að flýja heimili sín undan gróðureldum sem geysuðu víða um Vestur-Evrópu í gær og hafa eyðilagt gríðarlegt landflæmi. Gróðureldarnir hafa kviknað eftir hitabylgju sem ríður nú yfir Evrópu. 17. júlí 2022 09:18
Varað við ofsahita á EM Bretar hafa lýst yfir neyðarástandi þar í landi vegna ofsahita sem verður þar til þriðjudags. Rauð veðurviðvörun er í gildi vegna hita. 17. júlí 2022 12:31
Hundruð meta slegin í hitabylgjunni í Evrópu Hitabylgja sem gekk yfir hluta meginlands Evrópu um helgina gat af sér hundruð hitameta, ekki síst í Frakklandi þar sem hitinn var hve hæst yfir meðaltali. Í Baskalandi var sögulegt hitamet slegið rækilega. 21. júní 2022 13:56
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent