Umfjöllun: Taplausar eftir hetjulega baráttu í hitanum en samt á heimleið af EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2022 23:45 Frakkland komst yfir snemma leiks. Vísir/Vilhelm Stelpurnar okkar eru úr leik á Evrópumótinu í Englandi þrátt fyrir 1-1 jafntefli á móti Frakklandi á New York leikvanginum í Rotherham. Úrslitin sem eyðilögðu allar vonir íslenska liðsins komu úr hinum leik riðilsins en það voru einmitt þau sem sendu okkar konur endalega heim af EM. Frakkar voru búnir að vinna riðilinn en það eru Belgar, liðið sem rétt slapp með jafntefli á móti Íslandi í fyrsta leik, sem er komið áfram í átta liða úrslitin. Stelpurnar voru mjög svekktar eftir fyrsta leik mótsins og á endanum var það hann sem eyðilagði fyrir okkar liði. Varsjáin var okkur vissulega hjálpleg í kvöld, gaf okkur víti og tók tvö mörk af Frökkum en við þurftum meiri hjálp frá hinum leiknum í Manchester. Íslenska liðið tapaði ekki leik á mótinu en þarf samt að kveðja England eftir þrjú jafntefli. Sögulegur árangur en engin þjóð hafði setið eftir í riðlakeppni EM án þess að tapa leik. Leikplanið út um gluggann við fyrstu hviðu Frakkland fagnar marki sínu.Tim Goode/Getty Images Það þurfti sterk bein til að standa í lappirnar eftir verstu hugsanlegu byrjun á móti heimsklassa liði eins og Frakkland er með. Mark á sig eftir 44 sekúndur og leikplanið fokið út um gluggann við fyrstu hviðu. Íslenska kvennalandsliðið gat vissulega séð um það sjálft að koma sér áfram í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Englandi en stelpurnar okkar gátu líka vonast eftir hagstæðum úrslitum frá Manchester þar sem hinn leikur riðilsins var spilaður á sama tíma á milli Belgíu og Ítalíu. Mótherjinn var ekki af verri gerðinni heldur gríðarlega sterkt franskt landslið. Á endanum var lukkan hvorki með íslenska liðinu í Manchester eða í Rotherham. Belgar náðu í þrjú stig sem þær þurftu til að tryggja sér annað sæti riðilsins. Afdrifarík upphafsmínúta Lykilatriði var að halda hreinu og vonast eftir marki úr skyndisókn eða föstu leikatriði. Allir slíkar draumauppskriftir voru fljótar að deyja því Frakkar skoruðu á upphafsmínútu leiksins. Þorsteinn Halldórsson hafði ekki breytt miklu í síðustu þremur leikjum en breytti út af þeim vana með því að gera þrjár breytingar þar af tvær þeirra á vörninni. Hann lofaði á blaðamannafundi að hann myndi koma á óvart og stóð við það. Það var auðvelt að gagnrýna eftir aðeins nokkrar sekúndur því nýja íslenska vörnin var fljót að opnast eða strax á fyrstu mínútu leiksins. Hreinsun mistókst illilega hjá íslenska liðinu og Frakkarnir spiluðu í framhaldinu allt of auðveldlega í gegnum miðja vörnina. Ingibjörg Sigurðardóttir hafði komið inn í liðið og leit ekki vel út þarna, komin út úr stöðu og lét fara illa með sig. 44 sekúndur og lentar undir. Sannkölluð martraðarbyrjun. Varamaður hinnar meiddu Marie-Antoinette Katoto, Melvine Malard, átti í litlum vandræðum með að renna boltanum í markið. Það tók Frakka innan við mínútu að gleyma Katoto. Snilldartaktar Karólínu Leu Karólína Lea í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Snilldartaktar Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og fast en óhnitmiðað skot snemma leiks sýndi að okkar konur ætluðu ekki að leggja árar í bát. Sveindís Jane Jónsdóttir skallaði síðan hornspyrnu Hallberu Gísladóttur í slá. Það var líf í okkar konum. Íslenska liðið gafst vissulega ekki upp en Frakkarnir áttu samt áfram allt of auðvelt með að spila sig upp völlinn. Íslenska liðið leit í byrjun eins og ætla að vera fallbyssufóður en karakter liðsins er sterkur og með sameiginlegu átaki gekk þeim betur að loka svæðunum eftir því sem leið á hálfleikinn. Það voru líka færi sem féllu fyrir okkar konur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir var týnd i byrjun en reyndi síðan að koma sér inn í leikinn með góðum hlaupum og pressu á varnarmenn Frakka. Hún var þó einu sinni of sein í tæklingu og fékk að launum fyrsta gula spjald liðsins á mótinu. Berglind fékk síðan algjört dauðafæri á markteig skömmu síðar eftir hornspyrnu Karólínu Leu en hitti boltann skelfilega illa. Þar lá eitt af þessum færum sem urðu að falla með okkar konum. Færi sem markaskorari á að setja á markið. Það var samt helst hætta í kringum aðgerðir Karólínu Leu í fyrri hálfleiknum en eins var Sara Björk Gunnarsdóttir að spila sinn langbesta hálfleik á Evrópumótinu. Annan leikinn í röð gekk eins vel að koma Sveindísi inn í leikinn. Hörmungarnar heltust yfir liðið eftir stuttan tíma í seinni hálfleik. Fyrst komst Belgía yfir í hinum leiknum og svo meiddist Sveindís Jane. Hún var ekki söm eftir það og staðan í riðlinum hafði gerbreyst. Sveindís Jane fór meidd af velli.Vísir/Vilhelm Agla María Albertsdóttir hafði ekki átt góðan leik fram að þessu en náði mjög góðri marktilraun á 56. mínútu leiksins. Hún fékk við það sjálfstraust og leit mun betur út eftir það. Sara Björk var nálægt því að kóróna mjög góða frammistöðu sína með skalla framhjá eftir horn og íslenska liðið hélt áfram að ógna í föstum leikatriðum. Af hverju var Sara Björk tekin af velli? Landsliðsfyrirliðinn í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var hún hins vegar tekin af velli eftir klukkutíma leik. Sara átti kannski að fara út af í hinum tveimur leikjunum en ekki í þessum leik. Hvort sem það hitanum að kenna eða öðru þá var rólegra yfir leiknum í seinni hálfleik. Harkan kannski meiri í návígunum en hlaupin hægari og bitlausari. Frakkarnir héldu áfram að ógna og boltinn skall bæði í slá og stöng íslenska marksins. Malard átti aftur á móti ekki í miklum vandræðum með að skora eftir að franska liðið splundraði íslensku vörninni upp við endamörk. Markið fékk þó ekki að standa því Varsjáin dæmdi það af vegna rangstöðu. Var lukkan kannski með íslenska liðinu eftir allt saman? Berglind gerði frábærlega í að búa sér til skotfæri rétt fyrir utan teig en skotið fór því miður fram hjá markinu. Það var enn líf í okkar konum. Draumurinn virtist deyja endanlega rétt fyrir leikslok þegar Frakkar skoruðu sitt annað mark. Þorsteinn Halldórsson hafði rétt áður gert sókndjarfa skiptingu en Frakkarnir skoruðu strax. Aftur var markið dæmt af hjá myndbandsdómurunum. Stelpurnar voru enn á lífi. Flautaði markið af og leikinn af í framhaldinu Karólína stóð í ströngu á mörgum vígstöðum á móti Frökkum.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Karólína Lea átti lokafærið en skot hennar fór yfir. Við nánari athugun og hjálp frá Varsjánni fékk íslenska liðið víti. Dagný Brynjarsdóttir steig svellköld á punktinn og jafnaði metin. Belgar voru þá búnir að vinna sinn leik og Ísland þurfti því annað mark. Vandamálið var að dómarinn flautaði markið og leikinn af í sama vettvangi. Hetjuleg barátta í hitanum var ekki nóg og stelpurnar voru á leið heim af EM. Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir héldu uppteknum hætti á þessum móti og eru tveir bestu leikmenn liðsins ásamt Söndru Sigurðardóttur markverði. Sara Björk lék sinn besta leik á mótinu og Dagný skilaði sínu. Ingibjörg byrjaði skelfilega en vann sig inn í leikinn eftir það. Það eru bullandi möguleikar hjá þessu liði okkar og þessi reynsla, þó svekkjandi sé, verður vonandi til þess að skila þeim í gegn samskonar mótlæti á komandi árum. Ég ætla að fylgjast spenntur með. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Þorsteinn: Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna Íslenska landsliðið byrjaði leikinn skelfilega á móti Frakklandi með að fá á sig mark á upphafsmínútu en vann sig út úr því og tókst að ná jafntefli á móti þessu sterka liði Frakka. 18. júlí 2022 22:04 „Skildum allt eftir út á vellinum“ „Það eru orð að sönnu. Þetta er ótrúlega súrt, þetta svíður,“ sagði Sandra Sigurðardóttir um sín fyrstu viðbrögð eftir úrslit kvöldsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta þar sem Ísland féll úr leik eftir hetjulegt jafntefli við Frakkland. 18. júlí 2022 22:33 Fyrirliðanum fannst Ísland ekki eiga skilið að falla úr leik eftir frammistöðu kvöldsins „Jákvæða er að við erum taplausar en það neikvæða er að við komumst ekki upp úr riðlinum,“ sagði fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Frakklands í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta. 18. júlí 2022 22:45 Ingibjörg: Mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka Ingibjörg Sigurðardóttir var að vonum svekkt með að detta út af EM eftir jafntefli við Frakka fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en sökum þess að Belgar unnu þá þurfa Íslendingar að fara heim. Ingibjörg gat þó tekið mikinn lærdóm af mótinu og var spennt fyrir HM. 18. júlí 2022 22:35 Amanda Andradóttir: Við vildum alltaf vinna Amanda lék sinn fyrsta leik á stórmóti í kvöld gegn Frakklandi. Hún er yngsti leikmaður mótsins í ár og kom inn af miklum krafti í leikinn. 18. júlí 2022 22:20 Karólína: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. 18. júlí 2022 23:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Frakkar voru búnir að vinna riðilinn en það eru Belgar, liðið sem rétt slapp með jafntefli á móti Íslandi í fyrsta leik, sem er komið áfram í átta liða úrslitin. Stelpurnar voru mjög svekktar eftir fyrsta leik mótsins og á endanum var það hann sem eyðilagði fyrir okkar liði. Varsjáin var okkur vissulega hjálpleg í kvöld, gaf okkur víti og tók tvö mörk af Frökkum en við þurftum meiri hjálp frá hinum leiknum í Manchester. Íslenska liðið tapaði ekki leik á mótinu en þarf samt að kveðja England eftir þrjú jafntefli. Sögulegur árangur en engin þjóð hafði setið eftir í riðlakeppni EM án þess að tapa leik. Leikplanið út um gluggann við fyrstu hviðu Frakkland fagnar marki sínu.Tim Goode/Getty Images Það þurfti sterk bein til að standa í lappirnar eftir verstu hugsanlegu byrjun á móti heimsklassa liði eins og Frakkland er með. Mark á sig eftir 44 sekúndur og leikplanið fokið út um gluggann við fyrstu hviðu. Íslenska kvennalandsliðið gat vissulega séð um það sjálft að koma sér áfram í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Englandi en stelpurnar okkar gátu líka vonast eftir hagstæðum úrslitum frá Manchester þar sem hinn leikur riðilsins var spilaður á sama tíma á milli Belgíu og Ítalíu. Mótherjinn var ekki af verri gerðinni heldur gríðarlega sterkt franskt landslið. Á endanum var lukkan hvorki með íslenska liðinu í Manchester eða í Rotherham. Belgar náðu í þrjú stig sem þær þurftu til að tryggja sér annað sæti riðilsins. Afdrifarík upphafsmínúta Lykilatriði var að halda hreinu og vonast eftir marki úr skyndisókn eða föstu leikatriði. Allir slíkar draumauppskriftir voru fljótar að deyja því Frakkar skoruðu á upphafsmínútu leiksins. Þorsteinn Halldórsson hafði ekki breytt miklu í síðustu þremur leikjum en breytti út af þeim vana með því að gera þrjár breytingar þar af tvær þeirra á vörninni. Hann lofaði á blaðamannafundi að hann myndi koma á óvart og stóð við það. Það var auðvelt að gagnrýna eftir aðeins nokkrar sekúndur því nýja íslenska vörnin var fljót að opnast eða strax á fyrstu mínútu leiksins. Hreinsun mistókst illilega hjá íslenska liðinu og Frakkarnir spiluðu í framhaldinu allt of auðveldlega í gegnum miðja vörnina. Ingibjörg Sigurðardóttir hafði komið inn í liðið og leit ekki vel út þarna, komin út úr stöðu og lét fara illa með sig. 44 sekúndur og lentar undir. Sannkölluð martraðarbyrjun. Varamaður hinnar meiddu Marie-Antoinette Katoto, Melvine Malard, átti í litlum vandræðum með að renna boltanum í markið. Það tók Frakka innan við mínútu að gleyma Katoto. Snilldartaktar Karólínu Leu Karólína Lea í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Snilldartaktar Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og fast en óhnitmiðað skot snemma leiks sýndi að okkar konur ætluðu ekki að leggja árar í bát. Sveindís Jane Jónsdóttir skallaði síðan hornspyrnu Hallberu Gísladóttur í slá. Það var líf í okkar konum. Íslenska liðið gafst vissulega ekki upp en Frakkarnir áttu samt áfram allt of auðvelt með að spila sig upp völlinn. Íslenska liðið leit í byrjun eins og ætla að vera fallbyssufóður en karakter liðsins er sterkur og með sameiginlegu átaki gekk þeim betur að loka svæðunum eftir því sem leið á hálfleikinn. Það voru líka færi sem féllu fyrir okkar konur. Berglind Björg Þorvaldsdóttir var týnd i byrjun en reyndi síðan að koma sér inn í leikinn með góðum hlaupum og pressu á varnarmenn Frakka. Hún var þó einu sinni of sein í tæklingu og fékk að launum fyrsta gula spjald liðsins á mótinu. Berglind fékk síðan algjört dauðafæri á markteig skömmu síðar eftir hornspyrnu Karólínu Leu en hitti boltann skelfilega illa. Þar lá eitt af þessum færum sem urðu að falla með okkar konum. Færi sem markaskorari á að setja á markið. Það var samt helst hætta í kringum aðgerðir Karólínu Leu í fyrri hálfleiknum en eins var Sara Björk Gunnarsdóttir að spila sinn langbesta hálfleik á Evrópumótinu. Annan leikinn í röð gekk eins vel að koma Sveindísi inn í leikinn. Hörmungarnar heltust yfir liðið eftir stuttan tíma í seinni hálfleik. Fyrst komst Belgía yfir í hinum leiknum og svo meiddist Sveindís Jane. Hún var ekki söm eftir það og staðan í riðlinum hafði gerbreyst. Sveindís Jane fór meidd af velli.Vísir/Vilhelm Agla María Albertsdóttir hafði ekki átt góðan leik fram að þessu en náði mjög góðri marktilraun á 56. mínútu leiksins. Hún fékk við það sjálfstraust og leit mun betur út eftir það. Sara Björk var nálægt því að kóróna mjög góða frammistöðu sína með skalla framhjá eftir horn og íslenska liðið hélt áfram að ógna í föstum leikatriðum. Af hverju var Sara Björk tekin af velli? Landsliðsfyrirliðinn í leik kvöldsins.Vísir/Vilhelm Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var hún hins vegar tekin af velli eftir klukkutíma leik. Sara átti kannski að fara út af í hinum tveimur leikjunum en ekki í þessum leik. Hvort sem það hitanum að kenna eða öðru þá var rólegra yfir leiknum í seinni hálfleik. Harkan kannski meiri í návígunum en hlaupin hægari og bitlausari. Frakkarnir héldu áfram að ógna og boltinn skall bæði í slá og stöng íslenska marksins. Malard átti aftur á móti ekki í miklum vandræðum með að skora eftir að franska liðið splundraði íslensku vörninni upp við endamörk. Markið fékk þó ekki að standa því Varsjáin dæmdi það af vegna rangstöðu. Var lukkan kannski með íslenska liðinu eftir allt saman? Berglind gerði frábærlega í að búa sér til skotfæri rétt fyrir utan teig en skotið fór því miður fram hjá markinu. Það var enn líf í okkar konum. Draumurinn virtist deyja endanlega rétt fyrir leikslok þegar Frakkar skoruðu sitt annað mark. Þorsteinn Halldórsson hafði rétt áður gert sókndjarfa skiptingu en Frakkarnir skoruðu strax. Aftur var markið dæmt af hjá myndbandsdómurunum. Stelpurnar voru enn á lífi. Flautaði markið af og leikinn af í framhaldinu Karólína stóð í ströngu á mörgum vígstöðum á móti Frökkum.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Karólína Lea átti lokafærið en skot hennar fór yfir. Við nánari athugun og hjálp frá Varsjánni fékk íslenska liðið víti. Dagný Brynjarsdóttir steig svellköld á punktinn og jafnaði metin. Belgar voru þá búnir að vinna sinn leik og Ísland þurfti því annað mark. Vandamálið var að dómarinn flautaði markið og leikinn af í sama vettvangi. Hetjuleg barátta í hitanum var ekki nóg og stelpurnar voru á leið heim af EM. Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir héldu uppteknum hætti á þessum móti og eru tveir bestu leikmenn liðsins ásamt Söndru Sigurðardóttur markverði. Sara Björk lék sinn besta leik á mótinu og Dagný skilaði sínu. Ingibjörg byrjaði skelfilega en vann sig inn í leikinn eftir það. Það eru bullandi möguleikar hjá þessu liði okkar og þessi reynsla, þó svekkjandi sé, verður vonandi til þess að skila þeim í gegn samskonar mótlæti á komandi árum. Ég ætla að fylgjast spenntur með.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Þorsteinn: Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna Íslenska landsliðið byrjaði leikinn skelfilega á móti Frakklandi með að fá á sig mark á upphafsmínútu en vann sig út úr því og tókst að ná jafntefli á móti þessu sterka liði Frakka. 18. júlí 2022 22:04 „Skildum allt eftir út á vellinum“ „Það eru orð að sönnu. Þetta er ótrúlega súrt, þetta svíður,“ sagði Sandra Sigurðardóttir um sín fyrstu viðbrögð eftir úrslit kvöldsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta þar sem Ísland féll úr leik eftir hetjulegt jafntefli við Frakkland. 18. júlí 2022 22:33 Fyrirliðanum fannst Ísland ekki eiga skilið að falla úr leik eftir frammistöðu kvöldsins „Jákvæða er að við erum taplausar en það neikvæða er að við komumst ekki upp úr riðlinum,“ sagði fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Frakklands í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta. 18. júlí 2022 22:45 Ingibjörg: Mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka Ingibjörg Sigurðardóttir var að vonum svekkt með að detta út af EM eftir jafntefli við Frakka fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en sökum þess að Belgar unnu þá þurfa Íslendingar að fara heim. Ingibjörg gat þó tekið mikinn lærdóm af mótinu og var spennt fyrir HM. 18. júlí 2022 22:35 Amanda Andradóttir: Við vildum alltaf vinna Amanda lék sinn fyrsta leik á stórmóti í kvöld gegn Frakklandi. Hún er yngsti leikmaður mótsins í ár og kom inn af miklum krafti í leikinn. 18. júlí 2022 22:20 Karólína: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. 18. júlí 2022 23:00 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50
Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30
Þorsteinn: Ég er stoltur af mörgu sem við gerðum hérna Íslenska landsliðið byrjaði leikinn skelfilega á móti Frakklandi með að fá á sig mark á upphafsmínútu en vann sig út úr því og tókst að ná jafntefli á móti þessu sterka liði Frakka. 18. júlí 2022 22:04
„Skildum allt eftir út á vellinum“ „Það eru orð að sönnu. Þetta er ótrúlega súrt, þetta svíður,“ sagði Sandra Sigurðardóttir um sín fyrstu viðbrögð eftir úrslit kvöldsins á Evrópumóti kvenna í fótbolta þar sem Ísland féll úr leik eftir hetjulegt jafntefli við Frakkland. 18. júlí 2022 22:33
Fyrirliðanum fannst Ísland ekki eiga skilið að falla úr leik eftir frammistöðu kvöldsins „Jákvæða er að við erum taplausar en það neikvæða er að við komumst ekki upp úr riðlinum,“ sagði fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eftir 1-1 jafntefli Íslands og Frakklands í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta. 18. júlí 2022 22:45
Ingibjörg: Mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka Ingibjörg Sigurðardóttir var að vonum svekkt með að detta út af EM eftir jafntefli við Frakka fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en sökum þess að Belgar unnu þá þurfa Íslendingar að fara heim. Ingibjörg gat þó tekið mikinn lærdóm af mótinu og var spennt fyrir HM. 18. júlí 2022 22:35
Amanda Andradóttir: Við vildum alltaf vinna Amanda lék sinn fyrsta leik á stórmóti í kvöld gegn Frakklandi. Hún er yngsti leikmaður mótsins í ár og kom inn af miklum krafti í leikinn. 18. júlí 2022 22:20
Karólína: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. 18. júlí 2022 23:00