Ingibjörg: Mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka Árni Jóhannsson skrifar 18. júlí 2022 22:35 Ingibjörg Sigurðardóttir í leik kvöldsins. Vísir/Vilhelm Ingibjörg Sigurðardóttir var að vonum svekkt með að detta út af EM eftir jafntefli við Frakka fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 1-1 en sökum þess að Belgar unnu þá þurfa Íslendingar að fara heim. Ingibjörg gat þó tekið mikinn lærdóm af mótinu og var spennt fyrir HM. „Við erum bara gríðarlega svekktar að vera að fara heim af þessu móti en að sama skapi getum við verið stoltar. Við tókum miklum framförum á þessu móti sé tekið mið af síðasta móti“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð að því hvernig tilfinningarnar væru eftir leik. Hún var þá spurð að því hvernig var að koma inn í byrjunarliðið til að taka þátt í varnarleiknum sem hefur þurft að standa vel í mótinu. Hún var einnig spurð að því hvort það hafi komið á óvart að þjálfarinn hafi gert breytingar í varnarlínunni. „Ég var bara mjög ánægð með að hann treysti mér í þetta verkefni og ég reyndi að gefa allt sem ég gat gert í þennan leik og reyndi að koma með eitthvað sem hefur vantað í leikinn. Ég gerði mitt besta en það er erfitt að keppa á móti Guðrúnu og Glódísi sem hafa staðið sig frábærlega. Það kom mér á óvart að það hafi verið breytingar þegar þær hafa staðið sig svona vel. Ég er bara mjög þakklát fyrir það.“ „Ég var bara óvenju róleg fannst mér. Það er erfitt að sitja á bekknum og það er erfitt að fylgjast með stuðningsönnunum og sjá stemmninguna og sjá liðið standa sig vel“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð út í spennustigið í byrjun leiks og hvað hafi farið í gegnum hausinn þegar þær lentu undir eftir 45 sekúndur. „Úff. Það var margt sem fór í gegnum hausinn. Að fá á sig mark svona snemma þá þýðir það að það er nóg eftir og mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka. Ég er mjög stolt af liðinu.“ Að lokum var Ingibjörg spurð út í það hvað hún tæki út úr mótinu og út í spennuna fyrir heimsmeistaramótinu sem Ísland á mikla möguleika á að komast á. „Mikill lærdómur. Ég hef tekið við nýju hlutverki á þessu móti sem hefur verið gríðarlega erfitt en ég hef lært fáránlega mikið af því. Við erum svo bara stoltar fyrir HM. Ég gæti spilað þann leik á morgun.“ Klippa: Ingibjörg Sigurðardóttir eftir leik EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
„Við erum bara gríðarlega svekktar að vera að fara heim af þessu móti en að sama skapi getum við verið stoltar. Við tókum miklum framförum á þessu móti sé tekið mið af síðasta móti“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð að því hvernig tilfinningarnar væru eftir leik. Hún var þá spurð að því hvernig var að koma inn í byrjunarliðið til að taka þátt í varnarleiknum sem hefur þurft að standa vel í mótinu. Hún var einnig spurð að því hvort það hafi komið á óvart að þjálfarinn hafi gert breytingar í varnarlínunni. „Ég var bara mjög ánægð með að hann treysti mér í þetta verkefni og ég reyndi að gefa allt sem ég gat gert í þennan leik og reyndi að koma með eitthvað sem hefur vantað í leikinn. Ég gerði mitt besta en það er erfitt að keppa á móti Guðrúnu og Glódísi sem hafa staðið sig frábærlega. Það kom mér á óvart að það hafi verið breytingar þegar þær hafa staðið sig svona vel. Ég er bara mjög þakklát fyrir það.“ „Ég var bara óvenju róleg fannst mér. Það er erfitt að sitja á bekknum og það er erfitt að fylgjast með stuðningsönnunum og sjá stemmninguna og sjá liðið standa sig vel“, sagði Ingibjörg þegar hún var spurð út í spennustigið í byrjun leiks og hvað hafi farið í gegnum hausinn þegar þær lentu undir eftir 45 sekúndur. „Úff. Það var margt sem fór í gegnum hausinn. Að fá á sig mark svona snemma þá þýðir það að það er nóg eftir og mér fannst við koma ótrúlega sterkar til baka. Ég er mjög stolt af liðinu.“ Að lokum var Ingibjörg spurð út í það hvað hún tæki út úr mótinu og út í spennuna fyrir heimsmeistaramótinu sem Ísland á mikla möguleika á að komast á. „Mikill lærdómur. Ég hef tekið við nýju hlutverki á þessu móti sem hefur verið gríðarlega erfitt en ég hef lært fáránlega mikið af því. Við erum svo bara stoltar fyrir HM. Ég gæti spilað þann leik á morgun.“ Klippa: Ingibjörg Sigurðardóttir eftir leik
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50 Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30 Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Einkunnir: Margar sem spiluðu vel en Glódís Perla bar af Það var allan tímann ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir íslensku stelpurnar í kvöld gegn gríðarsterku liði Frakklands. Til að gera brekkuna töluvert brattari þá skoruðu Frakkar fyrsta mark leiksins strax áður en fyrsta mínúta leiksins var liðin. 18. júlí 2022 21:50
Twitter um leikinn við Frakka: „Takk stelpur“ Ísland átti séns á að komast áfram í 8-liða úrslit á EM 2022 í Englandi þegar leikið var við sterkt lið Frakka sem þó gerði sex breytingar á liði sínu. Leikurinn endaði 1-1 en Belgar unnu Ítali og því eru Stelpurnar okkar úr leik. Twitter þjóðin var að sjálfsögðu með sínar skoðanir á því sem fór fram. 18. júlí 2022 21:30
Umfjöllun: Ísland-Frakkland 1-1 | Stelpurnar okkar úr leik eftir hetjulega baráttu Ísland er úr leik á EM kvenna í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Frakklandi í síðasta liðsins í D-riðli. Franska markið kom á fyrstu mínútu á meðan Ísland jafnaði þegar tæplega 100 mínútur höfðu verið spilaðar. Hetjuleg barátta í dag dugði ekki til og Ísland endar í 3. sæti D-riðils. 18. júlí 2022 21:15
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti