Eins og Íslendingar hafi farið til sólarlanda þetta sumarið Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júlí 2022 09:30 Lára Björnsdóttir er umsjónarmaður tjaldsvæða Fjarðabyggðar. Sigurjón Ólason Mun færri Íslendingar hafa sést á tjaldsvæðum Austfjarða í ár en í fyrra og þar spyrja menn sig hvort sólarlandafrí hafi orðið ofan á hjá landsmönnum þetta sumarið. Tímabil erlendra ferðamanna virðist hins vegar vera að lengjast. Í fréttum Stöðvar 2 var tjaldsvæðið á Reyðarfirði heimsótt, eitt fimm tjaldsvæða í Fjarðabyggð. Á sama tíma í fyrra var allt brjálað að gera í hitabylgjunni. En hvernig skyldi staðan vera þetta sumarið? „Það er ekki nærri eins gott veður og í fyrra, ekki ennþá,“ svarar Lára Björnsdóttir, umsjónarmaður tjaldsvæða Fjarðabyggðar. „Hinsvegar virðist vera að lengjast tímabilið hjá okkur því það byrjaði fyrr. Gestir voru farnir að mæta hérna í apríl og það var ennþá snjókoma öðru hvoru. Ég hugsa að það verði líka lengra. Ég býst við að við höfum opið fram í október.“ Frá tjaldsvæðinu á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason Í fyrrasumar voru Íslendingar áttatíu prósent gesta. Núna eru erlendir ferðamenn í meirihluta. „Þeir eru að koma ýmist með flugi eða með Norrænu á Seyðisfjörð.“ Hún segir þó talsvert af Íslendingum í gönguhópum á Austurlandi. „Þeir gista þá væntanlega í ferðaskálunum hjá ferðafélögunum. Hinir eru eflaust bara úti í sólinni, á Ítalíu eða Spáni.“ En sjást þá varla Íslendingar á tjaldsvæðunum í ár? „Ég segi það ekki. Mér finnst vera að aukast núna, alveg bara með hverjum deginum sem líður. Þeir bara eru kannski rétt að byrja sumarfríið sitt núna,“ segir Lára Björnsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Tjaldsvæði Ferðalög Tengdar fréttir Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02 Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var tjaldsvæðið á Reyðarfirði heimsótt, eitt fimm tjaldsvæða í Fjarðabyggð. Á sama tíma í fyrra var allt brjálað að gera í hitabylgjunni. En hvernig skyldi staðan vera þetta sumarið? „Það er ekki nærri eins gott veður og í fyrra, ekki ennþá,“ svarar Lára Björnsdóttir, umsjónarmaður tjaldsvæða Fjarðabyggðar. „Hinsvegar virðist vera að lengjast tímabilið hjá okkur því það byrjaði fyrr. Gestir voru farnir að mæta hérna í apríl og það var ennþá snjókoma öðru hvoru. Ég hugsa að það verði líka lengra. Ég býst við að við höfum opið fram í október.“ Frá tjaldsvæðinu á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason Í fyrrasumar voru Íslendingar áttatíu prósent gesta. Núna eru erlendir ferðamenn í meirihluta. „Þeir eru að koma ýmist með flugi eða með Norrænu á Seyðisfjörð.“ Hún segir þó talsvert af Íslendingum í gönguhópum á Austurlandi. „Þeir gista þá væntanlega í ferðaskálunum hjá ferðafélögunum. Hinir eru eflaust bara úti í sólinni, á Ítalíu eða Spáni.“ En sjást þá varla Íslendingar á tjaldsvæðunum í ár? „Ég segi það ekki. Mér finnst vera að aukast núna, alveg bara með hverjum deginum sem líður. Þeir bara eru kannski rétt að byrja sumarfríið sitt núna,“ segir Lára Björnsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Tjaldsvæði Ferðalög Tengdar fréttir Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02 Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34 Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Silfurbergið frá Helgustöðum sagt hafa breytt heiminum Áhugi á Helgustaðanámunni við Reyðarfjörð hefur aukist og er áætlað að milli fimm og sjöþúsund ferðamenn skoði hana árlega. Nýútkomin bók varpar skýrara ljósi á það hvernig silfurbergið sem unnið var úr námunni í um 250 ára skeið olli straumhvörfum í vísindarannsóknum mannkyns. 2. september 2021 14:02
Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34
Austfirðingar mun brúnni en Sunnlendingar eftir sumarið Mikil hitabylgja ríður nú yfir Norður- og Austurland en veðurblíðan hefur verið gríðarleg í landshlutunum í allt sumar. 25. ágúst 2021 19:43