Spá enn fleiri hitametum í Evrópu í dag Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 08:17 Svona var umhorfs í Wennington í nágrenni Lundúna eftir að gróðureldar loguðu á heitasta degi í sögu Bretlands. getty Ekkert lát virðist ætla að verða á ofsahita í Evrópu og er búist við því að enn fleiri hitamet falli í dag, meðal annars í Danmörku en mesti hiti sem hefur mælst þar í landi er 36,4 gráður. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Søren Jacobsen, veðurfræðingi, á síðu sinni þar sem hann telur líklegt að það met falli í dag en spáð er allt að 36 gráðu hita í Danmörku í dag. Fara þarf 47 ár aftur í tímann til að finna síðustu mælingar þar sem hitinn fór yfir 36 gráður í Danmörku en það gerðist þann 10 ágúst árið 1975. „Það met gæti vel fallið í dag,“ segir Søren og bætir við að það virðist sem að þurrkar og mikill hiti geisi um allt landið. Spáin í Danmörku í dag.DR Í gær, þriðjudag, hríðféllu hitametin og slökkviliðsmenn víða um Evrópu áttu í fullu fangi með að minnka skaðann. Í Bretlandi fór hitinn í fyrsta sinn yfir 40 gráður í gær og skógareldar geisuðu í nágrenni Lundúna. Í Þýskalandi hefur hitinn ekki mælst meiri á þessu ári og í Portúgal hefur dauðsföllum fjölgað mikið síðustu daga eftir linnulausa skógarelda þar í landi. Fleiri svæði lengra til norðurs eru sömuleiðis í aukinni hættu fyrir skógareldum og í Belgíu og Hollandi er gert ráð fyrir methita. Búast við því versta Alþjóðaveðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna hefur samt sem áður varað við því að búast megi við enn skæðari skógareldum á næstunni. Hitabylgjur hafa orðið mun algengari á síðustu árum og vara lengur vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. „Í framtíðinni munu svona hitabylgjur verða daglegt brauð og við munum sjá enn meiri öfga í veðri,“ sagði forstjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunar SÞ Peterri Taalas. Veður Danmörk Bretland Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Danska ríkisútvarpið hefur eftir Søren Jacobsen, veðurfræðingi, á síðu sinni þar sem hann telur líklegt að það met falli í dag en spáð er allt að 36 gráðu hita í Danmörku í dag. Fara þarf 47 ár aftur í tímann til að finna síðustu mælingar þar sem hitinn fór yfir 36 gráður í Danmörku en það gerðist þann 10 ágúst árið 1975. „Það met gæti vel fallið í dag,“ segir Søren og bætir við að það virðist sem að þurrkar og mikill hiti geisi um allt landið. Spáin í Danmörku í dag.DR Í gær, þriðjudag, hríðféllu hitametin og slökkviliðsmenn víða um Evrópu áttu í fullu fangi með að minnka skaðann. Í Bretlandi fór hitinn í fyrsta sinn yfir 40 gráður í gær og skógareldar geisuðu í nágrenni Lundúna. Í Þýskalandi hefur hitinn ekki mælst meiri á þessu ári og í Portúgal hefur dauðsföllum fjölgað mikið síðustu daga eftir linnulausa skógarelda þar í landi. Fleiri svæði lengra til norðurs eru sömuleiðis í aukinni hættu fyrir skógareldum og í Belgíu og Hollandi er gert ráð fyrir methita. Búast við því versta Alþjóðaveðurfræðistofnun Sameinuðu þjóðanna hefur samt sem áður varað við því að búast megi við enn skæðari skógareldum á næstunni. Hitabylgjur hafa orðið mun algengari á síðustu árum og vara lengur vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum. „Í framtíðinni munu svona hitabylgjur verða daglegt brauð og við munum sjá enn meiri öfga í veðri,“ sagði forstjóri Alþjóðaveðurfræðistofnunar SÞ Peterri Taalas.
Veður Danmörk Bretland Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira