Pep staðfestir að Zinchenko sé á leið til Arsenal Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júlí 2022 10:00 Oleksandr Zinchenko er á leið til Arsenal. Alex Gottschalk/vi/DeFodi Images via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur staðfest að Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko sé á leið til Arsenal. Zinchenko verður því annar leikmaðurinn sem Arsenal kaupir af City í sumar. Þetta staðfesti þjálfarinn á blaðamannafundi í æfingaferð liðsins. Fyrr í sumar hafði Arsenal keypt framherjann Gabriel Jesus af Englandsmeisturunum. „Það var gott að geta kvatt hann almennilega í gær,“ sagði þjálfarinn þegar hann var spurður út í Zinchenko. „Því miður gátum við ekki gert það með Raheem [Sterling] og Gabriel [Jesus] af því að þá voru menn í sumarfríi. En í gær þegar við vorum að borða kvöldmat saman þá gátum við kvatt hann og svo heldur hann áfram til Arsenal.“ Pep Guardiola announces Oleksandr Zinchenko deal completed: “He’s going to Arsenal”, Man City manager confirms. ⚪️🔴🤝 #AFCDeal signed, second part of medical to be completed and then official statement.@footballdaily 🎥⤵️pic.twitter.com/pYNGVBLrfb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 20, 2022 Zinchenko gekk í raðir Manchester City árið 2016, þá aðeins 19 ára gamall. Hann hefur því verið í herbúðum liðsins í sex ár, ef frá er talið tímabilið 2016/2017 þar sem hann var á láni hjá PSV í Hollandi. Hann hefur leikið 76 deildarleiki fyrir liðið og unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, FA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn fjórum sinnum. Arsenal greiðir allt að 32 milljónir punda fyrir leikmanninn. Félagið greiðir 30 milljónir strax, en tvær milljónir gætu bæst við verðið ef ákveðnum skilyrðum er mætt. Leikmaðurinn skrifar undir samning til ársins 2026. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Þetta staðfesti þjálfarinn á blaðamannafundi í æfingaferð liðsins. Fyrr í sumar hafði Arsenal keypt framherjann Gabriel Jesus af Englandsmeisturunum. „Það var gott að geta kvatt hann almennilega í gær,“ sagði þjálfarinn þegar hann var spurður út í Zinchenko. „Því miður gátum við ekki gert það með Raheem [Sterling] og Gabriel [Jesus] af því að þá voru menn í sumarfríi. En í gær þegar við vorum að borða kvöldmat saman þá gátum við kvatt hann og svo heldur hann áfram til Arsenal.“ Pep Guardiola announces Oleksandr Zinchenko deal completed: “He’s going to Arsenal”, Man City manager confirms. ⚪️🔴🤝 #AFCDeal signed, second part of medical to be completed and then official statement.@footballdaily 🎥⤵️pic.twitter.com/pYNGVBLrfb— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 20, 2022 Zinchenko gekk í raðir Manchester City árið 2016, þá aðeins 19 ára gamall. Hann hefur því verið í herbúðum liðsins í sex ár, ef frá er talið tímabilið 2016/2017 þar sem hann var á láni hjá PSV í Hollandi. Hann hefur leikið 76 deildarleiki fyrir liðið og unnið ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum, FA-bikarinn einu sinni og enska deildarbikarinn fjórum sinnum. Arsenal greiðir allt að 32 milljónir punda fyrir leikmanninn. Félagið greiðir 30 milljónir strax, en tvær milljónir gætu bæst við verðið ef ákveðnum skilyrðum er mætt. Leikmaðurinn skrifar undir samning til ársins 2026.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira