Everton steinlá og Lampard varar liðið við annarri fallbaráttu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júlí 2022 12:31 Frank Lampard segir að leikmenn Everton þurfi að gera betur til að sleppa við aðra fallbaráttu. Brace Hemmelgarn/Everton FC via Getty Images Undibúningstímabil enska úrvalsdeildarliðsins Everton fer ekki vel af stað, en liðið steinlá 4-0 er þeir bláklæddu heimsóttu Minnesota United í Bandaríkjunum í nótt. Frank Lampard, þjálfari Everton, varaði leikmenn liðsins við annarri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Everton bjargaði sér endanlega frá falli á seinustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni með 3-2 sigri gegn Crystal Palace í næst seinustu umferð deildarinnar. Dominic Calwert-Lewin skoraði sigurmark liðsins á 85. mínútu eftir að Crystal Palace hafði komist í 0-2 í fyrri hálfleik. Eins og áður segir tapaði liðið 4-0 gegn Minnesota United í nótt, en Everton hefur þá tapað báðum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Everton mátti þola 2-0 tap gegn Arsenal í fyrsta leik sínum á þessu undirbúningstímabili. NEWS | Frank Lampard has warned that #EFC could face another relegation battle after the club lost 4-0 to MLS side Minnesota United in pre-season.More from @jwhitey98 https://t.co/oGZat1SfZR— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 21, 2022 Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við blaðamenn eftir tapið í nótt. Hann sagði að bæði hann og leikmenn liðsins þyrftu að gera betur til að forðast aðra fallbaráttu. „Leikmenn liðsins verða að skilja að við vorum í fallbaráttu stóran hluta seinasta tímabils,“ sagði Lampard. „Við áttum frábært kvöld [á móti Crystal Palace] og náðum í frábær úrslit sem voru söguleg fyrir félagið. En um leið og það var búið þá lagði ég það til hliðar og leikmennirnir verða að gera það líka.“ „Við vorum í þessari baráttu af ástæðu og ef við viljum ekki lenda í sömu stöðu aftur þá þurfa leikmennirnir að gera betur. Ég þarf að gera betur.“ „Það er mikið sem við þurfum að pæla í og það er mikil vinna framundan,“ sagði Lampard að lokum. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Everton bjargaði sér endanlega frá falli á seinustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni með 3-2 sigri gegn Crystal Palace í næst seinustu umferð deildarinnar. Dominic Calwert-Lewin skoraði sigurmark liðsins á 85. mínútu eftir að Crystal Palace hafði komist í 0-2 í fyrri hálfleik. Eins og áður segir tapaði liðið 4-0 gegn Minnesota United í nótt, en Everton hefur þá tapað báðum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Everton mátti þola 2-0 tap gegn Arsenal í fyrsta leik sínum á þessu undirbúningstímabili. NEWS | Frank Lampard has warned that #EFC could face another relegation battle after the club lost 4-0 to MLS side Minnesota United in pre-season.More from @jwhitey98 https://t.co/oGZat1SfZR— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 21, 2022 Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við blaðamenn eftir tapið í nótt. Hann sagði að bæði hann og leikmenn liðsins þyrftu að gera betur til að forðast aðra fallbaráttu. „Leikmenn liðsins verða að skilja að við vorum í fallbaráttu stóran hluta seinasta tímabils,“ sagði Lampard. „Við áttum frábært kvöld [á móti Crystal Palace] og náðum í frábær úrslit sem voru söguleg fyrir félagið. En um leið og það var búið þá lagði ég það til hliðar og leikmennirnir verða að gera það líka.“ „Við vorum í þessari baráttu af ástæðu og ef við viljum ekki lenda í sömu stöðu aftur þá þurfa leikmennirnir að gera betur. Ég þarf að gera betur.“ „Það er mikið sem við þurfum að pæla í og það er mikil vinna framundan,“ sagði Lampard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira