Dómsmálaráðherra segir ummæli vararíkissaksóknara slá sig illa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2022 15:04 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segist hafa ákveðna vanþóknun á þeim ummælum sem vararíkissaksóknari lét falla um hinsegin hælisleitendur á samfélagsmiðlum í gær. Vísir/vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur slá sig illa. Það sé ekki undir honum komið að ákveða hvort ummælin séu tilefni til áminningar. „Þetta slær mig illa og ég vil bara árétta það að ákærendur og öllum opinberum starfsmönnum ber að rækja starf sitt af alúð og samviskusemi í hvívetna og forðast að hafa nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða getur varpað rýrð á það starf eða starfsgrein sem það vinnur við,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Helgi Magnús vararíkissaksóknari deildi í gærkvöldi viðtali á Facebook-síðu sinni, sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2, við Helga Þorsteinsson Silva lögmann, sem sagði frá því að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum hæli. Héraðsdómur sneri ákvörðun útlendingastofnunar við á þeim grundvelli að sannað taldist að maðurinn væri samkynhneigður. Helgi Magnús skrifaði við deilinguna að „auðvitað ljúgi hælisleitendur.“ Þá spurði hann hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. Helgi sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi ekki verið að gera athugasemdir við málið sjálft heldur almennt. Þá þætti honum vænt um samkynhneiigða og hefði aldrei haft neitt á móti þeim. Dómsmálaráðherra bendir á að ríkissaksóknari hafi gefið út sérstakar siðareglur sem gildi um ákærendur í landinu. „Í þeim segir að framganga þeirra utan starfs megi ekki vera til þess að rýra traust ákæruvaldsins. Mitt mat er að mikilvægt sé að ákærendur standi undir virðingu og trausti almennings,“ segir Jón. Er tilefni til áminningar í þessu máli? „Það er í raun eins og ég vísa til, það er ríkissaksóknari sem fer með stjórnvaldsábyrgð í þessu máli og ég hef ekki haft neina stöðu eða ástæðu til þess að eiga samtal við hana. Það er best að hún svari því hvaða skref hún hyggst taka en ég hef ákveðna vanþóknun á þessu og framgöngu vararíkissaksóknara og hún slær mig ekki vel.“ Hinsegin Alþingi Hælisleitendur Dómstólar Tengdar fréttir Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. 22. júlí 2022 11:50 Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
„Þetta slær mig illa og ég vil bara árétta það að ákærendur og öllum opinberum starfsmönnum ber að rækja starf sitt af alúð og samviskusemi í hvívetna og forðast að hafa nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða getur varpað rýrð á það starf eða starfsgrein sem það vinnur við,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í samtali við fréttastofu. Helgi Magnús vararíkissaksóknari deildi í gærkvöldi viðtali á Facebook-síðu sinni, sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2, við Helga Þorsteinsson Silva lögmann, sem sagði frá því að stjórnvöld hafi sakað skjólstæðing hans um að ljúga til um kynhneigð sína og hafnað honum hæli. Héraðsdómur sneri ákvörðun útlendingastofnunar við á þeim grundvelli að sannað taldist að maðurinn væri samkynhneigður. Helgi Magnús skrifaði við deilinguna að „auðvitað ljúgi hælisleitendur.“ Þá spurði hann hvort einhver skortur væri á hommum á Íslandi. Helgi sagði jafnframt í samtali við fréttastofu í dag að hann hafi ekki verið að gera athugasemdir við málið sjálft heldur almennt. Þá þætti honum vænt um samkynhneiigða og hefði aldrei haft neitt á móti þeim. Dómsmálaráðherra bendir á að ríkissaksóknari hafi gefið út sérstakar siðareglur sem gildi um ákærendur í landinu. „Í þeim segir að framganga þeirra utan starfs megi ekki vera til þess að rýra traust ákæruvaldsins. Mitt mat er að mikilvægt sé að ákærendur standi undir virðingu og trausti almennings,“ segir Jón. Er tilefni til áminningar í þessu máli? „Það er í raun eins og ég vísa til, það er ríkissaksóknari sem fer með stjórnvaldsábyrgð í þessu máli og ég hef ekki haft neina stöðu eða ástæðu til þess að eiga samtal við hana. Það er best að hún svari því hvaða skref hún hyggst taka en ég hef ákveðna vanþóknun á þessu og framgöngu vararíkissaksóknara og hún slær mig ekki vel.“
Hinsegin Alþingi Hælisleitendur Dómstólar Tengdar fréttir Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. 22. júlí 2022 11:50 Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41 Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Helgi segir sér þyki vænt um samkynhneigða og hafi aldrei haft neitt á móti þeim Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að sér þyki vænt um samkynhneigða og hann hafi aldrei haft neitt á móti þeim. Það megi þó ekki gera ráð fyrir að hælisleitendur, sem segist samkynhneigðir, segi satt til um það. Formaður Samtakanna 78 segir ummæli Helga skýrt merki um að fordómar séu til staðar innan kerfisins. 22. júlí 2022 11:50
Vararíkissaksóknari segir hinsegin hælisleitendur „auðvitað“ ljúga Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari tjáir sig á Facebook um frétt af máli hinsegin hælisleitenda á Íslandi. Hann spyr hvort það sé „einhver skortur á hommum á Íslandi.“ 21. júlí 2022 22:41
Hafi kembt samfélagsmiðla í marga klukkutíma til að afsanna að maðurinn væri samkynhneigður Stjórnvöld virðast ætíð ganga út frá því að hælisleitendur sem sækja um alþjóðlega vernd á grundvelli kynhneigðar séu að ljúga, að mati lögmanns. Nýfallinn dómur í máli hælisleitanda slái á fingur stjórnvalda í þessum efnum - og annað sambærilegt mál gæti verið á leið fyrir dóm. 21. júlí 2022 19:00