Dularfull dauðsföll rússneskra auðmanna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. júlí 2022 14:31 Sean Gladwell/GettyImages Tæpur tugur rússneskra milljarðamæringa hefur látist við grunsamlegar aðstæður frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Í sumum tilfellum hefur öll fjölskylda milljarðamæringanna verið myrt. Sex þessara dauðsfalla virðast vera sjálfsvíg, í þremur tilfellanna virðist sem maðurinn hafi einnig myrt fjölskyldu sína. Tveir létust í bílslysi og einn virðist hafa tekið inn eitur fyrir slysni. Sjö þessar karla tengdust rússneska orkuiðnaðinum, fjórir þeirra voru stjórnendur í rússneska orkufyrirtækinu Gazprom og tveir voru stjórnendur stærsta samfélagsmiðils Rússlands. Níu sjálfsvíg og nokkur morð? Sá fyrsti fannst látinn nokkrum dögum fyrir innrásina í Úkraínu. Leonid Shulman fannst látinn inni á baðherbergi í Sankti Pétursborg og þar var kveðjubréf þar sem hann sagðist ekki þola lengur verkina sem hann þjáðist af í fótunum. Ættingjar hans rengja bréfið og sjálfsvígið. Alexander Tyulyakov fannst hengdur í Sankti Pétursborg í lok febrúar. Rússneskir fjölmiðlar sögðu lík Alexanders Tyulyakovs hafa borið merki um misþyrmingar. Mikhail Watford fannst hengdur í bílskúrnum sínum í Surrey í Englandi í lok febrúar. Hann hafði auðgast á olíu og gasi. Vasily Melnikov myrti eiginkonu sína og tvö börn, 10 og 4ra ára í lok mars, áður en hann tók eigið líf. Hann var stjórnandi lyfjafyrirtækis sem hafði tapað miklum fjármunum eftir að Vesturlönd hertu refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Nágrannar hans hafa miklar efasemdir um hvað hafi í raun gerst. Þann 19. apríl myrtu tveir rússneskir milljarðamæringar fjölskyldur sínar og tóku síðan eigin líf. Vladislav Avayev framkvæmdi ódæðið í Moskvu og Sergei Protosenya gerði það í Lloret de Mar á Spáni. Báðir höfðu auðgast í gegnum orkugeirann í Rússlandi. Aðstandendur þeirra efast um að mennirnir hafi fyrirfarið sér, hvað þá myrt eiginkonur og börn. Sá sjöundi í röðinni týndi lífi í Moskvu þann 8. maí. Alexander Subbotin var forstjóri Lukoil, stærsta olíufyrirtækis Rússlands. Hann þjáðist, að sögn, af timburmönnum. Til að ráða bót á því tók hann inn froskaeitur sem varð honum að aldurtila. Tveir þeir síðustu í þessari röð dularfullra dauðsfalla létust svo báðir þann 6. júní. Báðir voru stjórnendur samfélagsmiðilsins VK, sem er svar Rússa við Facebook. Þeir létust í bílslysi þegar jeppi sem þeir ferðuðust í ók út í á og sökk. Er maðkur í mysunni? Dauði svo margra milljarðamæringa hefur vakið upp spurningar um hvort mönnunum hafi verið komið fyrir kattarnef, en þess má geta að árið 2017 gaf USA Today út skýrslu þar sem fram kom að 38 rússneskir milljarðamæringar hefðu látist eða horfið á 3ja ára tímabili. Bandaríski fjárfestirinn Bill Browder, sem hefur fjallað um spillingu í Rússlandi í bókum sínum, segir í samtali við Newsweek að fólk eigi að gera ráð fyrir því versta þegar fréttir berast af dularfullum dauðdaga rússneskra auðmanna. Meiri líkur en minni séu á því að rússnesk stjórnvöld hafi látið myrða viðkomandi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Sex þessara dauðsfalla virðast vera sjálfsvíg, í þremur tilfellanna virðist sem maðurinn hafi einnig myrt fjölskyldu sína. Tveir létust í bílslysi og einn virðist hafa tekið inn eitur fyrir slysni. Sjö þessar karla tengdust rússneska orkuiðnaðinum, fjórir þeirra voru stjórnendur í rússneska orkufyrirtækinu Gazprom og tveir voru stjórnendur stærsta samfélagsmiðils Rússlands. Níu sjálfsvíg og nokkur morð? Sá fyrsti fannst látinn nokkrum dögum fyrir innrásina í Úkraínu. Leonid Shulman fannst látinn inni á baðherbergi í Sankti Pétursborg og þar var kveðjubréf þar sem hann sagðist ekki þola lengur verkina sem hann þjáðist af í fótunum. Ættingjar hans rengja bréfið og sjálfsvígið. Alexander Tyulyakov fannst hengdur í Sankti Pétursborg í lok febrúar. Rússneskir fjölmiðlar sögðu lík Alexanders Tyulyakovs hafa borið merki um misþyrmingar. Mikhail Watford fannst hengdur í bílskúrnum sínum í Surrey í Englandi í lok febrúar. Hann hafði auðgast á olíu og gasi. Vasily Melnikov myrti eiginkonu sína og tvö börn, 10 og 4ra ára í lok mars, áður en hann tók eigið líf. Hann var stjórnandi lyfjafyrirtækis sem hafði tapað miklum fjármunum eftir að Vesturlönd hertu refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Nágrannar hans hafa miklar efasemdir um hvað hafi í raun gerst. Þann 19. apríl myrtu tveir rússneskir milljarðamæringar fjölskyldur sínar og tóku síðan eigin líf. Vladislav Avayev framkvæmdi ódæðið í Moskvu og Sergei Protosenya gerði það í Lloret de Mar á Spáni. Báðir höfðu auðgast í gegnum orkugeirann í Rússlandi. Aðstandendur þeirra efast um að mennirnir hafi fyrirfarið sér, hvað þá myrt eiginkonur og börn. Sá sjöundi í röðinni týndi lífi í Moskvu þann 8. maí. Alexander Subbotin var forstjóri Lukoil, stærsta olíufyrirtækis Rússlands. Hann þjáðist, að sögn, af timburmönnum. Til að ráða bót á því tók hann inn froskaeitur sem varð honum að aldurtila. Tveir þeir síðustu í þessari röð dularfullra dauðsfalla létust svo báðir þann 6. júní. Báðir voru stjórnendur samfélagsmiðilsins VK, sem er svar Rússa við Facebook. Þeir létust í bílslysi þegar jeppi sem þeir ferðuðust í ók út í á og sökk. Er maðkur í mysunni? Dauði svo margra milljarðamæringa hefur vakið upp spurningar um hvort mönnunum hafi verið komið fyrir kattarnef, en þess má geta að árið 2017 gaf USA Today út skýrslu þar sem fram kom að 38 rússneskir milljarðamæringar hefðu látist eða horfið á 3ja ára tímabili. Bandaríski fjárfestirinn Bill Browder, sem hefur fjallað um spillingu í Rússlandi í bókum sínum, segir í samtali við Newsweek að fólk eigi að gera ráð fyrir því versta þegar fréttir berast af dularfullum dauðdaga rússneskra auðmanna. Meiri líkur en minni séu á því að rússnesk stjórnvöld hafi látið myrða viðkomandi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira