Synjað um líknardauða Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. júlí 2022 14:32 Eugen Sabau á meðan hann starfaði enn hjá Securitas. Guardia Civil Dómari hefur synjað manni sem lamaðist í skotbardaga við lögregluna, um líknardráp á Spáni, eftir að hann hafði áður fengið leyfi til þess að deyja. Maðurinn lamaðist í byssubardaga við lögreglu eftir að hafa reynt að drepa fyrrverandi samstarfsmenn sína. Ósáttur við uppsögn Þann 14. desember í fyrra, hélt Eugen Sabau til höfuðstöðva Securitas í Tarragona í Katalóníu. Honum hafði verið sagt upp störfum sem öryggisvörður, hann var ósáttur við það og ætlaði að láta stjórnendur fyrirtækisins finna til tevatnsins. Hann dró upp skammbyssu og riffil og skaut á fyrrverandi samstarfsmenn sína. Þrír særðust í skotárásinni. Hann lagði síðan á flótta, lögreglan veitti honum eftirför, hann særði einn lögreglumann áður en hann var felldur og handtekinn. Lamaðist í skotbardaga við lögreglu Sabau, sem er 46 ára, er ákærður fyrir morðtilraunir, tilræði við stjórnvöld og ólöglegan vopnaburð. Hann særðist hins vegar illa í eftirför lögreglunnar, hann er lamaður frá mitti, einfættur og hann segist finna fyrir miklum verkjum í handleggjum og hafi enga tilfinningu í búknum. Sabau hefur verið á sjúkrahúsi frá því hann var handtekinn og hefur sótt um að fá að deyja líknardauða. Lög sem heimila líknardauða voru samþykkt í spænska þinginu fyrir sléttum fjórum mánuðum, þann 24. mars. Lögregla vill að maðurinn svari til saka Lögreglan hefur andmælt því harðlega og vill að Sabau komi fyrir dóm og svari til saka fyrir gjörðir sínar. Í byrjun þessa mánaðar komst dómari hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekkert í hinum nýsamþykktu lögum heimili dómskerfinu að koma í veg fyrir líknardauða, séu réttar forsendur fyrir hendi, og því stóð til að enda líf Sabau á fimmtudag í næstu viku, þann 28. júlí. Nú hefur annar dómari hins vegar ákveðið að stöðva allt líknardrápsferlið á meðan beðið er úrskurðar áfrýjunardómstóls sem hefur til meðferðar kröfu lögreglunnar um að Eugen Sabau verði dæmdur fyrir glæp sinn áður en hann fær að deyja. Hér er hægt að sjá myndband af skotárásinni í höfuðstöðvum Securitas í Tarragona. Spánn Erlend sakamál Dánaraðstoð Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Ósáttur við uppsögn Þann 14. desember í fyrra, hélt Eugen Sabau til höfuðstöðva Securitas í Tarragona í Katalóníu. Honum hafði verið sagt upp störfum sem öryggisvörður, hann var ósáttur við það og ætlaði að láta stjórnendur fyrirtækisins finna til tevatnsins. Hann dró upp skammbyssu og riffil og skaut á fyrrverandi samstarfsmenn sína. Þrír særðust í skotárásinni. Hann lagði síðan á flótta, lögreglan veitti honum eftirför, hann særði einn lögreglumann áður en hann var felldur og handtekinn. Lamaðist í skotbardaga við lögreglu Sabau, sem er 46 ára, er ákærður fyrir morðtilraunir, tilræði við stjórnvöld og ólöglegan vopnaburð. Hann særðist hins vegar illa í eftirför lögreglunnar, hann er lamaður frá mitti, einfættur og hann segist finna fyrir miklum verkjum í handleggjum og hafi enga tilfinningu í búknum. Sabau hefur verið á sjúkrahúsi frá því hann var handtekinn og hefur sótt um að fá að deyja líknardauða. Lög sem heimila líknardauða voru samþykkt í spænska þinginu fyrir sléttum fjórum mánuðum, þann 24. mars. Lögregla vill að maðurinn svari til saka Lögreglan hefur andmælt því harðlega og vill að Sabau komi fyrir dóm og svari til saka fyrir gjörðir sínar. Í byrjun þessa mánaðar komst dómari hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekkert í hinum nýsamþykktu lögum heimili dómskerfinu að koma í veg fyrir líknardauða, séu réttar forsendur fyrir hendi, og því stóð til að enda líf Sabau á fimmtudag í næstu viku, þann 28. júlí. Nú hefur annar dómari hins vegar ákveðið að stöðva allt líknardrápsferlið á meðan beðið er úrskurðar áfrýjunardómstóls sem hefur til meðferðar kröfu lögreglunnar um að Eugen Sabau verði dæmdur fyrir glæp sinn áður en hann fær að deyja. Hér er hægt að sjá myndband af skotárásinni í höfuðstöðvum Securitas í Tarragona.
Spánn Erlend sakamál Dánaraðstoð Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira