Róbert Orri kom inn á sem varamaður í uppbótartíma er lið hans Montreal Impact vann 2-1 útisigur á D.C. United, sem er undir stjórn Wayne Rooney.
Montreal er í þriðja sæti Austurdeildar MLS en D.C. United er þar neðst.
Arnór Ingvi Traustason var þá í byrjunarliði New England Revolution sem gerði markalaust jafntefli við Columbus Crew á útivelli. Arnóri var skipt af velli á 67. mínútu leiksins.
Þá spilaði Þorleifur Úlfarsson allan leikinn á kantinum hjá Houston Dynamo sem tapaði 2-1 á heimavelli fyrir Minnesota United í nótt.
New England er í 10. sæti af 14 liðum í Austurdeildinni en Houston í 11. sæti Vesturdeildar.