Lífið

Stofnandi Google segir eiginkonu sína hafa haldið framhjá sér með Elon Musk

Bjarki Sigurðsson skrifar
Elon Musk, stofnandi og eigandi Tesla, er einn auðugasti maður heims.
Elon Musk, stofnandi og eigandi Tesla, er einn auðugasti maður heims. AP/Susan Walsh

Sergey Brin, einn stofnenda leitarvélarinnar Google, hefur sótt um skilnað frá eiginkonu sinni, Nicole Shanahan. Ástæðan ku vera að hún hafi haldið framhjá Brin með forstjóra og stofnanda Tesla, Elon Musk.

Wall Street Journal greinir frá þessu en þar kemur fram að Brin og Musk hafi áður fyrr verið góðir vinir. Musk hafi til dæmis oft fengið að gista heima hjá Brin og fjölskyldu hans, allt þar til upp komst að hann væri að sofa hjá Shanahan.

Shanahan og Brin þegar allt lék í lyndi.EPA/Monica M. Davey

Á þeim tíma sem framhjáhaldið átti sér stað voru Brin og Shanahan að ganga í gegnum erfiðleika í sambandi sínu en bjuggu enn þá saman. Brin sótti um skilnað í janúar á þessu ári, nokkrum vikum eftir að hann frétti af framhjáhaldinu.

Fréttir úr einkalífi Musk eru að verða enn algengari enn fyrr í þessum mánuði var greint frá því að hann hafi eignast tvíbura með stjórnanda hjá fyrirtækinu Neuralink, sem er í hans eigu. Musk hefur í heildina eignast tíu börn.


Tengdar fréttir

Stjórnendur Twitter höfða mál gegn Musk

Stjórnendur Twitter hafa ákveðið að höfða mál gegn Elon Musk, eftir að auðjöfurinn hætti við 44 milljarða dala yfirtöku á fyrirtækinu. Forsvarsmenn Twitter hafa nú krafist þess fyrir dómstól í Delaware að Musk verði látin standa við tilboð sitt, upp á 54 dali fyrir hvern hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×