Fiskur fluttur út fyrir 29 milljarða í júní Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2022 10:53 Samkvæmt Hagstofunni má rekja aukninguna að miklu leyti til stærri loðnukvóta. Vísir/Sigurjón Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam rúmum 29 milljörðum króna í júnímánuði. Það er um 8 prósenta aukning í krónum talið frá sama mánuði í fyrra en tæp 12 prósent í erlendri mynt vegna hækkunar á gengi krónunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og byggt er á bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fram kemur í tilkynningunni að aukninguna megi líklega að stærstum hluta rekja til loðnu, enda hafi orðið talsverð aukning á útflutningsverðmæti í þeim vinnsluflokkum þar sem loðnan er fyrirferðarmikil. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Mikil aukning hafi verið í útflutningi á fiskimjöli og lýsi í júní. Verðmæti þess samanlagt á fyrri árshelmingi sé þrefalt meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Það megi rekja til þess að loðnukvótinn í ár hafi verið margfalt stærri en í fyrra og hafi því hlutfallslega meira af kvótanum farið í bræðslu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Þá segir í tilkynningunni að á fyrstu sex mánuðum ársins nemi útflutningsverðmæti sjávarafurði 170 milljörðum króna. Það sé um 18 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra, mælt í erlendri mynt. Heilt yfir sé því ágætis gangur í sjávarútvegi en af þeim vinnsluflokkum sem birtir eru í bráðabirgðatölum Hagstofunnar sé einungis samdráttur í heilfrystum fiski. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Mikil aukning hafi þá verið í útflutningi sjávarafurða til Noregs. Það megi aftur rekja til loðnukvótans í ár og hversu stór hluti hans fór í bræðslu. Noregur hafi verið langstærsta viðskiptaland Íslands fyrir mjöl og lýsi í gegn um tíðina og endi það sem fer til Noregs í fiskeldisfóðri. Samkvæmt mánaðartölum Hagstofunnar, sem nái aftur til ársins 2002, hafi útflutningur til Noregss á fyrstu fimm mánuðum ársins aldrei verið meiri, sama hvort litið sé til verðmætis eða magns. Sjávarútvegur Noregur Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og byggt er á bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Fram kemur í tilkynningunni að aukninguna megi líklega að stærstum hluta rekja til loðnu, enda hafi orðið talsverð aukning á útflutningsverðmæti í þeim vinnsluflokkum þar sem loðnan er fyrirferðarmikil. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Mikil aukning hafi verið í útflutningi á fiskimjöli og lýsi í júní. Verðmæti þess samanlagt á fyrri árshelmingi sé þrefalt meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Það megi rekja til þess að loðnukvótinn í ár hafi verið margfalt stærri en í fyrra og hafi því hlutfallslega meira af kvótanum farið í bræðslu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Þá segir í tilkynningunni að á fyrstu sex mánuðum ársins nemi útflutningsverðmæti sjávarafurði 170 milljörðum króna. Það sé um 18 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra, mælt í erlendri mynt. Heilt yfir sé því ágætis gangur í sjávarútvegi en af þeim vinnsluflokkum sem birtir eru í bráðabirgðatölum Hagstofunnar sé einungis samdráttur í heilfrystum fiski. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi Mikil aukning hafi þá verið í útflutningi sjávarafurða til Noregs. Það megi aftur rekja til loðnukvótans í ár og hversu stór hluti hans fór í bræðslu. Noregur hafi verið langstærsta viðskiptaland Íslands fyrir mjöl og lýsi í gegn um tíðina og endi það sem fer til Noregs í fiskeldisfóðri. Samkvæmt mánaðartölum Hagstofunnar, sem nái aftur til ársins 2002, hafi útflutningur til Noregss á fyrstu fimm mánuðum ársins aldrei verið meiri, sama hvort litið sé til verðmætis eða magns.
Sjávarútvegur Noregur Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira