„Sært dýr er alltaf stórhættulegt“ Sindri Már Fannarsson skrifar 25. júlí 2022 22:00 Jón Sveinsson, þjálfari Fram. Vísir/Diego ÍA og Fram mættust á Norðuráls-vellinum á Akranesi í 14. umferð Bestu deildar karla í kvöld og enduðu leikar 0-4, Frömurum í vil. Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, segist varla geta beðið um meira. „Ég er auðvitað mjög sáttur og ánægður með leikinn og með leik minna manna. Mér fannst við mjög góðir í dag, að skora fjögur mörk og fá ekkert á sig, þú getur ekki beðið um mikið meira en það,“ sagði Jón í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn þróaðist í hálfgerða einstefnu í stöðunni 2-0 en Jón taldi mikilvægt að halda áfram að sækja þrátt fyrir að vera yfir, frekar en að detta í vörn. „Skagamenn hafa verið að lenda undir í leikjum og koma til baka, á móti Breiðablik í bikarnum og gegn Víking. Við þurftum að halda áfram og bæta í. Sært dýr er alltaf stórhættulegt. Maður vissi alltaf að næsta mark myndi skipta máli en sem betur fer náðum við því og héldum svo bara áfram.“ Fram hefur staðið sig betur en flestir spáðu fyrir um það sem af er sumri og finna sig í 8. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 14 umferðir. Jón segir þó of snemmt að spá fyrir um hvar liðið endar. „Það er nú bara júlí enn þá og fullt eftir af þessu móti. Við höldum bara áfram og við getum ekkert annað gert, eins klisjulegt og það er, en að taka næsta leik. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og fá þrjú stig út úr þeim. Svo verðum við bara að sjá til í september hvar við stöndum, upp á hvar við spilum í október.“ Að lokum þá taldi Jón ekki að Már Ægisson hafi ætlað að skjóta þegar hann skoraði annað mark Framara. „Líklega ekki en hann átti góða tilraun nokkru seinna sem var varin í slá þannig að þá bara jafnaðist það út. En góð fyrirgjöf. Þetta eru bestu fyrirgjafirnar, sem enda í markinu, það er bara þannig,“ sagði kampakátur Jón Sveinsson að lokum. Fram Besta deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
„Ég er auðvitað mjög sáttur og ánægður með leikinn og með leik minna manna. Mér fannst við mjög góðir í dag, að skora fjögur mörk og fá ekkert á sig, þú getur ekki beðið um mikið meira en það,“ sagði Jón í viðtali við Vísi eftir leik. Leikurinn þróaðist í hálfgerða einstefnu í stöðunni 2-0 en Jón taldi mikilvægt að halda áfram að sækja þrátt fyrir að vera yfir, frekar en að detta í vörn. „Skagamenn hafa verið að lenda undir í leikjum og koma til baka, á móti Breiðablik í bikarnum og gegn Víking. Við þurftum að halda áfram og bæta í. Sært dýr er alltaf stórhættulegt. Maður vissi alltaf að næsta mark myndi skipta máli en sem betur fer náðum við því og héldum svo bara áfram.“ Fram hefur staðið sig betur en flestir spáðu fyrir um það sem af er sumri og finna sig í 8. sæti deildarinnar með 17 stig eftir 14 umferðir. Jón segir þó of snemmt að spá fyrir um hvar liðið endar. „Það er nú bara júlí enn þá og fullt eftir af þessu móti. Við höldum bara áfram og við getum ekkert annað gert, eins klisjulegt og það er, en að taka næsta leik. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá og fá þrjú stig út úr þeim. Svo verðum við bara að sjá til í september hvar við stöndum, upp á hvar við spilum í október.“ Að lokum þá taldi Jón ekki að Már Ægisson hafi ætlað að skjóta þegar hann skoraði annað mark Framara. „Líklega ekki en hann átti góða tilraun nokkru seinna sem var varin í slá þannig að þá bara jafnaðist það út. En góð fyrirgjöf. Þetta eru bestu fyrirgjafirnar, sem enda í markinu, það er bara þannig,“ sagði kampakátur Jón Sveinsson að lokum.
Fram Besta deild karla Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira