Væta í kortunum víðast hvar um verslunarmannahelgina Árni Sæberg skrifar 26. júlí 2022 10:41 Einar Sveinbjörnsson hefur oft reynst sannspár um veðrið. Spár gera ráð fyrir því að tvær lægðir gangi yfir landið í vikunni. Skil þeirrar fyrri ganga inn á landið seint á morgun, þriðjudag, og þeirrar síðari á föstudag, fyrsta dag stærstu ferðahelgi landsins. „Sú lægð á að dýpka hér fyrir sunnan landið á seinnipartinn á föstudaginn. Það rignir helst frá henni og einna mest til að byrja með um suðaustan- og austanvert landið, en allt í hægum vindi á meðan hún er að dýpka,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um lægðina sem kemur inn á landið í blábyrjun verslunarmannahelgi í Reykjavík síðdegis í gær. Á laugardag sé svo spáð samfelldri úrkomu um norðan- og vestanvert landið og lægðin dragi inn í sig svo kalt loft að snjóa muni í hæstu fjöllum á þeim svæðum sem og á hálendinu. „Suðurlandið sleppur ekki, það verður norðanátt með einhverri vætu og úrkomu. Það er nú yfirleitt á sumrin þegar eru lægðir sem eru vaxandi og fara beint yfir landið, þá sleppur enginn landshluti. Við getum ekki sagt að leiðinlega veðrið sé þarna og þá sé veður betra á hinu landshorninu,“ segir Einar. Ekki öll von úti enn Spurður hvort engin sól sé í kortunum um verslunarmannahelgina bendir Einar á að helgin sé löng. Hann segir að líklegt sé að létti til með norðanátt á Suðurlandi á seinni hluta laugardags eða á sunnudag. „Síðan er hlé frá þessu öllu saman í lok helgarinnar, bæði á sunnudag og eins á mánudag. Það er nú langt í þessa daga,“ segir hann. Þá segir hann að ekki sé útséð um að veður verði slæmt á föstudag og laugardag. „Þetta er bara veðurspá. Það er mánudagur í dag og oft hafa nú spárnar breyst mikið á færri dögum en það,“ segir Einar. Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Grjóthrun á Siglufjarðarvegi og skriðufall í Neskaupstað Það versta yfirstaðið en veður áfram leiðinlegt á morgun Vaktin: Ekta sumarhret leikur landann grátt Sjá meira
„Sú lægð á að dýpka hér fyrir sunnan landið á seinnipartinn á föstudaginn. Það rignir helst frá henni og einna mest til að byrja með um suðaustan- og austanvert landið, en allt í hægum vindi á meðan hún er að dýpka,“ sagði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um lægðina sem kemur inn á landið í blábyrjun verslunarmannahelgi í Reykjavík síðdegis í gær. Á laugardag sé svo spáð samfelldri úrkomu um norðan- og vestanvert landið og lægðin dragi inn í sig svo kalt loft að snjóa muni í hæstu fjöllum á þeim svæðum sem og á hálendinu. „Suðurlandið sleppur ekki, það verður norðanátt með einhverri vætu og úrkomu. Það er nú yfirleitt á sumrin þegar eru lægðir sem eru vaxandi og fara beint yfir landið, þá sleppur enginn landshluti. Við getum ekki sagt að leiðinlega veðrið sé þarna og þá sé veður betra á hinu landshorninu,“ segir Einar. Ekki öll von úti enn Spurður hvort engin sól sé í kortunum um verslunarmannahelgina bendir Einar á að helgin sé löng. Hann segir að líklegt sé að létti til með norðanátt á Suðurlandi á seinni hluta laugardags eða á sunnudag. „Síðan er hlé frá þessu öllu saman í lok helgarinnar, bæði á sunnudag og eins á mánudag. Það er nú langt í þessa daga,“ segir hann. Þá segir hann að ekki sé útséð um að veður verði slæmt á föstudag og laugardag. „Þetta er bara veðurspá. Það er mánudagur í dag og oft hafa nú spárnar breyst mikið á færri dögum en það,“ segir Einar.
Veður Ferðalög Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Skúrir víða um land og lægð nálgast Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Skýjað og skúrir en ekki of kalt Allt að sautján stiga hiti í dag Búast má við töluverðum dembum Rigning víða í dag Skýjað og væta í flestum landshlutum Áfram hlýjast á Vesturlandi Hlýjast á Vesturlandi Gular viðvaranir í kortunum Hiti gæti náð sautján stigum suðaustantil Bætir í úrkomu í kvöld Rigning eða súld um landið allt Lægðardrag yfir landinu Hiti að sextán stigum Allt að átján stiga hiti fyrir vestan Allt að tuttugu stiga hiti Að átján stigum suðvestanlands Fjögurra daga bongóblíða í vændum Væta víðast hvar og hiti að sautján stigum Rigning og hvassviðri með suðurströndinni Bjart með köflum en blæs úr austri í kvöld Bjart og milt peysuveður Glittir í endurkomu sumarsins Að mestu léttskýjað fyrir sunnan og vestan Áframhaldandi norðan strekkingur Óveðrinu slotar en áfram hætta á skriðuföllum Grjóthrun á Siglufjarðarvegi og skriðufall í Neskaupstað Það versta yfirstaðið en veður áfram leiðinlegt á morgun Vaktin: Ekta sumarhret leikur landann grátt Sjá meira