Heimsleikarnir fara í ár fram í Madison í Wisconsin fylki frá 3. til 7. ágúst næstkomandi. Það er því enn meira en vika í það að alvaran byrji.
Björgvin Karl keppir áfram í einstaklingskeppninni en Anníe Mist hefur skipt yfir í liðakeppnina. Lið CrossFit Reykjavíkur vann yfirburðasigur í undanúrslitunum og er til alls líklegt í keppninni í ár.
Anníe Mist og Björgvin Karl fóru snemma út til að venjast bæði tímamismundinum og hitanum en þau hafa verið að æfa hjá Triple River CrossFit í Michigan fylki.
Það er nauðsynlegt að hafa líka gaman á milli erfiða æfinga og „galdrakonan“ Anníe Mist skemmti sér aðeins á kostnað BKG eins og sjá má hér fyrir neðan.
Við bíðum síðan örugglega flest spennt eftir því hvernig Björgvin Karl mun hefna sína á Anníe á næstu dögum.