„Cristiano Ronaldo færi í Liverpool ef hann ætti möguleika á því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 09:00 Cristiano Ronaldo vill spila í Meistaradeildinni og það fær hann ekki sem leikmaður Manchester United í vetur. Getty/James Gill Cristiano Ronaldo reynir nú allt til þess að komast frá Manchester United og í lið sem spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Fyrrum enskur landsliðsmaður er allt annað en hrifinn af fréttunum sem sífellt berast af einum besta fótboltamanni sögunnar. Sá heitir Gabriel Agbonlahor og gerði góða hluti með Aston Villa á árum áður. Hann segir að Ronaldo sýni United enga hollustu með þessum tilraunum sínum til að losna. Cristiano Ronaldo would join Liverpool this summer, if he could." He has no loyalty to Manchester United."https://t.co/AbMugeXf1p— SPORTbible (@sportbible) July 29, 2022 Manchester United hefur margoft gefið það út að Ronaldo sé ekki til sölu en hann hefur ekkert verið í kringum liðið á undirbúningstímabilinu og mætti aðeins á svæðið í vikunni til að reyna að fá sig lausan samkvæmt fréttum enskra miðla. „Cristiano Ronaldo færi í Liverpool í sumar ef hann ætti möguleika á því. Þeir eru aðalerkifjendur Man. United en þetta snýst allt um Ronaldo sjálfan,“ sagði Gabriel Agbonlahor í viðtali við talkSPORT. „Hann fer þangað sem hann getur spilað Meistaradeildarfótbolta, til að bæta við markatölfræði sína og vinna titla. Ég held að Ronaldo beri enga hollustu til United, Real Madrid eða Juventus,“ sagði Agbonlahor en það eru þrjú síðustu félögin sem Portúgalinn spilaði með. Should Man United let Cristiano Ronaldo go? pic.twitter.com/UnQaXNAITX— ESPN UK (@ESPNUK) July 28, 2022 Ronaldo er orðinn 37 ára gamall og á því ekki mörg tímabil eftir í fremstu röð. Hann er markhæsti fótboltamaður sögunnar og sá sem hefur skorað flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar auk þess að spila flesta leiki og vinna hana fimm sinnum á ferlinum. Hann fór ekki með United í æfingaferðina til Tælands og Ástralíu en mætti svo á æfingasvæðið í Carrington með umboðsmann sinn, Jorge Mendes, með í för. Manchester United endaði bara í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þrátt fyrir átján mörk frá Ronaldo og liðið spilar því í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Fyrrum enskur landsliðsmaður er allt annað en hrifinn af fréttunum sem sífellt berast af einum besta fótboltamanni sögunnar. Sá heitir Gabriel Agbonlahor og gerði góða hluti með Aston Villa á árum áður. Hann segir að Ronaldo sýni United enga hollustu með þessum tilraunum sínum til að losna. Cristiano Ronaldo would join Liverpool this summer, if he could." He has no loyalty to Manchester United."https://t.co/AbMugeXf1p— SPORTbible (@sportbible) July 29, 2022 Manchester United hefur margoft gefið það út að Ronaldo sé ekki til sölu en hann hefur ekkert verið í kringum liðið á undirbúningstímabilinu og mætti aðeins á svæðið í vikunni til að reyna að fá sig lausan samkvæmt fréttum enskra miðla. „Cristiano Ronaldo færi í Liverpool í sumar ef hann ætti möguleika á því. Þeir eru aðalerkifjendur Man. United en þetta snýst allt um Ronaldo sjálfan,“ sagði Gabriel Agbonlahor í viðtali við talkSPORT. „Hann fer þangað sem hann getur spilað Meistaradeildarfótbolta, til að bæta við markatölfræði sína og vinna titla. Ég held að Ronaldo beri enga hollustu til United, Real Madrid eða Juventus,“ sagði Agbonlahor en það eru þrjú síðustu félögin sem Portúgalinn spilaði með. Should Man United let Cristiano Ronaldo go? pic.twitter.com/UnQaXNAITX— ESPN UK (@ESPNUK) July 28, 2022 Ronaldo er orðinn 37 ára gamall og á því ekki mörg tímabil eftir í fremstu röð. Hann er markhæsti fótboltamaður sögunnar og sá sem hefur skorað flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar auk þess að spila flesta leiki og vinna hana fimm sinnum á ferlinum. Hann fór ekki með United í æfingaferðina til Tælands og Ástralíu en mætti svo á æfingasvæðið í Carrington með umboðsmann sinn, Jorge Mendes, með í för. Manchester United endaði bara í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þrátt fyrir átján mörk frá Ronaldo og liðið spilar því í Evrópudeildinni á komandi tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira