Putin heldur áfram að ofsækja fjölmiðla Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2022 13:13 Marina Ovsyannikova fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 1 í réttarsal í Moskvu. Hún komst í heimsfréttirnar þegar hún truflaði beina fréttaútsendingu með því að stilla sér upp fyrir aftan fréttaþul með skilti þar sem innrásinni í Úkraínu var mótmælt. Ovsyannikova segir það borgaralegan rétt hennar samkvæmt stjórnarskrá Rússlands að mega mótmæla stefnu stjórnvalda. AP/Alexander Zemlianichenko Rússnesk stjórnvöld halda áfram að ofsækja fréttamenn og fjölmiðla sem voga sér að lýsa andstöðu við innrás Rússa í Úkraínu og kalla hana stríð en ekki sérstaka hernaðaraðgerð. Fjölmiðlaráð Rússlands hefur krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu eina frjálsa dagblaðsins í landinu. Dómstóll í Moskvu dæmdi fréttakonuna Marina Ovsyannikova fyrrverandi ritstjóra Stöðvar 1 til greiðslu sektar fyrir að hafa smánað rússneska herinn þegar hún truflað útsendingu frétta með því að stilla sér upp fyrir aftan fréttaþul með mótmælaspjald gegn innrás Rússa í Úkraínu. Henni er gert að greiða 50.000 rúblna sekt eða rúmlega 110 þúsund íslenskrar krónur. Marina Ovsyannikova fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 1 í Rússlandi segist ekki ætla að láta hræða sig til að hætta að mótmæla stríðinu í Úkraínu.AP/Alexander Zemlianichenko Að lokinni dómsuppkvaðningunni sagði hún stríð vera versta glæp 21. aldarinnar. Hún stæði fullkomlega við orð sín og myndi halda áfram að mótmæla innrásinni sem væri hluti af hennar borgaralegu réttindum og hún óskaði ekki eftir hæli í öðru landi. „Allar þessar ásakanir eru algerlega fáránlegar. Ég skil ekki þessa tímasóun. Það var augljóst frá upphafi að til þessara réttarhalda var boðað til að hræða mig og alla þá sem eru ósammála stjórnvöldum varðandi stríðið," sagði Ovsyannikova að lokinni dómsuppkvaðningu. Krefjast afturköllunar starfsleyfis netmiðils Þá hefur Fjölmiðlaráð Rússlands krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu dagblaðsins Novaya Gazeta fyrir að hafa ekki tekið fram að höfundar nokkurra greina væru "erlendir útsendarar," eins og stjórnvöld kalla það. Prentútgáfunni er einnig ógnað af svipuðum ástæðum. Fréttastjórinn Nadezhda Prusenkova segir að gripið verði til varna þótt hún hefði enga tálsýn varðandi útkomuna. Vladimir Putin forseti og einræðisherra Rússlands hefur tekist að kæfa nánast alla frjálsa fjölmiðlun í Rússlandi. Stofnanir hans leggja þá örfáu miðla sem eftir eru í einelti. Þá hafa fjölmargir frétta- og blaðamenn verið handteknir eða myrtir.AP/forsetaembætti Rússlands „Það er augljóst að stjórnvöldum finnst við ekki bara óþörf, heldur sé þankagangur okkar óþarfur í rússnesku samfélagi. Eins og allt sem snertir okkar miðil og ekki bara þankagangur okkar í dag heldur einnig hvað við gætum hugsað í framtíðinni," sagði Prusenkova. Lögmaður hennar sagði þetta í fyrsta sinn sem rússnesk stjórnvöld bönnuðu fólki með beinum hætti að segja hug sinn. Það gæfi fordæmi fyrir því að þagga niður í öllum sem mótmæltu stríðsrekstrinum í Úkraínu. Samfélagsmiðlar sektaðir fyrir óhlýðni Dómstóll í Moskvu kvað einnig upp sektardóm yfir tónlistarveitunni Spotify og Tinder í gær. Miðlarnir eru sakaðir um að neita að koma netþjónum með upplýsingum um notendur sína í Rússlandi fyrir þar í landi. Fjölmiðlaráð Rússlands stefndi fyrirtækjunum og krafðist þess að fyrirtækin yrðu sektuð. Spotify var dæmt til að greiða hálfa milljón rúblna í sekt, um 1,1 milljónir króna og Tinder var gert að greiða tvæ milljónir rúblna eða um 4,6 milljónir króna. Þá hafa rússnesk stjórnvöld einnig hafið málaferli gegn WhatsApp og Snapchat þar sem þess er sömuleiðis krafist að upplýsingar um rússneska notendur verði vistaðar á netþjónum í Rússlandi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Vladimír Pútín Tengdar fréttir Bjóða Rússum skipti á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner heim og nú berast fréttir um að bandarísk yfirvöld hafi nú gert Rússum tilboð. 28. júlí 2022 07:30 Gasverð í Evrópu hefur hækkað um tvö prósent Gasverð hefur hækkað á mörkuðum í dag eftir að Rússar skertu enn frekar gasflutninga sína til Þýskalands og annarra mið-Evrópuríkja. 27. júlí 2022 22:29 Lavrov ferðast um Afríku til að styrkja tengslin Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands flaug til Kongó-Brazzaville í morgun en hann er á ferðalagi um álfuna í von um að styrkja tengslin við önnur ríki en í Evrópu. Afríkuríki hafa ekki tekið þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum vegna Úkraínustríðsins og vonast Rússar til að góðvilji sé til staðar til að styrkja tengslin enn frekar. 25. júlí 2022 13:58 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Dómstóll í Moskvu dæmdi fréttakonuna Marina Ovsyannikova fyrrverandi ritstjóra Stöðvar 1 til greiðslu sektar fyrir að hafa smánað rússneska herinn þegar hún truflað útsendingu frétta með því að stilla sér upp fyrir aftan fréttaþul með mótmælaspjald gegn innrás Rússa í Úkraínu. Henni er gert að greiða 50.000 rúblna sekt eða rúmlega 110 þúsund íslenskrar krónur. Marina Ovsyannikova fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 1 í Rússlandi segist ekki ætla að láta hræða sig til að hætta að mótmæla stríðinu í Úkraínu.AP/Alexander Zemlianichenko Að lokinni dómsuppkvaðningunni sagði hún stríð vera versta glæp 21. aldarinnar. Hún stæði fullkomlega við orð sín og myndi halda áfram að mótmæla innrásinni sem væri hluti af hennar borgaralegu réttindum og hún óskaði ekki eftir hæli í öðru landi. „Allar þessar ásakanir eru algerlega fáránlegar. Ég skil ekki þessa tímasóun. Það var augljóst frá upphafi að til þessara réttarhalda var boðað til að hræða mig og alla þá sem eru ósammála stjórnvöldum varðandi stríðið," sagði Ovsyannikova að lokinni dómsuppkvaðningu. Krefjast afturköllunar starfsleyfis netmiðils Þá hefur Fjölmiðlaráð Rússlands krafist þess að Hæstiréttur landsins afturkalli starfsleyfi vefútgáfu dagblaðsins Novaya Gazeta fyrir að hafa ekki tekið fram að höfundar nokkurra greina væru "erlendir útsendarar," eins og stjórnvöld kalla það. Prentútgáfunni er einnig ógnað af svipuðum ástæðum. Fréttastjórinn Nadezhda Prusenkova segir að gripið verði til varna þótt hún hefði enga tálsýn varðandi útkomuna. Vladimir Putin forseti og einræðisherra Rússlands hefur tekist að kæfa nánast alla frjálsa fjölmiðlun í Rússlandi. Stofnanir hans leggja þá örfáu miðla sem eftir eru í einelti. Þá hafa fjölmargir frétta- og blaðamenn verið handteknir eða myrtir.AP/forsetaembætti Rússlands „Það er augljóst að stjórnvöldum finnst við ekki bara óþörf, heldur sé þankagangur okkar óþarfur í rússnesku samfélagi. Eins og allt sem snertir okkar miðil og ekki bara þankagangur okkar í dag heldur einnig hvað við gætum hugsað í framtíðinni," sagði Prusenkova. Lögmaður hennar sagði þetta í fyrsta sinn sem rússnesk stjórnvöld bönnuðu fólki með beinum hætti að segja hug sinn. Það gæfi fordæmi fyrir því að þagga niður í öllum sem mótmæltu stríðsrekstrinum í Úkraínu. Samfélagsmiðlar sektaðir fyrir óhlýðni Dómstóll í Moskvu kvað einnig upp sektardóm yfir tónlistarveitunni Spotify og Tinder í gær. Miðlarnir eru sakaðir um að neita að koma netþjónum með upplýsingum um notendur sína í Rússlandi fyrir þar í landi. Fjölmiðlaráð Rússlands stefndi fyrirtækjunum og krafðist þess að fyrirtækin yrðu sektuð. Spotify var dæmt til að greiða hálfa milljón rúblna í sekt, um 1,1 milljónir króna og Tinder var gert að greiða tvæ milljónir rúblna eða um 4,6 milljónir króna. Þá hafa rússnesk stjórnvöld einnig hafið málaferli gegn WhatsApp og Snapchat þar sem þess er sömuleiðis krafist að upplýsingar um rússneska notendur verði vistaðar á netþjónum í Rússlandi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Fjölmiðlar Vladimír Pútín Tengdar fréttir Bjóða Rússum skipti á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner heim og nú berast fréttir um að bandarísk yfirvöld hafi nú gert Rússum tilboð. 28. júlí 2022 07:30 Gasverð í Evrópu hefur hækkað um tvö prósent Gasverð hefur hækkað á mörkuðum í dag eftir að Rússar skertu enn frekar gasflutninga sína til Þýskalands og annarra mið-Evrópuríkja. 27. júlí 2022 22:29 Lavrov ferðast um Afríku til að styrkja tengslin Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands flaug til Kongó-Brazzaville í morgun en hann er á ferðalagi um álfuna í von um að styrkja tengslin við önnur ríki en í Evrópu. Afríkuríki hafa ekki tekið þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum vegna Úkraínustríðsins og vonast Rússar til að góðvilji sé til staðar til að styrkja tengslin enn frekar. 25. júlí 2022 13:58 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Bjóða Rússum skipti á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að fá bandarísku körfuboltakonuna Brittney Griner heim og nú berast fréttir um að bandarísk yfirvöld hafi nú gert Rússum tilboð. 28. júlí 2022 07:30
Gasverð í Evrópu hefur hækkað um tvö prósent Gasverð hefur hækkað á mörkuðum í dag eftir að Rússar skertu enn frekar gasflutninga sína til Þýskalands og annarra mið-Evrópuríkja. 27. júlí 2022 22:29
Lavrov ferðast um Afríku til að styrkja tengslin Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands flaug til Kongó-Brazzaville í morgun en hann er á ferðalagi um álfuna í von um að styrkja tengslin við önnur ríki en í Evrópu. Afríkuríki hafa ekki tekið þátt í viðskiptaþvingunum gegn Rússum vegna Úkraínustríðsins og vonast Rússar til að góðvilji sé til staðar til að styrkja tengslin enn frekar. 25. júlí 2022 13:58