England Evrópumeistari í fyrsta sinn Arnar Geir Halldórsson skrifar 31. júlí 2022 18:34 Sigurmarkinu fagnað vísir/Getty England er Evrópumeistari í knattspyrnu í fyrsta sinn eftir sigur á áttföldum Evrópumeisturum Þjóðverja á Wembley í London í kvöld. Enska liðið hefur spilað frábærlega á mótinu sem hefur farið fram á Englandi undanfarnar vikur og þær mættu ákveðnar til leiks á Wembley í dag. Talsvert jafnræði var þó með liðunum í fyrri hálfleik án þess að liðin næðu að skora og staðan í hálfleik því 0-0. Þýska liðið varð fyrir áfalli í upphitun því ein skærasta stjarna liðsins, Alexandra Popp, meiddist í upphitun. Ella Toone kom inn af varamannabekk Englands snemma í síðari hálfleik og hún sá um að ná forystunni fyrir enska liðið þegar hún slapp í gegn eftir sendingu Keiru Walsh á 62.mínútu og kláraði færið sitt af stakri snilld. Þjóðverjum gekk illa að finna leið framhjá þéttum varnarmúr heimakvenna en á 79.mínútu fann Lina Magull leiðina og jafnaði metin. Bæði lið spiluðu í kjölfarið nokkuð varfærnislega og fór að lokum svo að framlengja þurfti leikinn. Þar reyndust ensku ljónynjurnar sterkari og annar varamaður, Chloe Kelly, var fyrst að átta sig í vítateig Þjóðverja eftir hornspyrnu á 110.mínútu og skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins. ENGLAND HAVE DONE IT! The Lionesses have won their first ever major trophy! European Champions. Absolutely remarkable. https://t.co/acmPBAO58d #BBCEuros #BBCFootball #WEuro2022 pic.twitter.com/H6gYaKrsAJ— BBC Sport (@BBCSport) July 31, 2022 EM 2022 í Englandi England Bretland
England er Evrópumeistari í knattspyrnu í fyrsta sinn eftir sigur á áttföldum Evrópumeisturum Þjóðverja á Wembley í London í kvöld. Enska liðið hefur spilað frábærlega á mótinu sem hefur farið fram á Englandi undanfarnar vikur og þær mættu ákveðnar til leiks á Wembley í dag. Talsvert jafnræði var þó með liðunum í fyrri hálfleik án þess að liðin næðu að skora og staðan í hálfleik því 0-0. Þýska liðið varð fyrir áfalli í upphitun því ein skærasta stjarna liðsins, Alexandra Popp, meiddist í upphitun. Ella Toone kom inn af varamannabekk Englands snemma í síðari hálfleik og hún sá um að ná forystunni fyrir enska liðið þegar hún slapp í gegn eftir sendingu Keiru Walsh á 62.mínútu og kláraði færið sitt af stakri snilld. Þjóðverjum gekk illa að finna leið framhjá þéttum varnarmúr heimakvenna en á 79.mínútu fann Lina Magull leiðina og jafnaði metin. Bæði lið spiluðu í kjölfarið nokkuð varfærnislega og fór að lokum svo að framlengja þurfti leikinn. Þar reyndust ensku ljónynjurnar sterkari og annar varamaður, Chloe Kelly, var fyrst að átta sig í vítateig Þjóðverja eftir hornspyrnu á 110.mínútu og skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins. ENGLAND HAVE DONE IT! The Lionesses have won their first ever major trophy! European Champions. Absolutely remarkable. https://t.co/acmPBAO58d #BBCEuros #BBCFootball #WEuro2022 pic.twitter.com/H6gYaKrsAJ— BBC Sport (@BBCSport) July 31, 2022
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti