„Fórum að sofa og vöknum um vetur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2022 13:44 Skálaverðir í Drekagili vissu ekki hvaðan sig stóð veðrið í morgun. Snjó kyngdi niður á miðhálendinu í nótt og gular viðvaranir eru á svæðinu yfir helgina. Þegar skálaverðir í Drekagili vöknuðu hafði vetur skollið á um hásumar. Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí fer að líða undir lok. Gul viðvörun tók gildi í morgun á miðhálendi og austurlandi og varir fram yfir helgi. Slydda, hálka og snjókoma beið skálavarða í Drekagili í grennd við Öskju í morgun en þeir höfðu þá farið að sofa í ágætisveðri. Hitinn er nú í kringum frostmark en skálaverðir á svæðinu láta veturinn ekki á sig fá. Mio Högnason er einn þeirra. Mio Storåsen Högnason er landvörður í Drekagili. „Það er gífurlega mikil þoka og svona þrír sentimetrar af snjó alls staðar; tjaldsvæði, fjöllum og fyrir framan kofann,“ segir Mio sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Í gær var bara eðlilegt veður, rigning og smá þoka, svo förum við að sofa og vöknum um vetur, það er bara veður eins og það væri 1. des.“ Vegir eru þó í góðu lagi enn sem komið er. Gæsavatnaleið hefur hins vegar verið lokuð í nokkurn tíma vegna snjóskafla. Mio segir þó ekkert þunglyndi í mannskapnum þrátt fyrir heldur dapurt veður þetta sumarið. „Ef maður er inni í kofa þá er þetta bara huggulegt, finnst mér. Við erum líka með góða aðstöðu fyrir gesti sem hafa aðgengi að eldhúsi. margir eru bara að elda morgunmat og kvöldmat og spila.“ Hann segir sumarið að öðru leyti hafa gengið vel þrátt fyrir að veðrið hafi ekki beint leikið við gesti. „Miðað við 20 gráður og sól í fyrra hefur verið frekar grátt en ekki mikill vindur og ekkert mjög mikil rigning, bara fínt. Hér eru fáir Íslendingar og meira eða minna Þjóðverjar og Frakkar. Það eru aðeins færri sem hafa komið hingað en var í fyrra,“ segir Mio. Skammt frá Drekagili hefur land risið hjá eldfjallinu Öskju en Mio hefur litlar áhyggjur af því enda í góðum samskipum við lögreglu og björgunarsveitir. Drekagil í júlí.aðsend Tjaldað fyrir utan skálann.aðsend Ferðamennska á Íslandi Veður Fjallamennska Þingeyjarsveit Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Sjá meira
Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí fer að líða undir lok. Gul viðvörun tók gildi í morgun á miðhálendi og austurlandi og varir fram yfir helgi. Slydda, hálka og snjókoma beið skálavarða í Drekagili í grennd við Öskju í morgun en þeir höfðu þá farið að sofa í ágætisveðri. Hitinn er nú í kringum frostmark en skálaverðir á svæðinu láta veturinn ekki á sig fá. Mio Högnason er einn þeirra. Mio Storåsen Högnason er landvörður í Drekagili. „Það er gífurlega mikil þoka og svona þrír sentimetrar af snjó alls staðar; tjaldsvæði, fjöllum og fyrir framan kofann,“ segir Mio sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Í gær var bara eðlilegt veður, rigning og smá þoka, svo förum við að sofa og vöknum um vetur, það er bara veður eins og það væri 1. des.“ Vegir eru þó í góðu lagi enn sem komið er. Gæsavatnaleið hefur hins vegar verið lokuð í nokkurn tíma vegna snjóskafla. Mio segir þó ekkert þunglyndi í mannskapnum þrátt fyrir heldur dapurt veður þetta sumarið. „Ef maður er inni í kofa þá er þetta bara huggulegt, finnst mér. Við erum líka með góða aðstöðu fyrir gesti sem hafa aðgengi að eldhúsi. margir eru bara að elda morgunmat og kvöldmat og spila.“ Hann segir sumarið að öðru leyti hafa gengið vel þrátt fyrir að veðrið hafi ekki beint leikið við gesti. „Miðað við 20 gráður og sól í fyrra hefur verið frekar grátt en ekki mikill vindur og ekkert mjög mikil rigning, bara fínt. Hér eru fáir Íslendingar og meira eða minna Þjóðverjar og Frakkar. Það eru aðeins færri sem hafa komið hingað en var í fyrra,“ segir Mio. Skammt frá Drekagili hefur land risið hjá eldfjallinu Öskju en Mio hefur litlar áhyggjur af því enda í góðum samskipum við lögreglu og björgunarsveitir. Drekagil í júlí.aðsend Tjaldað fyrir utan skálann.aðsend
Ferðamennska á Íslandi Veður Fjallamennska Þingeyjarsveit Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Sjá meira