„Fórum að sofa og vöknum um vetur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2022 13:44 Skálaverðir í Drekagili vissu ekki hvaðan sig stóð veðrið í morgun. Snjó kyngdi niður á miðhálendinu í nótt og gular viðvaranir eru á svæðinu yfir helgina. Þegar skálaverðir í Drekagili vöknuðu hafði vetur skollið á um hásumar. Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí fer að líða undir lok. Gul viðvörun tók gildi í morgun á miðhálendi og austurlandi og varir fram yfir helgi. Slydda, hálka og snjókoma beið skálavarða í Drekagili í grennd við Öskju í morgun en þeir höfðu þá farið að sofa í ágætisveðri. Hitinn er nú í kringum frostmark en skálaverðir á svæðinu láta veturinn ekki á sig fá. Mio Högnason er einn þeirra. Mio Storåsen Högnason er landvörður í Drekagili. „Það er gífurlega mikil þoka og svona þrír sentimetrar af snjó alls staðar; tjaldsvæði, fjöllum og fyrir framan kofann,“ segir Mio sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Í gær var bara eðlilegt veður, rigning og smá þoka, svo förum við að sofa og vöknum um vetur, það er bara veður eins og það væri 1. des.“ Vegir eru þó í góðu lagi enn sem komið er. Gæsavatnaleið hefur hins vegar verið lokuð í nokkurn tíma vegna snjóskafla. Mio segir þó ekkert þunglyndi í mannskapnum þrátt fyrir heldur dapurt veður þetta sumarið. „Ef maður er inni í kofa þá er þetta bara huggulegt, finnst mér. Við erum líka með góða aðstöðu fyrir gesti sem hafa aðgengi að eldhúsi. margir eru bara að elda morgunmat og kvöldmat og spila.“ Hann segir sumarið að öðru leyti hafa gengið vel þrátt fyrir að veðrið hafi ekki beint leikið við gesti. „Miðað við 20 gráður og sól í fyrra hefur verið frekar grátt en ekki mikill vindur og ekkert mjög mikil rigning, bara fínt. Hér eru fáir Íslendingar og meira eða minna Þjóðverjar og Frakkar. Það eru aðeins færri sem hafa komið hingað en var í fyrra,“ segir Mio. Skammt frá Drekagili hefur land risið hjá eldfjallinu Öskju en Mio hefur litlar áhyggjur af því enda í góðum samskipum við lögreglu og björgunarsveitir. Drekagil í júlí.aðsend Tjaldað fyrir utan skálann.aðsend Ferðamennska á Íslandi Veður Fjallamennska Þingeyjarsveit Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí fer að líða undir lok. Gul viðvörun tók gildi í morgun á miðhálendi og austurlandi og varir fram yfir helgi. Slydda, hálka og snjókoma beið skálavarða í Drekagili í grennd við Öskju í morgun en þeir höfðu þá farið að sofa í ágætisveðri. Hitinn er nú í kringum frostmark en skálaverðir á svæðinu láta veturinn ekki á sig fá. Mio Högnason er einn þeirra. Mio Storåsen Högnason er landvörður í Drekagili. „Það er gífurlega mikil þoka og svona þrír sentimetrar af snjó alls staðar; tjaldsvæði, fjöllum og fyrir framan kofann,“ segir Mio sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Í gær var bara eðlilegt veður, rigning og smá þoka, svo förum við að sofa og vöknum um vetur, það er bara veður eins og það væri 1. des.“ Vegir eru þó í góðu lagi enn sem komið er. Gæsavatnaleið hefur hins vegar verið lokuð í nokkurn tíma vegna snjóskafla. Mio segir þó ekkert þunglyndi í mannskapnum þrátt fyrir heldur dapurt veður þetta sumarið. „Ef maður er inni í kofa þá er þetta bara huggulegt, finnst mér. Við erum líka með góða aðstöðu fyrir gesti sem hafa aðgengi að eldhúsi. margir eru bara að elda morgunmat og kvöldmat og spila.“ Hann segir sumarið að öðru leyti hafa gengið vel þrátt fyrir að veðrið hafi ekki beint leikið við gesti. „Miðað við 20 gráður og sól í fyrra hefur verið frekar grátt en ekki mikill vindur og ekkert mjög mikil rigning, bara fínt. Hér eru fáir Íslendingar og meira eða minna Þjóðverjar og Frakkar. Það eru aðeins færri sem hafa komið hingað en var í fyrra,“ segir Mio. Skammt frá Drekagili hefur land risið hjá eldfjallinu Öskju en Mio hefur litlar áhyggjur af því enda í góðum samskipum við lögreglu og björgunarsveitir. Drekagil í júlí.aðsend Tjaldað fyrir utan skálann.aðsend
Ferðamennska á Íslandi Veður Fjallamennska Þingeyjarsveit Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira