Suðurlandið markaðssett á kostnað annarra landshluta Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. júlí 2022 14:01 Ferðamenn á Egilsstöðum. Rekstraraðilar eru ósáttir við markaðssetningu landshlutans. Vísir/Vilhelm Vörumerkið Ísland á ekki við um aðra hluta landsins en Suðurströndina og suð-vesturhornið. Þetta segja aðilar í ferðaþjónustu sem telja markaðssetningu opinberra aðila hafa farið illa með aðra hluta landsins. Þráinn Lárusson er stórtækur rekstraraðili í ferðaþjónustu á Austurlandi. Á Sprengisandi í morgun lýsir hann mikilli óánægju með það hvernig opinberum aðilum hefur tekist til við að markaðssetja aðra landshluta en Suðurlandið. Í kjölfar goss í Eyjafjallajökli segir Þráinn að allt púður hafi farið í að markaðssetja svæðið í kringum jökulinn og fá ferðamenn til að eyða tíma hér á landi allt árið um kring. Þráinn Lárusson. „Síðan hefur þessi markaðssetning gildnað á þessu svæði og við ekki farið í takt. Ég hef varað við þessari þróun í mörg ár þar sem það kæmi sá punktur þar sem við gætum ekki annað þessu, út á landi,“ segir Þráinn. Hann bendir einnig á að allt annar fasi sé á ferðaþjónustu annars staðar en á Suðurlandi þar sem hagnaður yfir sumartímann fari að miklu leyti í að niðurgreiða tap yfir vetrartímann. „Þannig þetta er vandinn sem við stöndum frammi fyrir, það vantar fjárfestinguna og hún er bara ekki arðbær. Allt púður hefur farið í að byggja upp ferðaþjónustu fyrir sunnan.“ Lítil og arðlaus fjárfesting Hann tekur sem dæmi að hóteluppbygging á öðrum landshlutum sé í lamasessi miðað við þá uppbyggingu sem hafi átt sér stað á Suðurlandi og höfuðborgarsvæði. „Ef við tökum Akureyri sem dæmi, þar var gamla Iðnskólanum var breytt í Icelandair hótel fyrir um tólf árum. Það er eina hótelið sem hefur verið byggt þar á síðustu þrjátíu árum, á meðan þau rísa fjögur til fimm á ári á höfuðborgarsvæðinu.“ Slík hóteluppbygging sé enda ekki arðbær án frekara framlags hins opinbera. Engin töfralausn sé þó í sjónmáli. „Það sem þarf náttúrulega að gera núna, sem tekur samt svolítinn tíma, er að markaðssetja þetta svæði á landinu sem hefur algjörlega farið forgörðum,“ segir Þráinn Lárusson en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni á hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Sprengisandur Múlaþing Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira
Þráinn Lárusson er stórtækur rekstraraðili í ferðaþjónustu á Austurlandi. Á Sprengisandi í morgun lýsir hann mikilli óánægju með það hvernig opinberum aðilum hefur tekist til við að markaðssetja aðra landshluta en Suðurlandið. Í kjölfar goss í Eyjafjallajökli segir Þráinn að allt púður hafi farið í að markaðssetja svæðið í kringum jökulinn og fá ferðamenn til að eyða tíma hér á landi allt árið um kring. Þráinn Lárusson. „Síðan hefur þessi markaðssetning gildnað á þessu svæði og við ekki farið í takt. Ég hef varað við þessari þróun í mörg ár þar sem það kæmi sá punktur þar sem við gætum ekki annað þessu, út á landi,“ segir Þráinn. Hann bendir einnig á að allt annar fasi sé á ferðaþjónustu annars staðar en á Suðurlandi þar sem hagnaður yfir sumartímann fari að miklu leyti í að niðurgreiða tap yfir vetrartímann. „Þannig þetta er vandinn sem við stöndum frammi fyrir, það vantar fjárfestinguna og hún er bara ekki arðbær. Allt púður hefur farið í að byggja upp ferðaþjónustu fyrir sunnan.“ Lítil og arðlaus fjárfesting Hann tekur sem dæmi að hóteluppbygging á öðrum landshlutum sé í lamasessi miðað við þá uppbyggingu sem hafi átt sér stað á Suðurlandi og höfuðborgarsvæði. „Ef við tökum Akureyri sem dæmi, þar var gamla Iðnskólanum var breytt í Icelandair hótel fyrir um tólf árum. Það er eina hótelið sem hefur verið byggt þar á síðustu þrjátíu árum, á meðan þau rísa fjögur til fimm á ári á höfuðborgarsvæðinu.“ Slík hóteluppbygging sé enda ekki arðbær án frekara framlags hins opinbera. Engin töfralausn sé þó í sjónmáli. „Það sem þarf náttúrulega að gera núna, sem tekur samt svolítinn tíma, er að markaðssetja þetta svæði á landinu sem hefur algjörlega farið forgörðum,“ segir Þráinn Lárusson en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni á hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Akureyri Eyjafjarðarsveit Sprengisandur Múlaþing Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Sjá meira