Ræddi við þrjá fyrrum þjálfara United áður en hann gekk loks til liðs við félagið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. ágúst 2022 22:01 Christian Eriksen hefur oft rætt við forráðamenn United. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen segist hafa rætt um félagsskipti við þrjá fyrrum þjálfara Manchester United áður en hann gekk loks til liðs við félagið í sumar. Þessi fyrrum leikmaður Ajax, Tottenham, Inter og Brentford skrifaði undir þriggja ára samning við United fyrr í sumar, en segist þó áður hafa daðrað við þá hugmynd um að ganga til liðs við félagið. Eriksen segist hafa rætt við Louis van Gaal, Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær þegar þeir stýrðu liðinu, en að tímasetningin hafi aldrei verið rét. „Ég hef rætt við alla stjóra Manchester United til að fara yfir stöðuna, en tímasetningin var aldrei rétt,“ sagði þessi þrítugi knattspyrnumaður. „Ég var lengi hjá Tottenham og mig langaði að prófa að spila í annarri deild. Ég fór til Inter og naut mín vel þar. En svo kom svolítið upp á og það breytti ferlinum og þeirri leið sem ég vildi fara. Að ég sé kominn hingað er ekki eitthvað sem ég sá fyrir mér fyrir ári síðan.“ Eins og flest knattspyrnuáhugafólk ætti að mun þá lenti Eriksen í óhugnalegu atviki í leik með danska landsliðinu gegn því finnska á EM í fyrra. Eriksen hneig þá niður á miðjum vellinum og fór í hjartastopp. Daninn snéri aftur á knattspyrnuvöllinn fyrr á þessu ári eftir að hafa fengið græddan í sig gangráð, en samkvæmt reglum ítölsku deildarinnar gat Eriksen ekki haldið áfram að spila með Inter. Hann lék því seinni hluta seinasta tímabils með Brentford, en er nú kominn til United. Hann segir að koma þjálfarans Erik ten Hag hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun hans um að ganga í raðir United. „Ég átti góðar samræður við United. Það var mikil jákvæðni strax í fyrstu símtölunum og mér leið eins og félagið vildi virkilega fá mig, þannig að þetta var ákveðið fyrir löngu.“ „Nærvera Ten Hag hjálpaði klárlega. Hvernig hann horfir á fótbolta og hvernig hann vill spila er eitthvað sem hentar mér vel. Það er líka eitthvað sem ég lærði á tíma mínum hjá Ajax fyrir mörgum árum,“ sagði Eriksen að lokum. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira
Þessi fyrrum leikmaður Ajax, Tottenham, Inter og Brentford skrifaði undir þriggja ára samning við United fyrr í sumar, en segist þó áður hafa daðrað við þá hugmynd um að ganga til liðs við félagið. Eriksen segist hafa rætt við Louis van Gaal, Jose Mourinho og Ole Gunnar Solskjær þegar þeir stýrðu liðinu, en að tímasetningin hafi aldrei verið rét. „Ég hef rætt við alla stjóra Manchester United til að fara yfir stöðuna, en tímasetningin var aldrei rétt,“ sagði þessi þrítugi knattspyrnumaður. „Ég var lengi hjá Tottenham og mig langaði að prófa að spila í annarri deild. Ég fór til Inter og naut mín vel þar. En svo kom svolítið upp á og það breytti ferlinum og þeirri leið sem ég vildi fara. Að ég sé kominn hingað er ekki eitthvað sem ég sá fyrir mér fyrir ári síðan.“ Eins og flest knattspyrnuáhugafólk ætti að mun þá lenti Eriksen í óhugnalegu atviki í leik með danska landsliðinu gegn því finnska á EM í fyrra. Eriksen hneig þá niður á miðjum vellinum og fór í hjartastopp. Daninn snéri aftur á knattspyrnuvöllinn fyrr á þessu ári eftir að hafa fengið græddan í sig gangráð, en samkvæmt reglum ítölsku deildarinnar gat Eriksen ekki haldið áfram að spila með Inter. Hann lék því seinni hluta seinasta tímabils með Brentford, en er nú kominn til United. Hann segir að koma þjálfarans Erik ten Hag hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun hans um að ganga í raðir United. „Ég átti góðar samræður við United. Það var mikil jákvæðni strax í fyrstu símtölunum og mér leið eins og félagið vildi virkilega fá mig, þannig að þetta var ákveðið fyrir löngu.“ „Nærvera Ten Hag hjálpaði klárlega. Hvernig hann horfir á fótbolta og hvernig hann vill spila er eitthvað sem hentar mér vel. Það er líka eitthvað sem ég lærði á tíma mínum hjá Ajax fyrir mörgum árum,“ sagði Eriksen að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Sjá meira