Segjast hafa fundið út hvað sé í vatninu á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 08:30 Þuríður Erla Helgadóttir með Unbroken RTR brúsann sinn. Instagram/@thurihelgadottir Oft hefur fólk í CrossFit heiminum velt því fyrir sér hvað sé eiginlega í vatninu á Íslandi því hvernig gæti svona lítil þjóð annars skilað frá sér öllu þessu frábæra heimsklassa fólki inn í CrossFit íþróttina. Nú segist fólkið á Morning Chalk Up hafa fundið svarið. 350 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi hefur eignast fjóra heimsmeistara í CrossFit og margoft átt fólk á verðlaunapalli. Það er því ekkert skrýtið við það að CrossFit sérfræðingar og annað áhugafólk um íþróttina leiti reyni að leita uppi skýringa á „fyrirbærinu“. Þuríður Erla Helgadóttir hefur keppt á heimsleikunum í CrossFit undanfarin ár en oftar en ekki verið í skugganum af heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú er Þuríður Erla aftur á móti sú íslenska kona sem náði bestum árangri í undanúrslitunum og er því vonarstjarna Íslands í ár. Þuríður Erla varð í þriðja sæti á Strength in Depth undanúrslitamótinu í London og er því mætt á sína sjöundu heimsleika sem hefjast á morgun. Í viðtali við CrossFit vefinn Morning Chalk Up ræðir Þuríður Erla hvað hún og fleiri íslenskir CrossFit íþróttamenn setja í vatnið sitt. Þar kemur í ljós að það sé Unbroken tafla sem hjálpi við endurheimt. Unbroken taflan fær mjög góða dóma hjá íslenska CrossFit fólkinu en hún er gerð úr norskum laxi og er með sítrónubragði. Þuríður Erla segir frá því af hverju hún tekur Unbroken töfluna og hvernig það skilaði sér í hennar dæmi. Hún hafði verið að taka Unbroken í tvö ár en eftir góð ráð frá fólkinu á bak við Unbroken þá breytti hún því hvernig hún taki töflunnar. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) „Í maí breytti ég því hvernig ég tek inn Unbroken eftir að hafa fengið betri upplýsingar frá Unbroken teyminu. Ég byrjaði að taka eina á morgnana, tvær eða þrjá yfir daginn og svo eina áður en ég fór að sofa. Ég náði loksins þremur grænum endurheimtardögum í röð á Whoop appinu mínu,“ sagði Þuríður Erla Helgadóttir í viðtalinu. „Það var eina breytingin sem ég gerði. Næringin, teygjur og svefnvenjur voru stöðugar miðað við vikuna á undan. Ég finn fyrir minni eymslum og betri líðan,“ sagði Þuríður Erla. Það er einnig sagt frá því í greininni að fjöldi íþróttafólks á Íslandi neyti Unbroken töflunnar, ekki bara CrossFit fólk heldur einnig fólk í handbolta- og fótboltalandsliðinu sem og hjólreiðafólk og hlauparar. Aðalmarkmiðshópurinn er þó CrossFit fólk. CrossFit Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira
350 þúsund manna þjóð norður í Atlantshafi hefur eignast fjóra heimsmeistara í CrossFit og margoft átt fólk á verðlaunapalli. Það er því ekkert skrýtið við það að CrossFit sérfræðingar og annað áhugafólk um íþróttina leiti reyni að leita uppi skýringa á „fyrirbærinu“. Þuríður Erla Helgadóttir hefur keppt á heimsleikunum í CrossFit undanfarin ár en oftar en ekki verið í skugganum af heimsmeisturunum Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú er Þuríður Erla aftur á móti sú íslenska kona sem náði bestum árangri í undanúrslitunum og er því vonarstjarna Íslands í ár. Þuríður Erla varð í þriðja sæti á Strength in Depth undanúrslitamótinu í London og er því mætt á sína sjöundu heimsleika sem hefjast á morgun. Í viðtali við CrossFit vefinn Morning Chalk Up ræðir Þuríður Erla hvað hún og fleiri íslenskir CrossFit íþróttamenn setja í vatnið sitt. Þar kemur í ljós að það sé Unbroken tafla sem hjálpi við endurheimt. Unbroken taflan fær mjög góða dóma hjá íslenska CrossFit fólkinu en hún er gerð úr norskum laxi og er með sítrónubragði. Þuríður Erla segir frá því af hverju hún tekur Unbroken töfluna og hvernig það skilaði sér í hennar dæmi. Hún hafði verið að taka Unbroken í tvö ár en eftir góð ráð frá fólkinu á bak við Unbroken þá breytti hún því hvernig hún taki töflunnar. View this post on Instagram A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) „Í maí breytti ég því hvernig ég tek inn Unbroken eftir að hafa fengið betri upplýsingar frá Unbroken teyminu. Ég byrjaði að taka eina á morgnana, tvær eða þrjá yfir daginn og svo eina áður en ég fór að sofa. Ég náði loksins þremur grænum endurheimtardögum í röð á Whoop appinu mínu,“ sagði Þuríður Erla Helgadóttir í viðtalinu. „Það var eina breytingin sem ég gerði. Næringin, teygjur og svefnvenjur voru stöðugar miðað við vikuna á undan. Ég finn fyrir minni eymslum og betri líðan,“ sagði Þuríður Erla. Það er einnig sagt frá því í greininni að fjöldi íþróttafólks á Íslandi neyti Unbroken töflunnar, ekki bara CrossFit fólk heldur einnig fólk í handbolta- og fótboltalandsliðinu sem og hjólreiðafólk og hlauparar. Aðalmarkmiðshópurinn er þó CrossFit fólk.
CrossFit Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Sjá meira