Þýska blaðið Bild: Nýtt Wembley svindl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 08:01 Atvikið þegar Leah Williamson, fyrirliði enska landsliðsins, bjargar marki á marklínunni. Getty/Robbie Jay Barratt 1966 vann karlalandslið Englands Þýskalands í úrslitaleik HM á Wembley. 2022 vann kvennalandslið Englands Þýskaland í úrslitaleik EM á Wembley. Þjóðverjum þykir á sér brotið í báðum þessum leikjum. Þýska blaðið Bild slær því upp að þýsku stelpurnar þurfa ekki aðeins að svekkja sig yfir tapinu eftir þennan spennandi úrslitaleik heldur einnig yfir nýju svindli enskra á Wembley leikvanginum. Fyrir 56 árum síðan vann karlalið Englands líka sigur á Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik. Markið sem kom enska liðinu yfir í framlengingunni er eitt umdeildasta mark allra tíma. Sir Geoff Hurst átti þá skot sem fór í slá og niður á marklínuna. Línuvörðurinn dæmdi mark en ljósmyndir og sjónvarpsmyndir af atvikinu hafa ekki geta sannað að boltinn hafi farið yfir línuna. Atvikið sem Þjóðverjar kalla nýtt Wembley svindl er þegar fyrirliði enska landsliðsins, Leah Williamson, bjargaði tvisvar sinnum á marklínu með nokkra sekúndna millibili. Í annað skiptið leit út fyrir að Leah hafi notað hendina til að koma í veg fyrir að boltinn færi yfir marklínuna. Und wieder Wembley-Betrug - trotz VAR! Das hat das DFB-Team nicht verdient! pic.twitter.com/BmSalH4nui— Henning Feindt (@Karlo_Kolumna) July 31, 2022 Atvikið var skoðað af myndbandsdómurum leiksins en Varsjáin sá ekkert athugavert við þessa björgun Williamson. Blaðamaður Bild skrifar um þetta nýja Wembley svindl og birtir myndir af þessum tveimur umdeildu atvikum á Wembley sem gerðust með 56 ára millibili. „Aftur svindl á Wembley og það þrátt fyrir Var. Þýska liðið átti þetta ekki skilið,“ skrifaði þýski blaðamaðurinn Henning Feindt eins og sjá má hér fyrir neðan. EM 2022 í Englandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Þýska blaðið Bild slær því upp að þýsku stelpurnar þurfa ekki aðeins að svekkja sig yfir tapinu eftir þennan spennandi úrslitaleik heldur einnig yfir nýju svindli enskra á Wembley leikvanginum. Fyrir 56 árum síðan vann karlalið Englands líka sigur á Þjóðverjum í framlengdum úrslitaleik. Markið sem kom enska liðinu yfir í framlengingunni er eitt umdeildasta mark allra tíma. Sir Geoff Hurst átti þá skot sem fór í slá og niður á marklínuna. Línuvörðurinn dæmdi mark en ljósmyndir og sjónvarpsmyndir af atvikinu hafa ekki geta sannað að boltinn hafi farið yfir línuna. Atvikið sem Þjóðverjar kalla nýtt Wembley svindl er þegar fyrirliði enska landsliðsins, Leah Williamson, bjargaði tvisvar sinnum á marklínu með nokkra sekúndna millibili. Í annað skiptið leit út fyrir að Leah hafi notað hendina til að koma í veg fyrir að boltinn færi yfir marklínuna. Und wieder Wembley-Betrug - trotz VAR! Das hat das DFB-Team nicht verdient! pic.twitter.com/BmSalH4nui— Henning Feindt (@Karlo_Kolumna) July 31, 2022 Atvikið var skoðað af myndbandsdómurum leiksins en Varsjáin sá ekkert athugavert við þessa björgun Williamson. Blaðamaður Bild skrifar um þetta nýja Wembley svindl og birtir myndir af þessum tveimur umdeildu atvikum á Wembley sem gerðust með 56 ára millibili. „Aftur svindl á Wembley og það þrátt fyrir Var. Þýska liðið átti þetta ekki skilið,“ skrifaði þýski blaðamaðurinn Henning Feindt eins og sjá má hér fyrir neðan.
EM 2022 í Englandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira