Einhver kynferðisbrot tilkynnt eftir helgina en of snemmt að bera saman við fyrri ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. ágúst 2022 13:16 Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldis hjá ríkislögreglustjóra, segir að fara þurfi betur yfir skráningu mála eftir helgina. Vísir/Einar Ofbeldisbrot um verslunarmannahelgina virðast við fyrstu sýn álíka mörg og fyrir faraldur að sögn verkefnastjóra aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Einhver kynferðisbrot hafi komið á borð lögreglu en hafa þurfi í huga að þau séu yfirleitt tilkynnt seinna. Þá sé sumarið ekki búið og stórir viðburðir fram undan. Margir voru á ferðinni þessa verslunarmannahelgina eftir erfið sumur síðustu tvö ár. Í Vestmannaeyjum og á Akureyri sögðu lögreglustjórar í hádegisfréttum í gær að helgin hafi verið tiltölulega róleg og jafnvel betri en menn þorðu að vona. Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, segir að heilt á litið hafi það verið staðan víða annars staðar. „Alla vega miðað við fyrstu upplýsingar, með fyrirvara, að þá er þetta svona á pari miðað við hvernig þetta var fyrir Covid, þá árið 2019, hvað varðar ofbeldisbrotin. En fólk var á fullu að vinna alla helgina og það á eftir að fara betur yfir skráningu mála og síðan taka betur út nákvæmlega hvernig hlutirnir fóru,“ segir Eygló. Vonandi hægt síðar í mánuðinum að sjá betur hvernig helgin fór Hún segir einhver kynferðisbrot hafa komið á borð lögreglu eftir helgina, til að mynda greindi lögreglan á Suðurlandi frá einu slíku fyrr í dag. Sögulega séð séu slík brot þó oftast tilkynnt seinna heldur en önnur og því lítið að marka fjöldann að svo stöddu. „Þess vegna er mjög mikilvægt að minna á það að það er alltaf hægt að koma, koma á neyðarmóttökuna, fá þar aðstoð, að ganga að sálfræðiþjónustu og réttargæslumanni, og síðan þá líka stuðning til að meta hvort það sé rétt að tilkynna málið til lögreglu eða ekki,“ segir hún. Ríkislögreglustjóri birtir samantekt með upplýsingum varðandi kynferðisofbeldi ársfjórðungslega og verður það næst gert í ágúst eða september. „Svo vonumst við til þess að geta raunar skoðað betur tölurnar núna í ágúst, varðandi það hvernig helgin fór. En hins vegar að sama skapi má minna á það að sumarið er ekki búið, framundan eru mjög stórir viðburðir,“ segir Eygló og vísar til Hinsegin daga sem hefjast í dag og síðan Menningarnætur síðar í mánuðinum. Lögregla muni áfram vinna náið með aðilum skemmtanalífsins til að draga úr ofbeldi og fjölga tilkynningum. Þó mikil uppsöfnuð spenna hafi verið til staðar virðist Covid hafa haft einhver jákvæð áhrif. Fólk fari til að mynda fyrr heim og dreifist betur yfir opnunartímann. „Ég vona svo sannarlega að það sé raunin og það verði svo áfram, því að þetta er samfélagslegt verkefni og við getum með þessu haft raunveruleg áhrif á það hvort að slæmir hlutir gerast eða ekki,“ segir Eygló. Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15 Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborginni í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. 31. júlí 2022 12:19 Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Margir voru á ferðinni þessa verslunarmannahelgina eftir erfið sumur síðustu tvö ár. Í Vestmannaeyjum og á Akureyri sögðu lögreglustjórar í hádegisfréttum í gær að helgin hafi verið tiltölulega róleg og jafnvel betri en menn þorðu að vona. Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, segir að heilt á litið hafi það verið staðan víða annars staðar. „Alla vega miðað við fyrstu upplýsingar, með fyrirvara, að þá er þetta svona á pari miðað við hvernig þetta var fyrir Covid, þá árið 2019, hvað varðar ofbeldisbrotin. En fólk var á fullu að vinna alla helgina og það á eftir að fara betur yfir skráningu mála og síðan taka betur út nákvæmlega hvernig hlutirnir fóru,“ segir Eygló. Vonandi hægt síðar í mánuðinum að sjá betur hvernig helgin fór Hún segir einhver kynferðisbrot hafa komið á borð lögreglu eftir helgina, til að mynda greindi lögreglan á Suðurlandi frá einu slíku fyrr í dag. Sögulega séð séu slík brot þó oftast tilkynnt seinna heldur en önnur og því lítið að marka fjöldann að svo stöddu. „Þess vegna er mjög mikilvægt að minna á það að það er alltaf hægt að koma, koma á neyðarmóttökuna, fá þar aðstoð, að ganga að sálfræðiþjónustu og réttargæslumanni, og síðan þá líka stuðning til að meta hvort það sé rétt að tilkynna málið til lögreglu eða ekki,“ segir hún. Ríkislögreglustjóri birtir samantekt með upplýsingum varðandi kynferðisofbeldi ársfjórðungslega og verður það næst gert í ágúst eða september. „Svo vonumst við til þess að geta raunar skoðað betur tölurnar núna í ágúst, varðandi það hvernig helgin fór. En hins vegar að sama skapi má minna á það að sumarið er ekki búið, framundan eru mjög stórir viðburðir,“ segir Eygló og vísar til Hinsegin daga sem hefjast í dag og síðan Menningarnætur síðar í mánuðinum. Lögregla muni áfram vinna náið með aðilum skemmtanalífsins til að draga úr ofbeldi og fjölga tilkynningum. Þó mikil uppsöfnuð spenna hafi verið til staðar virðist Covid hafa haft einhver jákvæð áhrif. Fólk fari til að mynda fyrr heim og dreifist betur yfir opnunartímann. „Ég vona svo sannarlega að það sé raunin og það verði svo áfram, því að þetta er samfélagslegt verkefni og við getum með þessu haft raunveruleg áhrif á það hvort að slæmir hlutir gerast eða ekki,“ segir Eygló.
Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15 Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborginni í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. 31. júlí 2022 12:19 Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Ein tilkynning um kynferðisbrot á Suðurlandi um helgina Alls barst lögreglunni á Suðurlandi ein tilkynning um kynferðisbrot um helgina. Einnig barst tilkynning um mögulega byrlun. Alls voru 360 mál og verkefni skráð hjá embættinu yfir helgina. 2. ágúst 2022 12:15
Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborginni í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. 31. júlí 2022 12:19
Djammið enn með Covid-einkenni Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. 30. júlí 2022 20:01