Henderson segir meðferð United á sér „glæpsamlega“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. ágúst 2022 23:15 Dean Henderson er ósáttur við meðferðina sem hann fékk hjá United. James Gill - Danehouse/Getty Images Markvörðurinn Dean Henderson fer ekki fögrum orðum um félag sitt, Manchester United. Hann gekk til liðs við nýliða Nottingham Forest á láni fyrr í sumar og segir meðferð United á sér glæpsamlega. Fyrir seinasta tímabil fékk Henderson þær fréttir að hann yrði aðalmarkvörður United. Hann fékk þó nánast engan spiltíma eftir að hafa misst af EM vegna meiðsla, ásamt því að greinast með kórónuveiruna í upphafi tímabils. Hann segist hafa verið algjörlega brjálaður yfir því að hafa ekki fengið meiri spiltíma og að hann hafi ekki rætt við nýráðinn stjóra United, Erik ten Hag eftir komu hans til liðsins. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hafa þetta líklega verið erfiðustu tólf mánuðir ferilsins,“ sagði Henderson. „Þetta var pirrandi af því að ég hafnaði svo mörgum góðum lánssamningum síðasta sumar af þessari ástæðu, en þeir vildu ekki leyfa mér að fara.“ Dean Henderson has criticised Manchester United for not following through on their promise to make him their “number one goalkeeper” for the 2021-22 season, adding: “To sit there and waste 12 months is criminal really, at my age. I was fuming.”#MUFC pic.twitter.com/I2xajAn1H8— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 2, 2022 Henderson varð aðalmarkvörður United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær seinni hluta tímabilsins 2020/2021. Hann var þó ekki valinn í byrjunarliðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Villareal. Eftir að hafa misst af fyrstu leikjum seinasta tímabils vegna kórónuveirusmitsins fékk Henderson svo aðeins þrjá byrjunarliðsleiki allt seinasta tímabil undir stjórn Solskjær og síðar bráðabirgðastjórans Ralf Rangnick. „Samtalið sem ég átti eftir EM var alltaf þannig að ég væri að koma aftur hingað til að vera númer eitt. Ég fékk Covid og kom til baka þannig ég hefði enn átt að vera númer eitt, en það fylgdi enginn þessu samtali eftir.“ „Það að sitja þarna í 12 mánuði á mínum aldri er í raun glæpsamlegt. Ég var brjálaður. Ég sagði yfirmönnunum að ég þyrfti að vera að spila fótbolta og bað þá um að leyfa mér að fara. Ég var næstum farinn áður en þjálfarinn [Erik ten Hag] gekk inn um dyrnar. Ég hef ekki talað við hann síðan hann kom,“ sagði Henderson að lokum. Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Fyrir seinasta tímabil fékk Henderson þær fréttir að hann yrði aðalmarkvörður United. Hann fékk þó nánast engan spiltíma eftir að hafa misst af EM vegna meiðsla, ásamt því að greinast með kórónuveiruna í upphafi tímabils. Hann segist hafa verið algjörlega brjálaður yfir því að hafa ekki fengið meiri spiltíma og að hann hafi ekki rætt við nýráðinn stjóra United, Erik ten Hag eftir komu hans til liðsins. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hafa þetta líklega verið erfiðustu tólf mánuðir ferilsins,“ sagði Henderson. „Þetta var pirrandi af því að ég hafnaði svo mörgum góðum lánssamningum síðasta sumar af þessari ástæðu, en þeir vildu ekki leyfa mér að fara.“ Dean Henderson has criticised Manchester United for not following through on their promise to make him their “number one goalkeeper” for the 2021-22 season, adding: “To sit there and waste 12 months is criminal really, at my age. I was fuming.”#MUFC pic.twitter.com/I2xajAn1H8— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 2, 2022 Henderson varð aðalmarkvörður United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær seinni hluta tímabilsins 2020/2021. Hann var þó ekki valinn í byrjunarliðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Villareal. Eftir að hafa misst af fyrstu leikjum seinasta tímabils vegna kórónuveirusmitsins fékk Henderson svo aðeins þrjá byrjunarliðsleiki allt seinasta tímabil undir stjórn Solskjær og síðar bráðabirgðastjórans Ralf Rangnick. „Samtalið sem ég átti eftir EM var alltaf þannig að ég væri að koma aftur hingað til að vera númer eitt. Ég fékk Covid og kom til baka þannig ég hefði enn átt að vera númer eitt, en það fylgdi enginn þessu samtali eftir.“ „Það að sitja þarna í 12 mánuði á mínum aldri er í raun glæpsamlegt. Ég var brjálaður. Ég sagði yfirmönnunum að ég þyrfti að vera að spila fótbolta og bað þá um að leyfa mér að fara. Ég var næstum farinn áður en þjálfarinn [Erik ten Hag] gekk inn um dyrnar. Ég hef ekki talað við hann síðan hann kom,“ sagði Henderson að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira