Grét þegar hún komst ekki í liðið á ÓL í fyrra en nú valin best Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2022 15:31 Beth Mead með öll verðlaunin sem hún vann sér inn á EM kvenna í ár. Getty/Lynne Cameron Endurkomu ársins í fótboltaheiminum á mögulega einn leikmaður Evrópumeistaraliðs Englands. Beth Mead átti einstakt mót og yfirgaf það hlaðin verðlaunum. Hin 27 ára gamla Mead varð Evrópumeistari, markadrottning, sú sem gaf flestar stoðsendingar og að lokum valin besti leikmaður mótsins. Beth Mead er leikmaður Arsenal og hefur spilað með liðinu frá árinu 2017 en hún spilaði áður með Sunderland eftir að hafa spilað í unglingaliðum Middlesbrough. What a tournament, @bmeado9 pic.twitter.com/me3lPSLXka— Lionesses (@Lionesses) August 1, 2022 Fyrir ári síðan komst Mead ekki í leikmannahóp enska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Vonbrigðin voru gríðarleg. „Ég hef grátið mikið með mömmu og pabba en ég er svo stolt af þessu liði,“ sagði Beth Mead um það áfall en hún var var tekin í viðtal eftir úrslitaleikinn þar sem England vann 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengingu. Mead kom sterk inn í síðasta tímabil með Arsenal þar sem hún skoraði 11 mörk. Hún minnti líka á sig þegar hún fékk tækifæri með landsliðinu og skoraði þrennu á móti Norður-Írlandi í október. Eftir fernu á móti Norður Makedóníu í apríl var engin spurning um að hún yrði með í EM-hópnum í ár. Sarina Wiegman tók við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana og hafði trú á Mead. Mead nýtti það traust og var í byrjunarliðinu í fyrsta leik EM þar sem hún skoraði sigurmarkið og eina mark leiksins í opnunarleiknum á móti Austurríki. Reporter: Beth, you re now a history maker, trailblazer, an icon. Are you ready for everything coming your way? BM: Nah, I m just Beth Mead, that s me pic.twitter.com/mfGmigbIV8— Arsenal Women (@ArsenalWFC) August 2, 2022 Mead skoraði síðan þrennu í stórsigri á móti Noregi í öðrum leiknum og því orðið ljóst að þetta yrði hennar mót. Alls skoraði hún sex mörk en gaf líka fimm stoðsendingar að auki. Hún skoraði jafnmörg mörk og hin þýska Alexandra Popp en það eru stoðsendingarnar sem skila henni gullskónum. „Ég trúi þessu varla. Stundum reyndir fótboltinn að slá þig niður en það besta er að koma sterk til baka. Ég er eiginlega orðlaus, næ ekki yfir alla þessar tilfinningar. Ég er eiginlega bara í sjokki,“ sagði Mead í sigurvímu eftir leikinn. Top-scorer (6 goals) Top-assister (4 assists) Player of the Tournament 2022 Women s European Championship winner Arsenal s very own, Beth Mead. #afc pic.twitter.com/Rfmf6PW7Z1— afcstuff (@afcstuff) July 31, 2022 EM 2022 í Englandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Hin 27 ára gamla Mead varð Evrópumeistari, markadrottning, sú sem gaf flestar stoðsendingar og að lokum valin besti leikmaður mótsins. Beth Mead er leikmaður Arsenal og hefur spilað með liðinu frá árinu 2017 en hún spilaði áður með Sunderland eftir að hafa spilað í unglingaliðum Middlesbrough. What a tournament, @bmeado9 pic.twitter.com/me3lPSLXka— Lionesses (@Lionesses) August 1, 2022 Fyrir ári síðan komst Mead ekki í leikmannahóp enska landsliðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó. Vonbrigðin voru gríðarleg. „Ég hef grátið mikið með mömmu og pabba en ég er svo stolt af þessu liði,“ sagði Beth Mead um það áfall en hún var var tekin í viðtal eftir úrslitaleikinn þar sem England vann 2-1 sigur á Þýskalandi í framlengingu. Mead kom sterk inn í síðasta tímabil með Arsenal þar sem hún skoraði 11 mörk. Hún minnti líka á sig þegar hún fékk tækifæri með landsliðinu og skoraði þrennu á móti Norður-Írlandi í október. Eftir fernu á móti Norður Makedóníu í apríl var engin spurning um að hún yrði með í EM-hópnum í ár. Sarina Wiegman tók við enska landsliðinu eftir Ólympíuleikana og hafði trú á Mead. Mead nýtti það traust og var í byrjunarliðinu í fyrsta leik EM þar sem hún skoraði sigurmarkið og eina mark leiksins í opnunarleiknum á móti Austurríki. Reporter: Beth, you re now a history maker, trailblazer, an icon. Are you ready for everything coming your way? BM: Nah, I m just Beth Mead, that s me pic.twitter.com/mfGmigbIV8— Arsenal Women (@ArsenalWFC) August 2, 2022 Mead skoraði síðan þrennu í stórsigri á móti Noregi í öðrum leiknum og því orðið ljóst að þetta yrði hennar mót. Alls skoraði hún sex mörk en gaf líka fimm stoðsendingar að auki. Hún skoraði jafnmörg mörk og hin þýska Alexandra Popp en það eru stoðsendingarnar sem skila henni gullskónum. „Ég trúi þessu varla. Stundum reyndir fótboltinn að slá þig niður en það besta er að koma sterk til baka. Ég er eiginlega orðlaus, næ ekki yfir alla þessar tilfinningar. Ég er eiginlega bara í sjokki,“ sagði Mead í sigurvímu eftir leikinn. Top-scorer (6 goals) Top-assister (4 assists) Player of the Tournament 2022 Women s European Championship winner Arsenal s very own, Beth Mead. #afc pic.twitter.com/Rfmf6PW7Z1— afcstuff (@afcstuff) July 31, 2022
EM 2022 í Englandi Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira