Enn engin merki um gosóróa á Reykjanesi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2022 12:46 Enn eru engin merki um gosóróa á Reykjanesi þó jarðskjálftar séu stöðugir. Vísir/RAX Mikil skjálftavirkni er enn á Reykjanesskaga en engin merki um gosóróa. Búast má við að skjálftavirkni komi í hviðum næstu daga og vikur. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi síðustu daga og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á laugardag vegna þess. Þá eru verulegar líkur taldar á eldgosi á svæðinu á næstu dögum eða vikum. „Það er áframhaldandi skjálftavirkni og það eru rúmlega þúsund skjálftar komnir inn síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn kom núna í morgun, 4,6 að stærð, Það er bara áframhaldandi hristingur þarna,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Engin merki séu um gosóróa en samkvæmt niðurstöðum aflögunarlíkana sem gerð voru í gær bendir allt til að kvikugangurinnn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða í kring um einn kílómetra undir yfirborðinu. Örlítið færri skjálftar hafi mælst, og fundist, undanfarinn sólarhring en dagana á undan. „Það er örlítið búið að hægja en þetta kemur í svona hviðum: Það koma margir skjálftar og svo hægist aðeins á því og svo eykst það aftur. Þannig að þetta er svona hviðukennt,“ segir Lovísa. Reykur sást rjúka upp við Fagradalsfjall í gærkvöldi, sem vakti upp áhyggjur að gos væri hafið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna þessa en reykurinn reyndist vera vegna elds í mosa. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er ekki ljóst hvað olli eldinum en að hann hafi verið lítill og slokknað fljótlega. Engir fleiri skjálftar í Grímsvötnum Auk óróans á Reykjanesi hefur aukin skjálftavirkni mælst við Grímsvötn og breytti Veðurstofan litakóða fyrir Grímsvötn í gult í gær. „Það hafa engir skjálftar komið síðan það kom þarna um daginn þannig að virknin virðist vera að fara niður en við höldum áfram að fylgjast með,“ segir Lovísa. Grímsvötn hafa ekki gosið síðan 2011 og segir Lovísa því tímabært að þau gjósi, þó náttúran fylgi ekki reglum mannanna. Eldgos í Grímsvötnum yrði þá talsvert meiri hasar en eldgos á borð við það sem var í Fagradalsfjalli. „Í Grímsvötnum þá er kvikan að fara í gegn um jökulinn og þá verður sprengigos, þannig að það verður mjög mikið öskugos. Þau eru yfirleitt styttri, taka kannski tíu daga eða tvær vikur og er mjög öflugt og svo klárast það. Þannig það er töluvert ólíkt því sem er á Reykjanesi, þar sem er stöðugt hraunflæði, en þarna eru sprengingar og mikil aska,“ segir Lovísa. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Næstu kynslóðir þurfi að búa sig undir tíð eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að næstu kynslóðir landsmanna þurfi að búa sig undir tíð eldgos á Reykjanesskaganum. 3. ágúst 2022 10:56 „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00 Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesi síðustu daga og var óvissustigi almannavarna lýst yfir á laugardag vegna þess. Þá eru verulegar líkur taldar á eldgosi á svæðinu á næstu dögum eða vikum. „Það er áframhaldandi skjálftavirkni og það eru rúmlega þúsund skjálftar komnir inn síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn kom núna í morgun, 4,6 að stærð, Það er bara áframhaldandi hristingur þarna,“ segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Engin merki séu um gosóróa en samkvæmt niðurstöðum aflögunarlíkana sem gerð voru í gær bendir allt til að kvikugangurinnn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt, eða í kring um einn kílómetra undir yfirborðinu. Örlítið færri skjálftar hafi mælst, og fundist, undanfarinn sólarhring en dagana á undan. „Það er örlítið búið að hægja en þetta kemur í svona hviðum: Það koma margir skjálftar og svo hægist aðeins á því og svo eykst það aftur. Þannig að þetta er svona hviðukennt,“ segir Lovísa. Reykur sást rjúka upp við Fagradalsfjall í gærkvöldi, sem vakti upp áhyggjur að gos væri hafið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna þessa en reykurinn reyndist vera vegna elds í mosa. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum er ekki ljóst hvað olli eldinum en að hann hafi verið lítill og slokknað fljótlega. Engir fleiri skjálftar í Grímsvötnum Auk óróans á Reykjanesi hefur aukin skjálftavirkni mælst við Grímsvötn og breytti Veðurstofan litakóða fyrir Grímsvötn í gult í gær. „Það hafa engir skjálftar komið síðan það kom þarna um daginn þannig að virknin virðist vera að fara niður en við höldum áfram að fylgjast með,“ segir Lovísa. Grímsvötn hafa ekki gosið síðan 2011 og segir Lovísa því tímabært að þau gjósi, þó náttúran fylgi ekki reglum mannanna. Eldgos í Grímsvötnum yrði þá talsvert meiri hasar en eldgos á borð við það sem var í Fagradalsfjalli. „Í Grímsvötnum þá er kvikan að fara í gegn um jökulinn og þá verður sprengigos, þannig að það verður mjög mikið öskugos. Þau eru yfirleitt styttri, taka kannski tíu daga eða tvær vikur og er mjög öflugt og svo klárast það. Þannig það er töluvert ólíkt því sem er á Reykjanesi, þar sem er stöðugt hraunflæði, en þarna eru sprengingar og mikil aska,“ segir Lovísa.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Næstu kynslóðir þurfi að búa sig undir tíð eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að næstu kynslóðir landsmanna þurfi að búa sig undir tíð eldgos á Reykjanesskaganum. 3. ágúst 2022 10:56 „Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00 Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Næstu kynslóðir þurfi að búa sig undir tíð eldgos Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að næstu kynslóðir landsmanna þurfi að búa sig undir tíð eldgos á Reykjanesskaganum. 3. ágúst 2022 10:56
„Ég var dálítið stressaður og var farinn að leita að dyrunum“ Þó Íslendingar séu margir orðnir vanir jarðskjálftum, líkt og þeim sem riðið hafa yfir á Reykjanesskaga og víðar að undanförnu, þá eru það ekki allir. Nokkrir erlendir ferðamenn sem fréttastofa hitti höfðu aldrei upplifað jarðskjálfta fyrr en á mánudagskvöld. 3. ágúst 2022 07:00
Óútskýrður eldur í mosa en engin kvika sjáanleg Ljósblossar í Fagradalsfjalli sem Landhelgisgæslan var send að kanna nú eftir miðnætti reyndust vera vegna elds í mosa. Engin merki eru um kviku á svæðinu. 3. ágúst 2022 01:26