Kristján Már fjarri góðu gamni og missir af gosinu Jakob Bjarnar skrifar 3. ágúst 2022 16:24 Gagnmerk umfjöllun um eldgos og jarðhræringar hefur sett sitt mark á meira en þriggja áratuga feril Kristjáns Más, eins og þessi afmælisterta sýnir en hún var bökuð í tilefni af þrjátíu ára starfsafmæli hans á Stöð 2. Hann er nú fjarri góðu gamni. Það var líkt og náttúruöflin væru að stríða honum þegar þau tóku upp á því að hefja gos um leið og hann flaug af landi brott. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er reyndasti fréttamaður landsins, þegar kemur að umfjöllun um eldgos og aðrar jarðhræringar. Kristján Már er ávallt með öryggisvestið klárt ef og þegar til kastanna kemur en nú brá svo við að hann var staddur á Leifsstöð þegar tók að gjósa öðru sinni nú í seinni tíð við Fagradalsfjall. Kristján Már er á leið til Spánar í frí. En hann missti þó ekki af gosinu, ekki alveg þó hann hafi klæjað í lófana að fara á vettvang og huga að aðstæðum. „Ég sit í flugstöðinni í KEF á leið í frí til útlanda. Gosstrókur sést úr Leifsstöð yfir Fagradalsfjalli. Flugumferð virðist ekki hafa raskast. Þrjár vélar frá Play hafa lent eftir að gosið hófst.“ Svo hljóðuðu skilaboð Kristjáns Más til fréttastofu strax við upphaf yfirstandandi goss. Dóttir Kristjáns, blaðamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir, hefur lúmskt gaman að þessu og sendir pabba sínum kveðju á Twitter. Nei hættið nú alveg, gosið hófst um leið og KMU mætti á flugstöðina á leið til Spánar! Fyrsta gosið sem pabbi missir af en það er auðvitað mikilvægara gos á Spáni því systir mín sem býr þar fer bráðum að eiga sitt annað barn! pic.twitter.com/N4EMaCwK7r— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) August 3, 2022 En þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem náttúruöflin gera Kristjáni Má grikk af þessu tagi. „Ég er vanur þessu. Þegar gosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls 2010 var ég í flugtaki frá Keflavík á leið til Finnlands og sá gosstrókinn koma upp úr skýjunum,“ segir Kristján Már og reynir að láta sér hvergi bregða. Það er svo huggun harmi gegn að umrætt gos er enn sem komið er lítið og nett. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings teygir gostungan sig í um fimm hundruð metra, kvikustrókurinn er veikur, einungis tíu til fimmtán metrar. Kristján Már hefur reyndar haft vökult auga með svæðinu og nýverið skrifaði hann þessa frétt: Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Íslendingar erlendis Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Lítið og nett hraungos“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að gosið sem hófst á Reykjanesi í dag sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. 3. ágúst 2022 14:37 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Kristján Már er ávallt með öryggisvestið klárt ef og þegar til kastanna kemur en nú brá svo við að hann var staddur á Leifsstöð þegar tók að gjósa öðru sinni nú í seinni tíð við Fagradalsfjall. Kristján Már er á leið til Spánar í frí. En hann missti þó ekki af gosinu, ekki alveg þó hann hafi klæjað í lófana að fara á vettvang og huga að aðstæðum. „Ég sit í flugstöðinni í KEF á leið í frí til útlanda. Gosstrókur sést úr Leifsstöð yfir Fagradalsfjalli. Flugumferð virðist ekki hafa raskast. Þrjár vélar frá Play hafa lent eftir að gosið hófst.“ Svo hljóðuðu skilaboð Kristjáns Más til fréttastofu strax við upphaf yfirstandandi goss. Dóttir Kristjáns, blaðamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir, hefur lúmskt gaman að þessu og sendir pabba sínum kveðju á Twitter. Nei hættið nú alveg, gosið hófst um leið og KMU mætti á flugstöðina á leið til Spánar! Fyrsta gosið sem pabbi missir af en það er auðvitað mikilvægara gos á Spáni því systir mín sem býr þar fer bráðum að eiga sitt annað barn! pic.twitter.com/N4EMaCwK7r— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) August 3, 2022 En þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem náttúruöflin gera Kristjáni Má grikk af þessu tagi. „Ég er vanur þessu. Þegar gosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls 2010 var ég í flugtaki frá Keflavík á leið til Finnlands og sá gosstrókinn koma upp úr skýjunum,“ segir Kristján Már og reynir að láta sér hvergi bregða. Það er svo huggun harmi gegn að umrætt gos er enn sem komið er lítið og nett. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings teygir gostungan sig í um fimm hundruð metra, kvikustrókurinn er veikur, einungis tíu til fimmtán metrar. Kristján Már hefur reyndar haft vökult auga með svæðinu og nýverið skrifaði hann þessa frétt:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Íslendingar erlendis Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Lítið og nett hraungos“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að gosið sem hófst á Reykjanesi í dag sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. 3. ágúst 2022 14:37 Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
„Lítið og nett hraungos“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að gosið sem hófst á Reykjanesi í dag sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. 3. ágúst 2022 14:37