„Það er mikilvægt að halda honum gangandi“ Elísabet Hanna skrifar 4. ágúst 2022 12:01 Einar og Milla hlaupa í nafni Þórhöllu til styrktar Minningarsjóðs Örvars Arnarsonar. Skjáskot/Instagram/Samsett Einar Þorsteinsson og Milla Ósk Magnúsdóttir ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í ár í nafni Þórhöllu Arnardóttur og Örvars Arnarsonar. Hún féll nýlega frá eftir baráttu við brjóstakrabbamein en sjálf ætlaði hún að taka þátt til að styrktar Minningarsjóðs Örvars, litla bróður síns sem lést í fallhlífarstökkslysi þegar hann reyndi að bjarga nemanda sínum. Þórhalla snerti hjörtu margra Þórhalla var kennari bæði í grunn- og framhaldsskóla, hóf störf við Verzlunarskóla Íslands árið 2007 og var einnig í pólitíkinni: „Hún snerti hjörtu marga og því ætlum við að hlaupa (eða labba) saman í hennar nafni í maraþoninu í ár. Ég hvet eindregið alla þá sem hana þekktu að vera með,“ segir Milla í tilkynningu á Facebook. Þar bendir hún einnig á að hægt er að heita á sjóðinn án þess að hlaupa. Sjálf labbaði Þórhalla tíu kílómetra árið 2019 til styrktar sjóðsins, þá í miðri lyfjameðferð með fólkið sitt sér við hlið. Styðja við sjóðinn í hennar minningu Milla segir þau hjónin hafa hlaupið til styrktar sjóðsins síðustu ár: „Þetta höfum við gert fyrir Þórhöllu, bestu vinkonu mömmu, sem missti Örvar litla bróður sinn í hræðilegu slysi þegar hann reyndi að bjarga lífi nemanda síns. Sjóðurinn aðstoðar fjölskyldur við að koma látnum ástvinum heim til Íslands. Okkur langar að halda áfram að styðja við þennan mikilvæga sjóð í hennar minningu.“ Stofnaði sjóðinn eftir slys Örvars „Þórhalla stofnar þennan sjóð eftir að hún upplifir það hversu kostnaðarsamt og flókið það var að koma Örvari litla bróður sínum til landsins eftir að hann lést í hræðilegu slysi í Bandaríkjunum. Sjóðurinn aðstoðar að meðaltali fjórar til fimm fjölskyldur á ári þannig það er mikilvægt að halda honum gangandi,“ segir Milla um sjóðinn í samtali við Vísi. „Þórhalla var rosalega kröftug að safna í sjóðinn, bæði með áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu en líka með stóru golfmóti í Öndverðarnesi á hverju sumri. Það hefði því glatt hana óendanlega að sjá stórt hlaupalið samankomið í minningu þeirra beggja!“ Segir hún að lokum. Þeir sem vilja leggja sjóðnum lið geta einnig lagt inn á reikning: Reikningur: 526-14-403800 Kennitala: 660614-0360 Netfang: minningarsjoduroa@gmail.com Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Örvar var hetja segir lögreglan Örvar Arnarson, annar mannanna sem lést í fallhlífarstökkslysi á Flórída á laugardag, gerði allt sem hann gat til að bjarga Andra Má Þórðarsyni, sem einnig lést. Þetta sýnir upptaka úr myndavél á hjálmi Örvars. „Hann var hetja. Hann dó hetja,“ segir William Lindsey, fulltrúi lögreglustjórans í Paco-sýslu í Flórída. 27. mars 2013 06:00 Harmleikurinn í Flórída: Talið er að sá reyndari hafi reynt að koma hinum til bjargar Lögreglan í Tampa í Bandaríkjunum rannsakar enn banaslys þar sem tveir fallhlífarstökkvarar létu lífið. Talið er sá reyndari hafi reynt að koma hinum óreyndari til bjargar en þegar það hafi ekki tekist hafi þeir hafi þeir báðir hrapað til jarðar. 25. mars 2013 19:38 Mennirnir sem létust Mennirnir sem létust í fallhlífarslysinu í Flórída í fyrradag hétu Andri Már Þórðarson og Örvar Arnarson. 25. mars 2013 06:00 Framhaldsskólakennari vill á þing Þórhalla Arnardóttir framhaldsskólakennari gefur kost á sér í 5.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokkisins í Reykjavík sem fram fer 24. nóvember næstkomandi. Þórhalla hefur verið framhaldsskólakennari síðan 2007 og hefur einnig kennt í grunnskóla til fjölda ára. Hún er með sjúkraliðamenntun, B.ed kennarapróf, diplómu í stjórnun og fræðslu, M.paed í líffræði og diplómu í verkefnastjórnun. 12. nóvember 2012 09:19 Gerðu myndband til minningar um hetju og góðan vin Hér má sjá myndskeið sem félagar fallhlífarstökkvarans Örvars Arnarsonar tóku saman fyrir vin sinn sem var annar mannanna sem lést í fallhlífarstökkslysi á Flórída 23. mars síðastliðinn. 13. apríl 2013 21:15 Stukku minningarstökk fyrir fallna vini Full vél af Íslendingum heiðraði minningu fallhlífarstökkvaranna Andra og Örvars á Flórída. 30. mars 2013 12:33 Mest lesið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Sjá meira
Þórhalla snerti hjörtu margra Þórhalla var kennari bæði í grunn- og framhaldsskóla, hóf störf við Verzlunarskóla Íslands árið 2007 og var einnig í pólitíkinni: „Hún snerti hjörtu marga og því ætlum við að hlaupa (eða labba) saman í hennar nafni í maraþoninu í ár. Ég hvet eindregið alla þá sem hana þekktu að vera með,“ segir Milla í tilkynningu á Facebook. Þar bendir hún einnig á að hægt er að heita á sjóðinn án þess að hlaupa. Sjálf labbaði Þórhalla tíu kílómetra árið 2019 til styrktar sjóðsins, þá í miðri lyfjameðferð með fólkið sitt sér við hlið. Styðja við sjóðinn í hennar minningu Milla segir þau hjónin hafa hlaupið til styrktar sjóðsins síðustu ár: „Þetta höfum við gert fyrir Þórhöllu, bestu vinkonu mömmu, sem missti Örvar litla bróður sinn í hræðilegu slysi þegar hann reyndi að bjarga lífi nemanda síns. Sjóðurinn aðstoðar fjölskyldur við að koma látnum ástvinum heim til Íslands. Okkur langar að halda áfram að styðja við þennan mikilvæga sjóð í hennar minningu.“ Stofnaði sjóðinn eftir slys Örvars „Þórhalla stofnar þennan sjóð eftir að hún upplifir það hversu kostnaðarsamt og flókið það var að koma Örvari litla bróður sínum til landsins eftir að hann lést í hræðilegu slysi í Bandaríkjunum. Sjóðurinn aðstoðar að meðaltali fjórar til fimm fjölskyldur á ári þannig það er mikilvægt að halda honum gangandi,“ segir Milla um sjóðinn í samtali við Vísi. „Þórhalla var rosalega kröftug að safna í sjóðinn, bæði með áheitum í Reykjavíkurmaraþoninu en líka með stóru golfmóti í Öndverðarnesi á hverju sumri. Það hefði því glatt hana óendanlega að sjá stórt hlaupalið samankomið í minningu þeirra beggja!“ Segir hún að lokum. Þeir sem vilja leggja sjóðnum lið geta einnig lagt inn á reikning: Reikningur: 526-14-403800 Kennitala: 660614-0360 Netfang: minningarsjoduroa@gmail.com
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Örvar var hetja segir lögreglan Örvar Arnarson, annar mannanna sem lést í fallhlífarstökkslysi á Flórída á laugardag, gerði allt sem hann gat til að bjarga Andra Má Þórðarsyni, sem einnig lést. Þetta sýnir upptaka úr myndavél á hjálmi Örvars. „Hann var hetja. Hann dó hetja,“ segir William Lindsey, fulltrúi lögreglustjórans í Paco-sýslu í Flórída. 27. mars 2013 06:00 Harmleikurinn í Flórída: Talið er að sá reyndari hafi reynt að koma hinum til bjargar Lögreglan í Tampa í Bandaríkjunum rannsakar enn banaslys þar sem tveir fallhlífarstökkvarar létu lífið. Talið er sá reyndari hafi reynt að koma hinum óreyndari til bjargar en þegar það hafi ekki tekist hafi þeir hafi þeir báðir hrapað til jarðar. 25. mars 2013 19:38 Mennirnir sem létust Mennirnir sem létust í fallhlífarslysinu í Flórída í fyrradag hétu Andri Már Þórðarson og Örvar Arnarson. 25. mars 2013 06:00 Framhaldsskólakennari vill á þing Þórhalla Arnardóttir framhaldsskólakennari gefur kost á sér í 5.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokkisins í Reykjavík sem fram fer 24. nóvember næstkomandi. Þórhalla hefur verið framhaldsskólakennari síðan 2007 og hefur einnig kennt í grunnskóla til fjölda ára. Hún er með sjúkraliðamenntun, B.ed kennarapróf, diplómu í stjórnun og fræðslu, M.paed í líffræði og diplómu í verkefnastjórnun. 12. nóvember 2012 09:19 Gerðu myndband til minningar um hetju og góðan vin Hér má sjá myndskeið sem félagar fallhlífarstökkvarans Örvars Arnarsonar tóku saman fyrir vin sinn sem var annar mannanna sem lést í fallhlífarstökkslysi á Flórída 23. mars síðastliðinn. 13. apríl 2013 21:15 Stukku minningarstökk fyrir fallna vini Full vél af Íslendingum heiðraði minningu fallhlífarstökkvaranna Andra og Örvars á Flórída. 30. mars 2013 12:33 Mest lesið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Ingi Bauer og VÆB menn reyndu að semja sumarsmell á staðnum Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Sjá meira
Örvar var hetja segir lögreglan Örvar Arnarson, annar mannanna sem lést í fallhlífarstökkslysi á Flórída á laugardag, gerði allt sem hann gat til að bjarga Andra Má Þórðarsyni, sem einnig lést. Þetta sýnir upptaka úr myndavél á hjálmi Örvars. „Hann var hetja. Hann dó hetja,“ segir William Lindsey, fulltrúi lögreglustjórans í Paco-sýslu í Flórída. 27. mars 2013 06:00
Harmleikurinn í Flórída: Talið er að sá reyndari hafi reynt að koma hinum til bjargar Lögreglan í Tampa í Bandaríkjunum rannsakar enn banaslys þar sem tveir fallhlífarstökkvarar létu lífið. Talið er sá reyndari hafi reynt að koma hinum óreyndari til bjargar en þegar það hafi ekki tekist hafi þeir hafi þeir báðir hrapað til jarðar. 25. mars 2013 19:38
Mennirnir sem létust Mennirnir sem létust í fallhlífarslysinu í Flórída í fyrradag hétu Andri Már Þórðarson og Örvar Arnarson. 25. mars 2013 06:00
Framhaldsskólakennari vill á þing Þórhalla Arnardóttir framhaldsskólakennari gefur kost á sér í 5.-6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokkisins í Reykjavík sem fram fer 24. nóvember næstkomandi. Þórhalla hefur verið framhaldsskólakennari síðan 2007 og hefur einnig kennt í grunnskóla til fjölda ára. Hún er með sjúkraliðamenntun, B.ed kennarapróf, diplómu í stjórnun og fræðslu, M.paed í líffræði og diplómu í verkefnastjórnun. 12. nóvember 2012 09:19
Gerðu myndband til minningar um hetju og góðan vin Hér má sjá myndskeið sem félagar fallhlífarstökkvarans Örvars Arnarsonar tóku saman fyrir vin sinn sem var annar mannanna sem lést í fallhlífarstökkslysi á Flórída 23. mars síðastliðinn. 13. apríl 2013 21:15
Stukku minningarstökk fyrir fallna vini Full vél af Íslendingum heiðraði minningu fallhlífarstökkvaranna Andra og Örvars á Flórída. 30. mars 2013 12:33
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið