Léttir að fá gosið Lillý Valgerður Pétursdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 3. ágúst 2022 23:27 Sólný Pálsdóttir, íbúi í Grindavík, segir auðveldara að lifa með eldgosi en tíðum jarðskjálftum. Vísir Eldgosið í Meradölum virðist leggjast vel í Grindvíkinga sem hafa þurft að bíða milli vonar og ótta eftir fregnum af jarðhræringum í bakgarðinum síðustu daga. Flestir fagna endalokum jarðskjálftanna og vonast til að eiga rólegri nætur fram undan. Sólný Pálsdóttir, íbúi í Grindavík, segir gosið leggjast vel í sig og það hafi verið skrautlegt ástand í bænum seinustu daga þar sem íbúar hafi fundið vel fyrir ítrekuðum jarðskjálftum. „Kannski jafn skrítið og manni finnst það þá er þetta léttir. Það er ólíkt þægilegra að vera með gos heldur en skjálfta.“ Hún hafi ekki miklar áhyggjur af eldsumbrotunum. „Ég bara treysti þessum vísindamönnum. Þetta fór allt vel síðast og ég held að þetta lagist ekkert við það þó að ég fari að hafa einhverjar rosalegar áhyggjur.“ Ekki fyrir fótfúna Theodór Vilbergsson segir gosið vera hið besta mál ef það feli í sér að jarðskjálftarnir hætti. „Það eru ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Aðspurður um hvernig það leggist í hann að ferðamannastraumur komi til með að aukast með tilkomu gossins bendir hann á að það verði ekki fyrir fótfúna að komast að því. Gönguleiðin að gosstöðvunum og aftur til baka er nú heldur lengri en í fyrra og telur nærri sautján kílómetra.“ Hallfríður Guðný Hólmgrímsdóttir, íbúi í Grindavík, hlakkar til þess að geta aftur átt rólegar nætur. „Ég er bara geggjað peppuð í þetta. Það er bara búið að vera ótrúlegur ófriður hérna undanfarnar vikur og reynslan sýnir okkur það að þegar það byrjar að gjósa þá eru rólegheit hjá okkur, þannig við horfum bara fram á svefnmiklar nætur.” „Síðast þegar það gaus þá var auðvitað Covid þannig það var ekki mikið um ferðamanninn. Núna eigum við bara von á því að það verði svolítill straumur og vonandi verður bara stríður straumur af ferðamönnum hérna í gegn, þó þannig að þeir fari sér nú ekki að voða og að það þurfi ekki að vera í einhverjum björgunaraðgerðum.“ Endaði vel síðast Kári Freyr Grettisson segir að gosið leggist vel í sig og að skjálftarnir hafi ekki síður haft neikvæð áhrif á sálarlíf dýranna. „Það er þægilegt að jarðskjálftarnir hættu, það er fullt af dýrum í götunni þar sem ég er og þau voru öll að verða brjáluð.” Þú hefur engar á hyggjur af þ essu gosi? „Nei ekki eins og stendur. Maður er bara búinn að sjá að þetta er einhver lítil sprunga en maður veit aldrei, hitt endaði bara vel þannig að við vonum bara það sama.” Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. 3. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Sólný Pálsdóttir, íbúi í Grindavík, segir gosið leggjast vel í sig og það hafi verið skrautlegt ástand í bænum seinustu daga þar sem íbúar hafi fundið vel fyrir ítrekuðum jarðskjálftum. „Kannski jafn skrítið og manni finnst það þá er þetta léttir. Það er ólíkt þægilegra að vera með gos heldur en skjálfta.“ Hún hafi ekki miklar áhyggjur af eldsumbrotunum. „Ég bara treysti þessum vísindamönnum. Þetta fór allt vel síðast og ég held að þetta lagist ekkert við það þó að ég fari að hafa einhverjar rosalegar áhyggjur.“ Ekki fyrir fótfúna Theodór Vilbergsson segir gosið vera hið besta mál ef það feli í sér að jarðskjálftarnir hætti. „Það eru ekki miklar áhyggjur af þessu.“ Aðspurður um hvernig það leggist í hann að ferðamannastraumur komi til með að aukast með tilkomu gossins bendir hann á að það verði ekki fyrir fótfúna að komast að því. Gönguleiðin að gosstöðvunum og aftur til baka er nú heldur lengri en í fyrra og telur nærri sautján kílómetra.“ Hallfríður Guðný Hólmgrímsdóttir, íbúi í Grindavík, hlakkar til þess að geta aftur átt rólegar nætur. „Ég er bara geggjað peppuð í þetta. Það er bara búið að vera ótrúlegur ófriður hérna undanfarnar vikur og reynslan sýnir okkur það að þegar það byrjar að gjósa þá eru rólegheit hjá okkur, þannig við horfum bara fram á svefnmiklar nætur.” „Síðast þegar það gaus þá var auðvitað Covid þannig það var ekki mikið um ferðamanninn. Núna eigum við bara von á því að það verði svolítill straumur og vonandi verður bara stríður straumur af ferðamönnum hérna í gegn, þó þannig að þeir fari sér nú ekki að voða og að það þurfi ekki að vera í einhverjum björgunaraðgerðum.“ Endaði vel síðast Kári Freyr Grettisson segir að gosið leggist vel í sig og að skjálftarnir hafi ekki síður haft neikvæð áhrif á sálarlíf dýranna. „Það er þægilegt að jarðskjálftarnir hættu, það er fullt af dýrum í götunni þar sem ég er og þau voru öll að verða brjáluð.” Þú hefur engar á hyggjur af þ essu gosi? „Nei ekki eins og stendur. Maður er bara búinn að sjá að þetta er einhver lítil sprunga en maður veit aldrei, hitt endaði bara vel þannig að við vonum bara það sama.”
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. 3. ágúst 2022 21:30 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Grindvíkingar vonuðust eftir eldgosi og á góðum stað Grindvíkingar eru rólegir yfir eldgosi við Geldingadali. Eldgos þýðir færri jarðskjálftar og svo virðist sem það hafi komið upp á góðum stað. Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem vilji skoða eldstöðvarnar en fólk verði að fylgja fyrirmælum. 3. ágúst 2022 21:30