Sum svæðanna eru sögð ná inn á yfirráðasvæði Taívan og vera nálægt lykilhöfnum.
Varnarmálaráðuneyti Taívan segir herinn fylgjast með þróun mála. Stjórnvöld muni ekki leita eftir því að stigmagna spennu á svæðinu en heldur ekki gefa eftir þegar kemur að því að standa vörð um öryggi og fullveldi ríkisins.
Reuters hefur eftir heimildarmanni að um tíu kínversk herskip hafi farið yfir óformleg landamæri Taívan og Kína en að þau hafi hörfað eftir að hafa verið mætt af taívönskum skipum. Þá flugu nokkrar herflugvélar Kínverja einnig yfir línuna í skamma stund.
Heræfingar Kínverja eru viðbrögð við heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan.