Ferðamenn létu sér ekki segjast: „Þú ert hérna líka!“ Eiður Þór Árnason og Snorri Másson skrifa 4. ágúst 2022 21:59 Rolf, Erik, Daniel og Ben slógust í hóp með fjölda Íslendinga og annarra erlendra ferðamanna sem skoðuðu gosið í dag. Vísir Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Meradali frá því að eldgosið hófst í gær og margir heillast að krafti náttúruaflanna. Fréttamaður tók nokkra ferðalanga tali og fékk að heyra hvað þeim finnst um sjónarspilið. „Við löbbuðum hérna yfir Fagradalsfjall og vindáttin er náttúrlega mjög hagstæð okkur, allavega eins og staðan er núna,” sagði Reynir Björnsson fyrr í dag sem var í för með Ólöfu Ásgeirsdóttur. Hún segist engar áhyggjur hafa af öryggi sínu á svæðinu. „Nei, við erum það ekki. Við erum bara réttum megin við vindinn, þá er þetta í lagi held ég.“ Þegar fréttamaður spurði fjóra erlenda ferðamenn hvers vegna þeir væru á leið upp að gosinu á sama tíma og yfirvöld hafi sagt Íslendingum að bíða með ferðir á meðan þau meta stöðuna stóð ekki á svörum: „Þú ert hérna líka!“ Hjólaði að gosinu Birgir Sverrisson er einn fjölmargra sem fékk skilaboð frá almannavörnum í símann þegar hann nálgaðist svæðið. „Það stóð nú í SMS-inu að maður ætti ekki að fara að eldfjallinu. Ég veit ekki hvernig maður á að túlka það, ég ætla ekki að fara að eldfjallinu. Ég sé ekkert fjall svo sem en maður hættir sér ekki nálægt, maður þarf að sýna aðgát og passa sig á vindáttinni og svo framvegis.” Karl Vítalín Grétarsson hjólaði að gosinu.Vísir Karl Vítalín Grétarsson lét tal um langa og erfiða gönguleið ekki á sig fá og hjólaði að gosinu. „Ég kom frá Suðurstrandavegi, þennan svokallaða björgunarsveitaveg, sem liggur hérna hinum megin við fjallið, sirka tíu kílómetrar og ég var 45 mínútur á leiðinni.“ Er þetta ekkert erfitt? „Nei, nei - bara svona venjulegur borgarrúntur.” Birgir Sverrisson, Reynir Björnsson og Ólöf Ásgeirsdóttir.Vísir Eitthvað sem allir þurfi að sjá Laureen Wichi, ferðamaður frá Sviss, segir sjónarspilið í Meradölum vera dásamlega fallegt og ólíkt öllu öðru sem hann hafi séð. Jochim tekur heilshugar undir. „Ég vil að allir sjái þetta. Þetta er það sérstakasta sem ég hef borið augum. Ég hef farið um allan heim og þetta er eitt af því besta sem ég hef séð.” Karl Vítalín gerði sér reglulega ferð að eldgosinu sem gaus á svipuðum slóðum í fyrra og viðurkennir að það hafi heillað hann aðeins meira en yfirstandandi eldsumbrot. „Ég er búinn að koma svo oft að hinu gosinu að það var ekki eins tilkomumikið núna að koma að þessu.” Var þetta orðið hversdagslegt? „Já, það má segja það.” Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
„Við löbbuðum hérna yfir Fagradalsfjall og vindáttin er náttúrlega mjög hagstæð okkur, allavega eins og staðan er núna,” sagði Reynir Björnsson fyrr í dag sem var í för með Ólöfu Ásgeirsdóttur. Hún segist engar áhyggjur hafa af öryggi sínu á svæðinu. „Nei, við erum það ekki. Við erum bara réttum megin við vindinn, þá er þetta í lagi held ég.“ Þegar fréttamaður spurði fjóra erlenda ferðamenn hvers vegna þeir væru á leið upp að gosinu á sama tíma og yfirvöld hafi sagt Íslendingum að bíða með ferðir á meðan þau meta stöðuna stóð ekki á svörum: „Þú ert hérna líka!“ Hjólaði að gosinu Birgir Sverrisson er einn fjölmargra sem fékk skilaboð frá almannavörnum í símann þegar hann nálgaðist svæðið. „Það stóð nú í SMS-inu að maður ætti ekki að fara að eldfjallinu. Ég veit ekki hvernig maður á að túlka það, ég ætla ekki að fara að eldfjallinu. Ég sé ekkert fjall svo sem en maður hættir sér ekki nálægt, maður þarf að sýna aðgát og passa sig á vindáttinni og svo framvegis.” Karl Vítalín Grétarsson hjólaði að gosinu.Vísir Karl Vítalín Grétarsson lét tal um langa og erfiða gönguleið ekki á sig fá og hjólaði að gosinu. „Ég kom frá Suðurstrandavegi, þennan svokallaða björgunarsveitaveg, sem liggur hérna hinum megin við fjallið, sirka tíu kílómetrar og ég var 45 mínútur á leiðinni.“ Er þetta ekkert erfitt? „Nei, nei - bara svona venjulegur borgarrúntur.” Birgir Sverrisson, Reynir Björnsson og Ólöf Ásgeirsdóttir.Vísir Eitthvað sem allir þurfi að sjá Laureen Wichi, ferðamaður frá Sviss, segir sjónarspilið í Meradölum vera dásamlega fallegt og ólíkt öllu öðru sem hann hafi séð. Jochim tekur heilshugar undir. „Ég vil að allir sjái þetta. Þetta er það sérstakasta sem ég hef borið augum. Ég hef farið um allan heim og þetta er eitt af því besta sem ég hef séð.” Karl Vítalín gerði sér reglulega ferð að eldgosinu sem gaus á svipuðum slóðum í fyrra og viðurkennir að það hafi heillað hann aðeins meira en yfirstandandi eldsumbrot. „Ég er búinn að koma svo oft að hinu gosinu að það var ekki eins tilkomumikið núna að koma að þessu.” Var þetta orðið hversdagslegt? „Já, það má segja það.”
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira